20.11.2008 | 20:50
Tala ráðherrarnir eitthvað saman um málin?
Stundum þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar fara í fjölmiðla er ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvort þeir séu í sama liði, sitji í sömu ríkisstjórn og séu einlægir í því að vinna saman eða í því að stinga hvorn annan í bakið. Mér finnst á þessum örlagatímum þjóðarinnar eiginlega ömurlegt að sjá sólóspil og tækifærismennsku sumra ráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar. Þar virðist hver fjölmiðlaframkoma aðeins sett fram til að búa í haginn fyrir sjálfan sig frekar en reyna að byggja upp þessa ríkisstjórn og sýna að hún sé samhent.
Í tali um kosningar á næsta ári finnst mér merkilegt að tveir ráðherrar gangi fram án þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, komi þar að málum eða hafi tjáð sig um þetta mál í þessa átt. Hún hefur ekki verið þessarar skoðunar að mig minnir í viðtölum en kannski er hér einhver róður bakvið tjöldin til að eyðileggja þessa ríkisstjórn. Ég hallast helst að því. Getur varla annað komið til greina. En mér finnst þessi tækifærismennska og sólófílingur orðinn einum of.
Annað hvort er þessi ríkisstjórn samhent og vinnur saman að því að leiða mál úr þeim ógöngum sem við erum komin í eða hún verður að hunskast frá. Hún hefur tvo þriðju alþingismanna og hefur fullt umboð til að leiða þjóðina. Kjörtímabilið er ekki hálfnað. Ef hún getur ekki sýnt þessa traustu forystu á að reyna aðra valkosti. Annars er ég þeirrar skoðunar og hef verið lengi að það verði skipbrot stjórnmálanna ef ríkisstjórn tveggja stærstu flokkanna geti ekki leitt þjóðina saman.
![]() |
Ráðherrar vilja kosningar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 17:30
Lífið á facebook
Ég er einn þeirra sem hef startað facebook-síðu. Þetta er auðvitað magnað vefsamfélag, enda allt mannlífslitrófið þarna. Þetta er auðvitað frábær tengslasíða, byggir tengsl og er ágætis samskiptavettvangur, bæði til að kynnast fólki og vera í sambandi við vini sína, svo er maður aftur kominn í samband við fólk sem ekki hafði verið kontaktur við í mjög mörg ár, meira að segja gamla skólafélaga og þess háttar. Virkilega traust.
En þetta er auðvitað mjög lifandi samfélag og þarna sést hinar minnstu breytingar hjá vinunum, sambönd og allt þess háttar og statusinn getur verið ansi lifandi hjá sumum sem tengdur er við mann. Þessi grey starfsmaður í Bretlandi sem fékk illa á baukinn vegna facebook-statusins er örugglega ekki sá eini sem hefur gleymt sér þarna.
En þetta er sennilega bara nútíminn í dag. Það er ótrúlegasta fólk sem vill tengjast manni í gegnum svona kerfi og er auðvitað bara gaman af því.
![]() |
Falla í pytti á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2008 | 12:44
Sólóspil á Alþingi - að vera eða ekki vera...?
Geti þingmenn í samstarfi ekki unnið saman að vandanum er alveg ljóst að tiltrú almennings á hópinn minnkar og jafnvel gufar upp. Almenningur getur varla treyst ríkisstjórn sem getur ekki unnið saman að því að leysa vandann en leyfir hverjum þingmanni að vera í sólóspili fyrir sjálfan sig.
![]() |
Nýja Seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2008 | 12:39
IMF-lánið samþykkt seint og um síðir
Með þessari afgreiðslu ætti þjóðin að geta fengið eitthvað lánstraust og vonandi tekst nú að endurbyggja eitthvað af orðspori okkar upp. Slíkt mun þó taka mjög langan tíma og þessi afgreiðsla er aðeins fyrsta skrefið á langri leið. Óvissuferðinni er fjarri því lokið en vonandi tekst nú að byggja einhvern stöðugleika þar sem allt var hrunið áður. Nú fyrst kemur reynsla á hvort stjórnvöld tóku réttar ákvarðanir og hafa markað rétta leið fyrir þjóð í miklum vanda, þjóð sem hefur ekki lánstraust og stöðu til neins.
Ég vona okkar vegna að þetta verði auðveld vegferð framundan en óttast aðeins það versta því miður. Svo margt hefur breyst á þessum örfáu vikum að við vitum hið eina í stöðunni að ekkert er öruggt. En það er mikilvægt að vona það besta. Ég tel þó afdráttarlaust að um leið og við höfum náð áttum verði að fara fram kosningar og leyfa kjósendum að taka afstöðu til flokka og forystumanna. Við verðum að eiga nýtt upphaf að mjög mörgu leyti eftir þetta gerningaveður.
![]() |
Mikil óvissa um Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |