Færsluflokkur: Dægurmál

Algjört klúður lögreglunnar í flóttamáli Annþórs

Annþór Flótti Annþórs Karlssonar var vandræðalegt klúður fyrir lögregluna. Það þarf enga sérfræðinga til að segja sér að verklagsreglur voru brotnar og mjög illa staðið að málum á meðan að hann var í varðhaldi á Hverfisgötu og á þeim bænum verður að fara í væna naflaskoðun og læra á mistökunum. Flótti Annþórs verður þó vonandi lexía fyrir lögguna er yfir lýkur.

Það sem vekur mesta athygli er hvernig það gat gerst að margdæmdur ofbeldismaður, grunaður um alvarleg afbrot og átti að sæta einangrun, gat leikið lausum hala á lögreglustöðinni, komist í síma, fundið reipi og síðast en ekki síst stokkið út um glugga án þess að nokkur tæki eftir því. Það er ljóst að það liðu að minnsta kosti tveir tímar frá flóttanum þar til löggan áttaði sig loks á honum.

Mér finnst lágmark að lögreglan taki á sínum málum þegar að fangi, sem átti að vera í einangrun og mátti ekki tala við neinn nema lögmann sinn, getur hringt símtöl úr fangelsinu og undirbúið flótta sinn svo vel að ekki verður neinn við það var.

Þetta er megaklúður af verstu sort sem lögreglan þarf að þarf að fara yfir og læra af. Fara verður yfir yfir verkferla í varðhaldi svo að ekki geti annað eins gerst aftur.

mbl.is Úttekt á starfsemi fangamóttöku flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samið um hið fullkomna óréttlæti í Gettu betur

Gettu betur Það er gott að það hefur verið samið í deilunni um dómaraskandalinn í Gettu betur. Það er þó samið þar um hálfgert óréttlæti. Mér finnst frekar aum rökin sem eru færð fyrir því að hafa sigur af Kvennaskólanum gegn MH, allt á grundvelli einhverrar undarlegrar hefðar um að ekki sé hægt að breyta orðnum hlut í keppninni.

Vegna þess að dómarinn gerði mistök og gaf rangt fyrir rétt svar fór keppnin í bráðabana og þar hafði hitt liðið sigur. Þetta hlýtur að teljast nokkuð óréttlæti og til skammar fyrir þá sem halda utan um keppnina. Það er þó fyrir mestu að aðilar málsins hafa viðurkennt mistökin, en þau voru samt nokkuð augljós og þetta er bæði pínleg og skaðandi villa fyrir dómara í keppninni - eykur ekki orðstír hans á þeim vettvangi hið minnsta.

Það er eðlilegt að tekist sé á um stöðu þessarar keppni. Þetta á ekki að vera í lagi og eðlilegasta næsta skref væri að taka á reglum keppninnar og reyna að koma í veg fyrir að svona dómaraskandall geti gerst aftur í Gettu betur. Þau rök að vegna þess að ekkert fordæmi sé fyrir aðgerðum sé í lagi að leyfa tapliði að breytast í sigurlið eru aum og léleg. Það á ekki að vera eðlilegt að sætta sig við svona. Finnst þau í Kvennó samt sýna reisn og styrk með því að gera ekki mál úr þessu en ég skil sársauka þeirra. Það er aldrei gott að tapa vitandi að sigur náðist faktískt.

Ranglætið er aldrei gott, hvorki í þessu tilfelli né öðrum. Þetta er mál sem þarf að taka á. Staða dómarans er ekki beint beysin, hann gerði skelfilega skyssu og hefur reyndar gert þær margar á þessu misseri. Það er ekki undrunarefni að það sé ólga vegna hans, þar sem mörg mistök voru gerð í útvarpshlutanum, sem hafa því miður fylgt yfir í sjónvarpið og ráðið þar hvort lið sigrar eða tapar. Það er ekki hægt að sætta sig við þannig klúður.

mbl.is MH og Kvennaskólinn senda frá sér yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðalegt klúður í Gettu betur

Páll Ásgeir Nú sem fyrr er Gettu betur eitt vinsælasta sjónvarpsefnið. Það er alveg lágmark að ætlast til þess að spurningarnar í þættinum séu vandaðaðar og ekki síður að svörin stemmi við þær. Það virðist hafa vantað allverulega upp á það á þessu keppnismisseri. Það er fyrir neðan allar hellur að það illa sé staðið að keppninni að röng svör við spurningum ráði úrslitum í keppni, en það virðist þó hafa gerst nú.

Hef alltaf haft gaman af Gettu betur og fylgst vel með keppni í sjónvarpi og einnig útvarpinu. Ég tók eftir því fyrir nokkrum vikum að nokkuð var um röng svör og vandræðalegar klaufavillur í spurningunum þar, sem voru ekki til frægðarauka fyrir dómarann. Þó var vonast til að þetta væri bara klaufaleg byrjun nýs dómara og þetta myndi slípast til þegar að sjónvarpshlutanum kæmi.

Þetta er vandræðalegt mál fyrir Sjónvarpið. Svona hlutir eiga einfaldlega að vera í lagi. Það hlýtur að vera alveg lágmark að passa upp á að dómarinn standi sig og ráði við verkefnið, ella þarf að skipta honum út.

mbl.is Mistök í Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýst eftir ungu fólki

Mér finnst það eiginlega orðið sláandi hversu algengt er orðið að auglýst sé eftir ungu fólki, flestu á aldrinum 13-17 ára. Eftir nokkra klukkutíma eða einhverra daga leit finnast krakkarnir eða koma sjálf heim oftast nær. Eflaust eru margar langar sögur á bakvið hvert tilfelli. En það er ekki hægt annað en hugsa aðeins þegar að það gerist að jafnvel fjöldi ungmenna hverfi á skömmum tíma og spyrja sig að því hvað sé eiginlega að gerast í samfélaginu, hvort að þau séu í einhverri ógæfu eða vilji hreinlega fara að heiman vissan tíma.

Það eru svosem engar nýjar fréttir að fólk hverfi. Stundum hefur eitthvað gerst, slys eða aðrar aðstæður, sem valda því að ungt fólk kemur ekki heim. Þegar að óregla eða ógæfa dynur yfir hefur það gerst að ungt fólk er komið í svo mikið öngstræti að það stingur af, lætur sig hverfa. Það er ekki nema von að spurningar um hvert tilfelli vakni. En mér finnst þetta farið að gerast svo oft, jafnvel að leitað sé dögum saman að ungu fólki.

Vonandi mun ganga vel að finna þessa stelpu. Það hlýtur að vera skelfilegt að vera í þeirri stöðu að eiga ættingja sem finnst ekki og ekki er hægt að ná sambandi við. Gildir þá einu hverjar aðstæðurnar eru, enda er mjög óþægilegt og dapurlegt að eiga ástvin sem finnst ekki og það hlýtur að vera skelfilegt að horfast í augu við.

mbl.is Lýst eftir stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílslys og myndbirtingar

Það er dapurlegt að heyra af enn einu bílslysinu, nú á Akranesi. Það sem mér finnst jafnan einna sorglegast við fréttir af svo dapurlegum slysum er að sjá sjálfan vettvang slyssins í fjölmiðlum; myndir af bílflökum og aðrar þær sorglegu aðstæður sem þar jafnan birtast. Myndbirtingar af vettvangi umferðarslyss þjónar mjög litlum tilgangi, hef aldrei talið það skipta miklu máli að sýna bílflökin. Kannski er það ábending til annarra að svona geti farið í umferðinni, en fyrir þá sem tengjast þeim sem slasast eða láta lífið í umferðarslysi er þetta særandi myndræn umgjörð um mikinn harmleik.

Veit ekki hvort það er einhver algild regla hjá fjölmiðlum í þessum efnum. Sumir fjölmiðlar eru þó meira áberandi í þessu en aðrir eflaust. Hef séð hjá þeim sumum að þeir birta aðeins staðsetningu slyssins á korti. Það er ágætis nálgun á það finnst mér. Þar sem ég hef sjálfur lent í bílslysi finnst mér alltaf mjög stingandi að sjá aðstæður annarra slysa, enda getur aðkoma að svona slysum verið virkilega sjokkerandi og vandséð hvaða erindi þær fréttamyndir eigi í fjölmiðla.

mbl.is Alvarlegt bílslys á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólverjinn farinn úr landi

Það var varla við öðru að búast en að karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa keyrt á fjögurra ára drenginn í Reykjanesbæ myndi fara úr landi um leið og farbannið rynni út. Annars finnst mér að veigamikil mistök hafi verið gerð í málinu þegar að hann var látinn laus úr haldi með úrskurði dómsyfirvalda og gat þar með samræmt framburð sinn við það sem önnur vitni tengd honum höfðu sagt meðan að hann var lokaður inni.

Þar með var skemmt fyrir rannsókn málsins að mínu mati og gert lögreglu enn erfiðara fyrir. Veigamikil sönnunargögn hafa tengt viðkomandi mann við slysstaðinn og eðlilegt að það sé spurt um það hvort það allt geti verið tilviljun. Maðurinn hefur aldrei játað en nokkrar vikur eru síðan að bifreiðin sem maðurinn keyrði var tengd við slysstaðinn með afgerandi sönnunargögnum.

Það er mikilvægt að hið sanna í málinu komi fram og það verði hægt að leysa þessa ráðgátu. Enn verra er ef maðurinn vill ekki játa á sig verknaðinn. Hið minnsta þarf að fá úr því skorið hvort mögulegt er að annar hafi keyrt þessum bíl á þeim tíma er keyrt var á strákinn.

mbl.is Farinn úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt vopnaða ránið í borginni

Það hefur ekki farið framhjá neinum að glæpaalda hefur gengið yfir borgina að undanförnu, þar sem vopnuð rán hafa verið áberandi í banka, verslunum og veitingastöðum. Oftar en ekki hafa þetta þó verið ungmenni sem eru lítið skipulögð og kemst upp um þá, sem betur fer segja flestir. En þetta er dapurleg þróun, ef við erum að feta sömu slóð og í fjölmennum löndum þar sem vopnuð rán eru nær daglegt brauð.

Sú var tíðin að vopnuð rán af þessu tagi voru mikil tíðindi og heyrði til undantekninga að reynt væri að ráðast að starfsfólki með vopnum og næla sér í pening. Oftar en ekki tekst ekki að ræna miklu, t.d. eins og í sólarhringsverslununum þar sem þetta var ekki mikið, enda er auðvitað orðið æ algengara að fólk noti kort en reiðufé.

Lögreglan hefur oftar en ekki leyst þessi mál fljótt og vel. Gott dæmi var bankaránið um daginn, þar sem brúnkuræningjanum tókst illa að fela slóð sína og var gripinn eftir brúnkumeðferðina í Garðabæ með ránsfenginn í höndunum. Það er gott að lögreglan getur tekið vel á þessum málum. En þetta er ekki góð þróun í samfélaginu.

mbl.is Vopnað rán í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annþór á Hraunið - afmælisveislan í vaskinn

Annþór Það er gott að Annþór Karlsson sé kominn aftur á Litla-Hraun og geti unnið úr sínum málum þar. Það var dýrkeypt fyrir lögguna að líta af honum augnablik á meðan að hann beið yfirheyrslu og hljóta þeir að hafa glaðst með að ná honum í fataskápnum í Mosfellsbæ í kvöld.

Það var svolítið spes að fylgjast með fréttunum af leitinni af honum eftir strokið ævintýralega úr fangelsinu. Sögurnar mögnuðust og alltaf bættist við. Það var eiginlega fyndnast af öllu þegar að sögurnar um tölvuvafur strokufangans og yfirvofandi afmælisveisluna tóku að berast út. Þetta var að verða eins og hálfgerð krimmasaga en ekki raunveruleiki.

Eftir standa þó spurningar um eftirlitið í fangageymslunni þar sem fangi hefur tíma til að undirbúa það að strjúka, getur hringt út og unnið að flóttaplani og getur fundið reipi og fleiri hluti til að nota til að strjúka. Þarna er augljóslega glufa í fangelsinu sem fara verður yfir. Þetta eru stór mistök. Vonandi lærir lögreglan eitthvað á þessu fangadrama.

mbl.is Annþór á leið austur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarnið Annþór komið út úr skápnum

Annþór Jæja, þá er búið að finna afmælisbarnið Annþór Karlsson og ekki náði hann að halda upp á afmælið sitt í kvöld, eins og að var stefnt. Hann var dreginn út úr fataskáp í heimahúsi í Mosfellsbæ fyrir stundu. Er þar með þessari miklu leit lokið, en hún hefur staðið núna í um sjö klukkutíma. Á meðan komst kappinn á netið og gat gert vel vert við sig á veraldarvefnum.

Ekki skrifaði hann þó komment hér á vefinn eða öðrum, þó kannski hafi hann litið á umfjöllunina um sjálfan sig. Veit það svosem ekki og er nokkuð sama. Mestu skiptir að þessu stórhættulegi hrotti sem meðhöndlaður var eins og "fyrirmyndarfangi" í fangageymslunni á Hverfisgötu sé kominn aftur á þann stað sem hann var á.

Vonandi verður eitthvað aðeins meira passað upp á að hann verði sér ekki úti um reipi til að gera aðra tilraun.

mbl.is Annþór kominn í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annþór fór á myspace í dag - fangelsismál

Enn er Annþór Karlsson, strokufanginn stórhættulegi skv. lýsingum lögreglu þó hafi verið flokkaður sem fyrirmyndarfangi með visst frelsi þar, ófundinn. Hann virðist vera í góðu tölvusambandi enda skráði hann sig inn á myspace-síðu sína í dag og segist vera mjög reiður. Í valflipanum Mood á síðunni velur hann enda orðið Evil. Það er svolítið sérstakt að sjá svona fangadrama í raunveruleikanum. Það gerist sem betur fer ekki oft að fangar sleppi en þessi hasar minnir helst á bandaríska fangaflóttamynd með dassa af aksjóni.

Vinur minn sendi mér póst eftir fyrri skrif og vék þar að aðstöðu á Hverfisgötu og fleira. Þar segir orðrétt: "Vandamálið er að þegar menn eru í gæsluvarðhaldi (að því gefnu að þeir séu ekki í einangrun í þágu rannsóknar máls) þá ættu þeir að vera inn á fangelsi, t.d. Litla Hrauni. Þar sem það er ófremdarástand í fangelsismálum landsins þá getur fangelsismálastofnun ekki tekið við honum. Því þarf hann að vera inn á lögreglustöðinni á Hvefisgötu þó skv. lögum eða reglugerð megi hann ekki vera í "löggufangelsi" lengur en 4 daga og þar er engin aðstæða til að vista gæsluvarðhaldsfanga.

Ennfremur hafa gæsluvarðhaldsfangar (sem og t.d. þeir sem eru að afplána vararefsingu eða sektir) ákveðin fríðindi t.d. að þeir eru ekki læstir inn í klefa í lengri tíma og hafa hafa smá gang. Ég ætla ekki að fara út í að lýsa fangaklefum á Hverfisgötunni en þar er engin aðstæða til að hafa þá þar sem ekki má hafa hann í marga daga í fangaklefa þar sem úrskurður dómara segir væntanlega ekki til um það. Sökin liggur því ekki hjá lögreglunni."


Gott að fá þessa útlistun á þessu. Þakka þessum vini mínum fyrir sitt góða komment til mín. Eftir stendur að þetta á hreinlega ekki að geta gerst. Þarna sést þó vel vandinn í fangelsismálum landsins. Þau eru yfirfull og vantar mjög augljóslega alvöru fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar hefur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kortlagt það og þarf að drífa í því sem fyrst.

mbl.is Tveir handteknir í strokumáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband