Stýrivextir hækka - þjóðarnauðsyn eður ei?

Davíð OddssonDavíð Oddsson hefur rétt fyrir sér hvað það varðar að það er þjóðarnauðsyn að hemja verðbólguna. Fátt er mikilvægara. En enn frekari hækkun stýrivaxtanna vekur þó aðallega spurningar um hvert við stefnum. Í þeim efnum dugar fátt meira en traust forysta í landinu, þar sem tekið er á þeim vanda sem blasir við með einbeittum aðgerðum.

Það má deila um hvort stjórnvöld hafi verið að standa sig í stykkinu með ákvörðunum sínum. Seðlabankinn viðurkenndi að stefna sín meginpart vetrar hefði beðið skipbrot þegar að þeir methækkuðu stýrivextina fyrir nokkrum vikum. Frekari aðgerðir blasa við en ég held að flestir spyrji sig að því hvað ríkisstjórnin ætli sér að gera í þessari stöðu. Þrátt fyrir að hún sé voldug í þingmannatölu finnst mér hún hafa verið einum of vandræðaleg í aðgerðaleysi sínu.

Við lifum á krísutímum. Fólk af minni kynslóð og yngri hafa blessunarlega ekki þurft að lenda í mikilli peningalegri krísu, en hinsvegar heyrt margar goðsagnakenndar sögur af metverðbólgu og krísutíð frá foreldrum okkar og jafnvel öfum og ömmum. Nú virðumst við á þeirri vegferð að lenda í ólgusjó. Vonandi mun takast að afstýra því. Það er eins gott að Seðlabankinn viti allavega hvert þeir stefni í slíku árferði.


mbl.is Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Úff þetta er risky sko, sama hvað verður gert.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband