Skynsamleg ákvörðun Egils um vistaskipti

Mér líst mjög vel á þá ákvörðun Egils Helgasonar að færa sig um set. Tilfærsla hans er rétt skref. Það eru mörg tækifæri fyrir Egil fólgin í vistaskiptum. Það hefur lengi verið mitt mat að Egill sé fremsti stjórnmálaskýrandi landsins og það sannaðist vel, tel ég, í kosningabaráttunni í vor. Það er mikið áfall fyrir Stöð 2 að missa hann og þar gengisfellur stjórnmálaumfjöllun stöðvarinnar verulega.

Hlakka til að sjá Silfur Egils hjá RÚV næsta vetur og ennfremur bókmenntaþáttinn sem virðist vera með í dæminu hjá Agli. Það vantar alvöru bókaumfjöllun í innlent sjónvarp og úr því þarf að bæta. Bókaumfjöllun Egils í Silfrinu hefur verið mjög fín, þó hliðararmur pólitíska spjallsins hafi verið vissulega í þættinum. En það verður vonandi spennandi sjónvarpsvetur hjá RÚV nú og fróðlegt að sjá Silfur Egils á nýjum vettvangi í vetur.


mbl.is Egill: Aðstaðan á RÚV betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fynnst þetta ekki skynsamlegt,að þvi að flitja sig á Sjónvarp með skylduáskrift,er ekki samkvæmt minum bókum/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 3.6.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Finnst þetta ekki skynsamlegt,að því að fitja sig á Sjónvarp með skylduáskrift,er ekki samkvæmt minum bókum/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 3.6.2007 kl. 00:56

3 Smámynd: Haukur Kristinsson

fatta þig ekki haraldur, má hann ekki fara til sjónvarp allra landsmanna?

Haukur Kristinsson, 3.6.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hann hefur fegið gott boð, eðlilegt að hann láti bjóða í sig.

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 01:26

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er góð ákvörðun hjá Agli Helgasyni.
Ari segir að hann eigi 2.ár eftir að samningi sínum við stöð 2 og ætlar að láta lögfræðinga í málið.
Nú þarf Palli bara að ná í Svanhildi.

Óðinn Þórisson, 3.6.2007 kl. 11:06

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og Loga líka, þá er elítan mætt á RUV. Mér líst vel á þessi umskipti

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 13:51

7 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Gjörsamlega óþolandi þegar ríkið er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki, eins og klárlega er í þessu tilfelli.

Hvenær ætla fellow Sjallar eiginlega að loka ríkiskassanum, eins og lofað hefur verið í tugi ára ???

RÚV á ekki að keppast við að fá fólk af öðrum miðlum með öllum tiltækum ráðum. Væri t.d. eðlilegt að RÚV myndi bjóða 300 milljarða króna fyrir Enska boltann ? ? Hver borgar brúsann ?

Þetta er fé án hirðis, og á ekki að fá að spreða seðlum útum allann bæ í starfsmenn, ekki nema þeir viti að peningurinn sé á leiðinni til baka, eins og með allar fjárfestingar.

Kveðja

Sjallinn í Odense

Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.6.2007 kl. 19:20

8 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Mér fyndist það að sama skapi fáránlegt ef að Palli Magg, færi að bjóða Svanhildi og Loga yfir, hugsanlega á þeim forsendum að kaupið yrði 2-3 faldað. Allt saman í umboði skattgreiðenda !

Ingólfur Þór Guðmundsson, 3.6.2007 kl. 19:22

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er nú bara fynndið að lögmenn eigenda fyrirtækis sem börðust fyrir dómi og reyndu að sína fram á það að tölvupóstar væru ótryggir og auðfalsanlegir og þar af leiðandi ekki marktækir, eru núna að segja að tölvupóstur sé marktækur. 

Er þetta nú ekki nokkuð góður viðsnúningur. 

Fannar frá Rifi, 3.6.2007 kl. 23:11

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Gaman að lesa. Er á miðju ferðalagi og það er gott að fá skoðanir á þetta mál.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.6.2007 kl. 22:15

11 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Það er sífellt fleira að koma í ljós í þessu máli.  Einhverjir tölvupóstar sem, ef lesnir eru saman og gengið út frá því að þannig séu þeir hugsaðir, gefa það til kynna að Egill og 365 hafi í í raun framlengt samning sinn til tveggja ára.

Það er þó rétt að muna það að samningur til tveggja ára er uppsegjanlegur fyrir launþegann þótt atvinnurekandi sé bundinn af honum.  Þetta er bundið í kjarasamninga og lög.  Óuppsegjanlegur vinnusamningur er óhagstæðari kjör, undir þessum kringumstæðum, heldur en uppsagnarfrestur kjarasamninga.  Launþeginn nýtur þess að hagstæðari reglan fyrir hann er sú regla sem gildir.

Það vekur athygli hve öll þessi samningsgerð er viðvaningsleg af hálfu 365.  Einnig að ekki skuli hafa verið vistabandsákvæði í samningi Egils líkt og maður hefði gert ráð fyrir úr því að 365 leggur svona mikla áherslu á að halda honum hjá sér.  Atvinnufrelsi Egils hlýtur að vega þingra undir þessum kringumstæðum.

Ég heyri að mörgum er illa við að RÚV ohf. skuli vera í samkeppni við 365 hf.  Þeim sem hugsa þannig hugnast trúlega betur að aðeins eitt fyrirtæki sé á fjölmiðlamarkaði á Íslandi, þ.e. 365 hf.  Ég er ekki viss um að það mundi auka samkeppnina.  Breyting RÚV í opinbert hlutafélag hafði einmitt þann tilgang að gefa fyrirtækinu færi á að keppa við önnur fjölmiðlafyrirtæki í svipuðu rekstrarumhverfi.  RÚV hafði áður verið uppeldisstöð fyrir fjölmiðlafólk og 365 hf. gat síðan keypt það besta yfir til sín vegna þess að ríkisstofnun eru skorður settar varðandi launagreiðslur.  Nú er samkeppni og menn kvarta og kveina.

Vissulega er það rétt að afnotagjöldin eru ákveðin meðgjöf til RÚV ohf.  Menn mega þó ekki gleyma sérstökum skyldum félagsins, umfram önnur fjölmiðlafyrirtæki.  Svo er mér ekki grunlaust um að stærstu fyrirtæki landsins beini auglýsingum sínum til 365 hf. enda í eigu sömu aðila að stórum hluta.  Það er líka hægt að kalla það meðgjöf.

Hreiðar Eiríksson, 7.6.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband