Háðung stjórnarandstöðunnar - Sleggjan í SF?

Niðurstaða vantraustskosningarinnar á Alþingi í kvöld er mikil háðung fyrir stjórnarandstöðuna. Tillagan þjappaði þingmönnum stjórnarflokkanna saman á meðan stjórnarandstöðunni mistókst að koma fram sem ein sterk heild og varð fyrir því gríðarlega áfalli að einn þingmaður í hennar hópi sneri baki við tillögunni. Ég velti því fyrir mér í kjölfarið hvort vestfirska sleggjan, Kristinn H. Gunnarsson, hafi endanlega gefist upp á Frjálslynda flokknum og sé á leið í Samfylkinguna - styrki þar með enn frekar þingmeirihlutann, sem er tveir þriðju þingmanna.

Hafi stjórnarandstaðan ætlað að höggva skörð í samstöðu stjórnarflokkanna með tillögu sinni og koma fram sem sterk eining fyrir breytingar mistókst það algjörlega. Hvergi í umræðunni komu fulltrúar stjórnarandstöðunnar fram með lausnir eða tillögur í aðrar áttir en stjórnarflokkarnir hafa staðið að. Út í hött er að kjósa við þessar aðstæður, það verður að bíða betri tíma. Ekki er ráðlegt að bæta pólitískri upplausn saman við þá efnahagslegu. 

Eftir atkvæðagreiðsluna er veik stjórnarandstaða mun veikari - hún gat ekki einu sinni komið fram sem sterk heild og einn sterkur hópur. Þar er meira að segja flótti skollinn á frá því verkefni að vera í stjórnarandstöðu. Sú niðurstaða er áfall stjórnarandstöðunnar. Tillaga þeirra snerist að lokum upp í tap þeirra sjálfra.

mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birna staðfestir greinaskrif Agnesar Bragadóttur

Ég veit ekki hvernig öðruvísi skal túlka yfirlýsingu Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis, en sem staðfestingu á greinaskrifum Agnesar Bragadóttur í sunnudagsmogganum. Þetta kemur í beinu framhaldi af þeim umdeildu skrifum sem Jón Ásgeir Jóhannesson birti í blaði sínu á besta stað í varnargrein gegn Agnesi og afhjúpunum hennar, í grein sem skrifuð var eftir að sunnudagsmogga var lokað og þar til sunnudagsfréttablað fór í prentun. Úrvalsþjónusta fyrir fjölmiðlakóng á eigin fjölmiðli, svo sannarlega.

Mikið er talað um bankaleynd og hversu langt hún eigi að ganga. Mér finnst blasa við að ýmislegt miður geðslegt á að fela bakvið tjöldin með bankaleyndinni, hún eigi að ná mun lengra en eðlilegt er. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort ekki eigi að afnema hana og koma með allt á borðið.

Mjög mikilvægt er að hreinsa út og greinilegt að þeir eru í bönkunum sem leka gögnum og koma málum á borðið framhjá þeim sem yfir þeim eru og hefur verið felin forysta í bönkunum þó þeir hafi verið á kafi í ruglinu þar áður fyrr.

mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sonur Kauphallarforstjóra handtekinn

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sonur Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, verið handtekinn sakaður um auðgunarbrot og peningaþvætti. Mér sýnist allt þetta Virðingarmál vera dapurlegt og þar leynist margt miður geðslegt undir niðri. Þetta mál hlýtur að teljast áfall fyrir Þórð, sem hefur verið mjög áberandi í viðskiptalífinu og verið traustur fulltrúi markaðarins í umfjöllun.

Ég er hræddur um að ansi margt leynist undir yfirborðinu í þeirri rannsókn sem fylgir í kjölfar bankahrunsins. Þeir menn sem eru áberandi og leiða mál hafa þegar orðið of nátengdir í það sem gerst hefur bakvið tjöldin og erfitt að sjá hvort og hverjum sé hægt að treysta í því öllu, bæði vegna eigin þátttöku á markaði og fjölskyldutengsla.

mbl.is Risavaxnar millifærslur hjá Virðingu hf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séðogheyrt - blaðamennska

Mér finnst svolítið skondið að rekast á þessar ástarsögur ríka og fræga fólksins hérna á mbl. Þessi séðogheyrt - blaðamennska er að verða æ meira áberandi. Ég var eiginlega að vonast til að þessi rósrauða pressa væri bara á öðrum fréttavefum og hægt að passa upp á hana þar, en svo er nú víst alls ekki.

Kannski getum við verið sæl með þetta þangað til að ástarsögur ríka og fræga fólksins hérna heima fara að dúkka upp á mbl.is. Og þó ég gleymdi því við eigum ekkert ríkt fólk lengur sem vill láta sjá sig hérna heima nema þá örfáa lánlausa menn í felum, en dveljast að mestu leyti erlendis.

Mér fannst tilraunir sumra hérna heima til að gera Ásdísi Rán að einhverri táknmynd ríka og fræga fólksins í fréttaumfjöllun mistakast frekar hrapallega. En ég afþakka samt svona blaðamennsku, hún á helst heima annarsstaðar.

mbl.is Sáust kyssast og knúsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhuginn fyrir ESB-aðild minnkar til muna

Ég er ekki hissa á því að áhugi landsmanna á Evrópusambandsaðild sé að minnka, einkum meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Yfirlýsingar Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB, gefa til kynna að Íslendingar geta ekki vænst sérsamninga af neinu tagi og aðild yrði aldrei möguleg fyrr en í fyrsta lagi eftir fjögur eða fimm ár. Þetta er því fjarri því lausn á vanda Íslendinga nú um stundir.

Þeir sem hafa hallað sér að ESB sem lausn á örlagatímum íslensku þjóðarinnar geta hætt að búast við allsherjar lausnum frá Brussel. Að undanförnu er ekki laust við að sá orðrómur hafi verið nokkuð hávær að nóg sé fyrir okkur að horfa til Brussel og þá sé allur vandi leystur. Ummæli Olli Rehn og almenn skynsemi hafa slegið á þá draumóra.

Hvað varðar afstöðu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum verður mjög áhugavert að taka þá umræðu á landsfundinum eftir tvo mánuði. En minnkandi áhuga flokksmanna á ESB-aðild er mjög áhugaverð útkoma, sérstaklega eftir umræðuna að undanförnu.

mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigendahagsmunir á leiðarasíðu Fréttablaðsins

jaj fbl
Ég hef aldrei séð eigendahagsmuni koma eins vel fram í Fréttablaðinu eins og í sunnudagsblaðinu. Á sama tímapunkti og Agnes Bragadóttir kemur með leiftrandi grein um Glitni og FL Group í sunnudagsmogga (sem er prentað örfáum klukkustundum fyrir sunnudagsprentun fbl) svarar Jón Ásgeir Jóhannesson skrifum hennar á leiðarasíðunni sjálfri við hlið ábyrgrar greinar Björns Inga, sem hverfur við hlið eigendadálksins (grein var kippt út á síðustu stundu fyrir grein jáj).

Ef þetta er ekki að ganga hagsmuna eiganda síns þá veit ég ekki hvað skal kalla það. Mér finnst þetta rýra stöðu Fréttablaðsins og stimpla hann aðeins sem eigendavænan fjölmiðil í besta falli orðað. Og eflaust er þetta ekki fyrsta dæmið um slíkt þó það sé skelfilega áberandi að maður þarf að vera blindur til að taka ekki eftir því. Mikið er nú ömurlegt að horfa á fjölmiðlalitrófið þegar fjölmiðlakóngurinn fær svona royal treatment í blaðinu sínu.

Svo er fólk hissa á því að fjölmiðlarnir í landinu hafi verið gjörsamlega ónýtir og steinsofið. Fjórða valdið er jú undir hælnum á þeim sem spiluðu djarft í útrásinni.

mbl.is Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband