Færsluflokkur: Dægurmál
2.2.2008 | 11:53
mbl.is 10 ára

Það er ekki ofsagt að mbl.is hafi markað þáttaskil í miðlun frétta og upplýsinga til landsmanna. Hann var fyrsti alvöru fréttavefurinn hérlendis og hefur verið í lykilhlutverki í lífi fréttaþyrstra Íslendinga um allan heim alla tíð síðan. Það segir allt sem segja þarf um breytingar á heimsmyndinni að það hafi verið efast um er mbl.is hóf göngu sína að vefurinn myndi eiga framtíð fyrir sér.
Það er fyrir löngu orðin hefð hjá mér að líta fyrst á mbl.is þegar að ég vil fréttir og oftast nær er þar eitthvað sem skiptir máli. Þetta er traustur og góður fréttamiðill. Eitt og hálft ár er svo liðið síðan að ég tengdist honum enn betur og fór að blogga hérna í vefkerfi Moggans. Hefur verið frábær tími, enda er þetta bloggkerfi landsins. Ekkert betra.
Óska mbl.is innilega til hamingju með daginn. Þetta er afmælisbarn sem getur verið stolt af sínum verkum og verið viss um að hann hefur markað þáttaskil í þjóðfélagsumræðunni og fréttamiðlun og á eftir að gera það um ókomna tíð. Það er jú enginn dagur án mbl.is!
![]() |
Mbl.is á afmæli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 02:11
Sorgarsaga hnignandi stjörnu

Það er orðið illa komið þegar að fólk er svipt sjálfræði og lögræði og greinilegt að hún hefur enga stjórn á lífi sínu. Fyrir nokkrum mánuðum barðist hún fyrir forræði yfir börnum sínum. Nú er staðan orðin þannig að forsjá hennar sjálfrar er í höndum foreldra hennar. Þvílík örlög.
Það er kannski ekki eðlilegt að finna til með fræga fólkinu, en sorgarsaga þessarar söngkonu sem hefur svoleiðis gjörsamlega misst fótanna í gegnum frægð sína er dapurlegri en orð fá lýst. Þetta er sennilega eitt af þeim dæmum þar sem freistandi er að telja að frægðin eyðileggi fólk og hamingju þess.
![]() |
Britney svipt lögræði tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2008 | 16:49
Bolluvikan langa - syndsamleg sælutíð

Persónulega finnst mér gamla góða bollan alltaf langbest. Passar alltaf best við. Annars eru orðnar svo margar gerðir til að það er alltaf eitthvað nýtt að smakka. Verður áhugavert að kynna sér þessa nýjustu með ferskum ávöxtum ofan á bollunni. Allt er annars til í þessum bransa. Það er orðin ein snilldin í bransanum hjá bökurum að finna upp nýjar gerðir af bollunum.
Óska öllum gleðilegrar og syndsamlega sætrar sæluhelgar. Annars er bolludagurinn ótrúlega snemma á ferðinni. Enda eru páskarnir í næsta mánuði. Eftir aðeins um fimmtíu daga, þeir geta varla verið fyrr á ferðinni en þetta. Jólin varla búin fyrr en að næsta stórhátíð rennur upp. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og Maggi Eiríks sagði forðum.
![]() |
Að borða bollu eins og maður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2008 | 13:19
Minningu Heath Ledger sýndur sómi
Þetta hefði kannski litið öðruvísi út hefðu verið sögusagnir um að Ledger hefði átt við fíkniefnavandamál að stríða og hann þá verið lifandi. Aðeins eru nokkrir dagar liðnir frá því að hann dó og það er ekki langt þangað til að liggi fyrir hvort að eiturlyf eða verkjalyf að einhverju tagi hafi valdið dauða Ledgers. Það hefði verið mjög ómerkilegt að sýna þetta myndband eða kveikja undir ýmsar kjaftasögur áður en niðurstöður krufningar eru opinberar og dánarorsökin er ljós.
Það er greinilegt að Heath Ledger nýtur mikillar virðingar í Hollywood. Vinir hans úr leikarabransanum voru fljótir að standa vörð um minningu hans vegna umræðunnar um þetta myndband og fjöldi þeirra snerust til varnar honum og vildu að myndbandið yrði ekki sýnt. Í ljósi allra aðstæðna er óþarfi að kynda undir kjaftasögur og þess í stað beðið eftir þess að niðurstaðan verði ljós, sem verður á næstu dögum. Það er alveg óþarfi að slúðra meira um það en orðið er.
![]() |
Hætt við að sýna myndband með Heath Ledger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2008 | 11:47
Gullaldartónlist færð til nútímans af Magna

Það er heiðarlegt að segja að maður hafi eiginlega alist upp með þessari tónlist, hún var aldrei fjarri. Systur mínar spiluðu Queen í botni æ ofan í æ í denn á bernskuárum mínum, voru heitustu aðdáendur hljómsveitarinnar og Mercury sem ég á sennilega eftir að kynnast og það var ekki hægt annað en að taka eftir snilldinni. Hún síaðist inn í huga mér og eiginlega er aldrei skemmtilegra að upplifa tónlist en með lögum Queen og að horfa á tónleikana þeirra á Wembley sem eru auðvitað ógleymanlegt augnablik í sögu tónlistarinnar.
Freddie Mercury er einn af eftirminnilegustu söngvurum tuttugustu aldarinnar, hafði sterkan karakter og mikla nærveru sem söngvari. Söng af innlifun og frontaði þetta band með þeim hætti að ekki er hægt annað en að minnast persónunnar og bandsins sem eins hins öflugasta á sínum tíma. Tel hann hiklaust einn risanna í rokktónlistar síðustu áratuga. Þetta var hljómsveit sem markaði þáttaskil og svo mikið er víst að mörgum brá verulega þegar að hann dó, langt fyrir aldur fram, fyrir sautján árum.
Mér finnst eitthvað svo innilega notalegt við það að spila Queen og það í botni, að sjálfsögðu. Þetta er klassi í tónlist síðustu áratuga, passar alltaf vel og hæfir eiginlega hvaða degi sem er. Klassi í gegn. Gott að Magni ætli að færa þessa gullaldartónlist í sinn búning og koma fram sem Mercury. Það verður sjón að sjá. Hlakka til að sjá hvernig að það kemur út.
![]() |
Magni í hlutverk Freddy Mercury |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2008 | 18:31
Verðskuldaður heiður fyrir Sigurð og Þorstein

Stíll Sigurðar er rómaður - hef lesið verk hans af áhuga. Þessi bók veldur ekki vonbrigðum og færir honum nýja aðdáendur, með því besta sem hann hefur gert. Löngu tímabært að hann fái þessi verðlaun! Þorsteinn gerði vandað og traust rit um Sigfús Daðason, sem var eitt okkar fremsta skáld á tuttugustu öld, og skáldverk hans. Traust bók og góður minnisvarði um merkan mann.
Verð þó að viðurkenna að ég varð svolítið hissa að Vigdís Grímsdóttir vann ekki fyrir bókina um Bíbi, sem var besta ævisaga síðasta árs og mjög vinsæl, líka svo virkilega vel skrifuð; skrifuð af list og áhuga. Fangaði líka lesendur. Fyrirfram taldi ég hana standa sterkasta. Hún einhvern veginn stóð algjörlega upp úr þeim fjölda misgáfulegra ævisagna sem voru á markaðnum. Las Bíbi af áhuga eftir jólin og sá mest eftir því að hafa ekki fengið hana í jólagjöf, yndislega skrifuð.
Verst er þó að bestu skáldverk ársins voru ekki tilnefnd. Það var skandall að Himnaríki og helvíti, frábært bókmenntastórvirki Jóns Kalmans, og Sandárbókin, eftir Gyrði, voru ekki tilnefndar. Það er afleitt þegar að bestu verk hvers árs fá ekki tilnefningu og sess sem bestu bækur ársins með formlegum hætti og rýrir annars ágæt verðlaun. En af skáldverkunum sem voru tilnefnd stóð Sigurður einfaldlega upp úr, besta bókin.
Það er orðið lífseigt yfir því spjalli hvort verðlaunin séu úrelt og fókuseri í vitlausar áttir. Þetta eru góð verðlaun, en það rýrir þau að ekki eru bestu ritin tilnefnd og verið virkilega að verðlauna hið allra besta. Kannski þarf að víkka hópinn sem útnefnir bækurnar, þetta verði ekki vinahópur sem velur vissa velvildarvini og sleppir þeim sem standa fyrir utan eða tekur þá út sem hafa unnið áður.
Þetta eiga ekki að vera heiðursverðlaun, heldur verðlaun þar sem hið besta á að standa upp úr.
![]() |
Sigurður og Þorsteinn fá bókmenntaverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 15:33
Heppnir Akureyringar

Það eru tveir áratugir liðnir frá því að fyrsti lottóvinningur Íslandssögunnar kom til Akureyrar, en þá vann Ólöf Ananíasdóttir nokkrar milljónir. Ólöf hafði skömmu áður misst mann sinn og var mikið fjallað um þennan fyrsta lottóvinningshafa landsins. Um áratugur er liðinn frá því að hjón hér í bæ unnu stóran vinning í Víkingalottóinu. Minnir að það hafi verið 42 milljónir og það þótti mikið hér þá.
Vil óska vinningshafanum til hamingju. Það hlýtur að hafa gríðarleg áhrif á lífsstandardinn að taka svona stóran pott og vonandi mun verða vel haldið utan um það. Vona að viðkomandi fylgi ekki algjörlega eftir lífsstandard Lýðs Oddssonar, lottóvinningshafa í túlkun Jóns Gnarr, í auglýsingunum.
Það hlýtur að þurfa sterk bein að lifa með svo stórum vinningi í sjálfu sér, enda sannarlega dæmi um að fólk hafi illa getað höndlað svo mikla gæfu.
![]() |
Akureyringur fékk stóra vinninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 23:35
Umdeildur Herra Ísland endurheimtir æruna

Ólafur Geir er því sigursæll og með pálmann í höndunum. Verði þessi dómur endanlegur, eða staðfestur í Hæstarétti, er því komið fordæmi þess að nær vonlaust verði fyrir fegurðarsamkeppni Íslands að svipta sigurvegara titli á eigin forsendum og komi upp deilur milli keppninnar og sigurvegarans. Þegar að hann missti titilinn var hann illa skaddaður, enda voru notuð rök um að hann væri í svallinu og hefði ekki hagað sér siðsamlega, hann væri ekki karakter sem þau gætu stutt opinberlega.
Það eru svolítið kuldaleg endalok fyrir aðstandendur keppninnar að tapa málinu svo afgerandi, ákvörðunin sé dæmd ólögleg og að ummælin um hann hafi verið ósönn. Það verður áhugavert að sjá hvort að þau una þessu, en með því eru þau að staðfesta að þau geti ekki skipt um sigurvegara í miðju ferlinu.
Held að þetta hafi annars aldrei gerst hérna heima áður - að sigurvegari fegurðarsamkeppni sé sviptur titli. Það hefur oft gerst erlendis, t.d. í Bandaríkjunum þar sem skandalar hafa komið upp. Hér er greinilega dæmt gegn forsendum þess að hann hafi verið sviptur titlinum og aðstandendur keppninnar fá ákvörðunina framan í sig á meðan að sá sem að þau vildu taka titilinn af vinnur fullnaðarsigur.
![]() |
Fær bætur fyrir að missa fegurðartitil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2008 | 18:10
Langlífar kjaftasögur um samkynhneigð Jónsa
Fannst hinn annars ágæti bloggari Jens Guð fara lengst í þessum pælingum og eiginlega orða hlutina í svolitlum fyrirsagnastíl þar sem hann gefur sér að Jónsi sé hommi, vegna þess að hann aktar með þeim hætti að mögulega sé hann það. Allir sem þekkja til hans vita að karakterinn er bara svona og ekkert meira svosem um það að segja. Það er samt leitt að sjá svona sleggjudóma.
Annars hefur Jónsi sjálfur svarað þessum kjaftasögum í viðtölum eftir þessa fjölmiðlaumfjöllun og gerir það vel. Kjaftasögurnar virðast samt lifa allt annað af sér, en kannski er það bara þannig að kjaftasögurnar munu alltaf grassera um þekkt fólk og margt er það dæmt af karakternum, en ekki út frá staðreyndum.
30.1.2008 | 13:30
Rétt ákvörðun hjá Kaupþingi

Eins og nú árar er skynsamlegt að halda að sér höndum og það er mikilvægt að Kaupþing sendi þau skilaboð nú um stundir. Eftir langa uppsveiflu í viðskiptalífinu hefur bissnessinn verið krappur dans síðustu vikur og sér ekki enn fyrir endann á því.
Það er ekki við því að búast að yfirmenn Kaupþings staðfesti að hætt hafi verið við því bitinn hafi verið of stór, þó það blasi reyndar við eins og staðan var. Það er vonandi að viðskiptalífið rétti úr kútnum á næstunni, það verði hægt að tóna niður þær blikur sem eru á lofti.
![]() |
Hætt við yfirtöku á NIBC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)