Færsluflokkur: Dægurmál
15.4.2008 | 12:46
Goðsögnin Marilyn

Held að allir kvikmyndaáhugamenn, þeir sem dýrka eitthvað stjörnuglysið, séu innst inni skotnir í Marilyn. Hún var ekki aðeins þokkadís sjötta áratugarins, heldur 20. aldarinnar í raun. Engin kona skein skærar með kynþokkanum einum og enn í dag eru sögur sagðar af lífi hennar, bæði sorgum og sigrum. Líf hennar var hálfgerð sorgarsaga undir öllu glysinu og glamúrnum. Glassúrhúðin yfir þessari viðkvæmu konu, sem varð stjarna sumpart fyrir tilviljun og breytti sér frá a-ö bara fyrir að meika það í Hollywood, virkaði merkilega sönn.
Fyrir ekki svo löngu horfði ég á hina ógleymanlegu stórmynd Billy Wilder, The Seven Year Itch - sennilega í vel yfir hundraðasta skiptið. Marilyn Monroe var aldrei flottari en þar - þetta var hápunktur ferils hennar. Nafnlausa ljóskan á efri hæðinni í fjölbýlishúsinu sem hún gerði algjörlega stórfenglega var hlutverkið sem hún festist reyndar einum of mikið í. Þessi mynd hefur alltaf heillað mig. Marilyn var auðvitað goðumlík leikkona, ekki endilega fyrir leiktúlkunina eina heldur fyrir karakterinn og þann sjarma sem hún hafði. Hún var sjarmatröll aldarinnar.
Marilyn fékk aldrei þann sess sem alvöruleikkona sem hún hefði átt að hljóta. Hún lék reyndar ansi oft heimsku ljóskuna en hún sýndi og sannaði t.d. í Bus Stop að hún leikið dramatík frá a-ö. Í Seven Year Itch er hún lifandi fersk og þar er kómík eins og hún gerist best. Þar er eftirminnilegasta atriðið með Marilyn á ferlinum - er kjóll hennar lyftist örlítið upp í vindinum við lestarstöðina. Á auglýsingaskiltum var það reyndar ýkt allverulega, enda er það mun hófstilltara í myndinni sjálfri. Þeir kunnu að auglýsa myndir í Hollywood þá.
Marilyn hefði víst orðið 82 ára á þessu ári, hefði hún lifað. Það sér enginn eilífðarljóskuna miklu fyrir sér sem gamla konu. Sá þó fyrir nokkrum árum tölvugerða mynd þar sem sérfræðingar ímynduðu sér hvernig Marilyn liti út sem gömul kona. Var glettilega vel gerð mynd, kannski fullýkt en allavega ein tilraunin til að ímynda sér hvernig lífið hefði farið með þessa stórstjörnu hefði hún lifað af mótlæti lífsins.
Hún dó á tindi síns ferils, var sett í dýrlingatölu meðal kvikmyndaáhugamanna og hefur goðsagnarsess. Það var napurt á tindi frægðarinnar og hún varð fórnarlamb glyssins. Sagan hennar markast af sorg og glamúr í senn. Merkileg saga, eiginlega of ótrúleg að vera sönn. En allt getur gerst í Bandaríkjunum, ekki satt?
![]() |
Kynlífsmyndband með Monroe |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 12:18
Fyrirsögn dagsins
Það er mikils virði að vera með góðar fyrirsagnir í blöðum til að vekja athygli. Þeim hjá 24 stundum tekst það alveg klárlega.
![]() |
Harðir á strippinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 10:30
Af hverju kærir stúlkan ekki?
Sérkennileg skilaboð eru í þeirri staðreynd að stúlka fari til lögreglu og leiti þar réttar síns, tilkynni um nauðgun og geri eitthvað í málunum en láti svo málið niður falla. Finnst þetta aðallega dapurlegt, en það er einhver saga þarna á bakvið sem greinilegt er að veldur því að stúlkan fer ekki með málið lengra. Eftir fyrri umfjöllun vekur þessi staðreynd upp margar spurningar.
![]() |
Stúlkan ætlar ekki að kæra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.4.2008 | 14:55
Óhugnaður í Svíþjóð - morðið er engin tilviljun
Auk þess á þessi sami maður önnur morð á samviskunni og virðist aðeins með veiklulegum útskýringum sínum reyna að laga stöðu sína vegna almenningsálitsins. Ef marka má sænsku pressuna er grunur uppi um að hann hafi myrt fleiri og greinilegt að hann á sér mjög dökka sögu. Burtséð frá því öllu er ekki hægt að hafa samúð með neinum sem drepur börn.
Finnst þetta minna mig á hið óhugnanlega morð í breska smábænum Soham er húsvörður í skóla drap tvær stelpur með köldu blóði og losaði sig svo við líkin. Þær áttu aldrei að finnast og reynt var að hylja slóðina. Hið sama gerði Eklund. Þetta er mikil sorgarsaga, en það er varla nokkur maður sem tekur mark á þessum skýringum barnamorðingja.
![]() |
Myrti stúlkuna fyrir tilviljun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2008 | 15:21
Margir í bænum um helgina

Það má alltaf búast við einhverju skralli þar sem mikill fjöldi kemur saman, er bara hluti af dæminu og ég held að allir sem komu hingað hafi skemmt sér vel að mestu leyti. Söngkeppni framhaldsskólanna er að verða fastur viðburður á Akureyri og það er mjög ánægjulegt að fá allan þennan hóp hingað og sérstaklega gott fyrir skólana hér að vera með keppnina á heimavelli.
Þannig að ég tel að allir geti verið vel sáttir eftir helgina. Hingað komu mjög margir og vonandi hafa allir fundið eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi.
![]() |
Erill hjá lögreglunni á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 17:06
Fáránlegur dómur
Enn vakna spurningar um hversu mikið vægi frásögn þeirra sem verða fyrir kynferðisafbroti hefur í raun. Það er því miður orðin alkunn staðreynd að dómar fyrir kynferðisafbrotamál hér heima eru til skammar, bæði eru þeir alltof vægir og með þeim er ekki staðfest hversu alvarlegur glæpur felst í verknaðinum. Kynferðisafbrot eru að mínu mati stóralvarlegur glæpur. Sálrænt áfall þeirra sem fyrir því verður gróa aldrei að fullu.
Það hefur verið rætt vel og lengi um dóma í þessum málum. Það er greinilegt á þessum dómi að þeirri umræðu er ekki enn lokið.
![]() |
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.4.2008 | 20:56
Samgönguyfirvöld vakna til lífsins

Svona sleifarlag má ekki gerast aftur. Við eigum að eiga betra skilið en svo að horfa upp á svona aðgerðarleysi langtímum saman án þess að nokkur valdsins maður hafi frumkvæði til að gera eitthvað. Það á að vera skylda Vegagerðar og samgönguráðuneytisins að tekið sé á málum í stöðu sem þessari og ekki þurfi að bíða eftir slysum til að mál séu leyst.
Held að þetta mál með Reykjanesbrautina sé skólabókardæmi um hvernig eigi alls ekki að gera hlutina. Vona að þeir sem ráða för hafi lært eitthvað á þessu. Það er alveg ólíðandi að ekki sé gripið til heimilda í lögum til að hefja framkvæmdir að nýju. Það er stóri skandall þessa máls og mesti áfellisdómurinn yfir þeim sem ráða för. Þrátt fyrir öllu fögru fyrirheitin eftir slysið í gær stendur það stórklúður algjörlega eftir og verður að sjálfsögðu að gera upp.
Þetta er auðvitað embættisafglöp hjá þeim sem ráða för. Viðkomandi aðilar eiga sér ekki málsbætur. Þeir læra þó vonandi sína lexíu á þessu.
![]() |
Úrbætur á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2008 | 12:34
Stýrivextir hækka - þjóðarnauðsyn eður ei?
Davíð Oddsson hefur rétt fyrir sér hvað það varðar að það er þjóðarnauðsyn að hemja verðbólguna. Fátt er mikilvægara. En enn frekari hækkun stýrivaxtanna vekur þó aðallega spurningar um hvert við stefnum. Í þeim efnum dugar fátt meira en traust forysta í landinu, þar sem tekið er á þeim vanda sem blasir við með einbeittum aðgerðum.
Það má deila um hvort stjórnvöld hafi verið að standa sig í stykkinu með ákvörðunum sínum. Seðlabankinn viðurkenndi að stefna sín meginpart vetrar hefði beðið skipbrot þegar að þeir methækkuðu stýrivextina fyrir nokkrum vikum. Frekari aðgerðir blasa við en ég held að flestir spyrji sig að því hvað ríkisstjórnin ætli sér að gera í þessari stöðu. Þrátt fyrir að hún sé voldug í þingmannatölu finnst mér hún hafa verið einum of vandræðaleg í aðgerðaleysi sínu.
Við lifum á krísutímum. Fólk af minni kynslóð og yngri hafa blessunarlega ekki þurft að lenda í mikilli peningalegri krísu, en hinsvegar heyrt margar goðsagnakenndar sögur af metverðbólgu og krísutíð frá foreldrum okkar og jafnvel öfum og ömmum. Nú virðumst við á þeirri vegferð að lenda í ólgusjó. Vonandi mun takast að afstýra því. Það er eins gott að Seðlabankinn viti allavega hvert þeir stefni í slíku árferði.
![]() |
Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 00:27
Turnbruni í Kópavogi - Towering Inferno

Góð ráð verða dýr fyrir veislugestina á efstu hæðunum - gleði og glaumur breytist í mikla lífsbaráttu. Ein af þessum ógleymanlegu stórslysamyndum áttunda áratugarins sem skörtuðu stórstjörnum í hverju hlutverki og allt varð svo stórt og mikið - auðvitað voru hetjurnar í bruna-aksjóninu goðumlíkar stjörnur; Steve McQueen og Paul Newman.
Sem betur fer varð þetta ekki mikið eldhaf í turninum í Kópavogi og tókst að ráða niðurlögum hans tiltölulega fljótlega þegar að þeirri spurningu hafði verið svarað hvar eldurinn var, en það tók sinn tíma að átta sig á því. Góðar eldvarnir hafa skipt þarna einhverju máli vonandi og því að eldurinn náði ekki að breiðast mjög mikið út. Þetta hefði getað farið mun verr.
Það er reyndar svolítið sérstakt að þetta komi upp svo skömmu eftir að turninn, sem nú gnæfir yfir höfuðborgarsvæðinu, var tekinn í notkun. Það fer kannski svo einhvern tímann að það reyni á hvort að svipuð stemmning myndist hér heima og í þessari gamalkunnu bandarísku stórmynd. Vonandi ekki. Komment við færsluna fær mig allavega til að hugsa um þetta.
En já, það er kannski spurning að líta bráðlega á Towering Inferno? Eða hvað? Eðalmynd reyndar, hiklaust besta stórslysamyndin sem gerð var á áttunda áratugnum - þá var aðalsportið að gera svona myndir.
Sjáum smá klippu úr þessari eðalstórslysaræmu.
Set hér líka inn klippu með hinu löngu gleymda óskarsverðlaunalagi úr myndinni, We May Never Love Like This Again, með stórslysamyndasöngkonunni frægu Maureen McGovern. Hún söng nefnilega líka titillagið í stórslysamyndinni, The Poseidon Adventure, tveim árum áður - hið mun þekktara The Morning After. Það vann líka óskarinn. Það var síðar gert gott grín að því í stórslysaþætti hjá Simpson-fjölskyldunni undir heitinu I Think We´re Heading For a Disaster.
Bendi líka á upphafsklippu myndarinnar - flugferðinni í turninn mikla í San Francisco - þess má reyndar geta að hann var sjónhverfing ein, vel gerður af tæknibrellumeisturum þess tíma.
![]() |
Ráða niðurlögum eldsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2008 | 14:00
Bílslysið við Borgarbraut
Finnst þetta vera algjörlega óþarfar myndbirtingar og undrast þær enn og aftur. Það virðist vera sem að fjölmiðlar telji það helst þurfa að sýna bílinn í nærmynd til að geta sagt fréttir af slysum af þessu tagi. Eitt er að segja fréttir af slysum, annað er að sýna bílflökin og allt sem tengist slysinu beint. Allavega þetta er eitt af því í fjölmiðlun sem stingur mig svolítið og mér finnst vera mjög óviðeigandi.
Það er greinilegt á viðbrögðum við skrifum hér og pósti til mín, þar sem ég hef heyrt mjög margar sögur frá fólki sem hafa fyrst frétt af andláti náins ástvins og ættingja með myndbirtingu af vettvangi slyssins á netinu, og ýmsar aðrar sögur af slysum þar sem fólk þekkir bílflökin og veit hver lenti í slysinu, að fólki finnst þetta mjög óviðeigandi og tekur undir skrif mín.
![]() |
Þrjú flutt á sjúkrahús eftir umferðarslys á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)