Skynsamleg ákvörðun Egils um vistaskipti

Mér líst mjög vel á þá ákvörðun Egils Helgasonar að færa sig um set. Tilfærsla hans er rétt skref. Það eru mörg tækifæri fyrir Egil fólgin í vistaskiptum. Það hefur lengi verið mitt mat að Egill sé fremsti stjórnmálaskýrandi landsins og það sannaðist vel, tel ég, í kosningabaráttunni í vor. Það er mikið áfall fyrir Stöð 2 að missa hann og þar gengisfellur stjórnmálaumfjöllun stöðvarinnar verulega.

Hlakka til að sjá Silfur Egils hjá RÚV næsta vetur og ennfremur bókmenntaþáttinn sem virðist vera með í dæminu hjá Agli. Það vantar alvöru bókaumfjöllun í innlent sjónvarp og úr því þarf að bæta. Bókaumfjöllun Egils í Silfrinu hefur verið mjög fín, þó hliðararmur pólitíska spjallsins hafi verið vissulega í þættinum. En það verður vonandi spennandi sjónvarpsvetur hjá RÚV nú og fróðlegt að sjá Silfur Egils á nýjum vettvangi í vetur.


mbl.is Egill: Aðstaðan á RÚV betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða Kristjáns Þórs - áhyggjur Björns Inga

Það er ánægjulegt að sjá að Björn Ingi Hrafnsson hefur áhyggjur af pólitískri stöðu Kristjáns Þórs Júlíussonar. Það er þó óþarfi tel ég. Skilaboðin til hans frá forystu flokksins eru þó með þeim hætti í ráðherra- og nefndakapal flokksins, og ennfremur til Guðfinnu S. Bjarnadóttur, að ekki verður þú ráðherra eða nefndaformaður á fyrsta tímabili.

Kristján Þór fær mörg tækifæri sem varaformaður fjárlaganefndar. Þau verður hann að nýta og marka sér ný sóknarfæri. Auðvitað eru mikil vonbrigði hann varð ekki ráðherra. En hann verður greinilega að byggja sig upp á landsmálavettvangi. Það eru skilaboðin. Kristján Þór er keppnismaður, hefur alltaf sýnt það og sannað. Hann eflist til verkanna á nýjum vettvangi.

mbl.is Illugi varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptist á skin og skúrir fyrir austan

Það er óhætt að segja að það skiptist á skin og skúrir í Austfjarðarferðinni. Í gær var yndisleg blíða á leiðinni austur og það var eiginlega Mallorca-blíða þegar að austur kom. Fór svo niður á firði í gærkvöldi og þar var þykk þoka, ekta Austfjarðaþoka. Hef ekki séð hana svæsnari í áraraðir, en hún er þó ekta austfirsk. Þegar að ég fór til Eskifjarðar í gærkvöldi var hún sérstaklega þykk. Það var merkilegt að fara aftur til baka upp á Egilsstaði í gærkvöldi í gegnum þokuna.

Í dag er ekta rigning bara upp á breskan móð. Ekkert svosem að því. Vona þó að betri verði tíðin næstu dagana. Það stefnir flest í að ég verði hér fram á föstudaginn. Stefnir flest í það. Í gærkvöldi fékk ég vinafólk í heimsókn í bústaðinn og við grilluðum góðan mat og spjölluðum vel áður en haldið var niður á firði. Í dag er fínn túr tekinn um svæðið. Stefni á að fara til Hornafjarðar á mánudaginn. Afi minn er jarðaður á Hornafirði og þangað verð ég að leggja leið mína. Margt planað og pælt allavega þessa kyrrlátu daga.

Það er alltaf gaman að fara austur... svo sannarlega.

Bloggfærslur 2. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband