28.11.2008 | 22:36
Rannsaka verður málefni Giftar
Ég velti fyrir mér hvort þetta verði eitt mesta fjársvikamál Íslandssögunnar, einn mesti þjófnaðurinn? Það væri þá eftir öðru sem þeir er halda utan um sjóðina þar í kring hafa gert.
![]() |
Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 19:02
Páll líti sér nær og skeri niður laun og jeppa
Nú er eðlilegt að spyrja sig að því hvort Páll verði sá maður að leggja jeppanum. Þeir eru fáir sem verja jepparuglið hans og fer örugglega fækkandi eftir þessar erfiðu aðgerðir, ætli hann sér að halda honum eftir það sem á undan er gengið.
![]() |
Meiri aðgerðir en starfsfólk vænti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2008 | 15:51
Sorgardagur fyrir svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins
Mér finnst það afleit skilaboð sem sýnd eru með því að leggja niður mestallt starf á svæðisstöðvum Ríkisútvarpsins, í raun leggja í rúst allt það góða starf sem þar hefur verið unnið í rúma tvo áratugi, á meðan Páll Magnússon heldur jeppanum sínum. Hver er forgangsröðin hjá þessu liði? Hefði ekki verið nær að skera niður sporslur og fríðindi toppanna fyrst og fara svo í uppstokkun. Þetta eru ekki góð skilaboð. Krafa dagsins er því burt með jeppann. Hreint út sagt.
Þetta er sannarlega sorgardagur fyrir fjölmiðil sem á tyllidögum stillir sér upp sem fjölmiðli allra landsmanna. Eftir daginn í dag er það blaður bara orðaflaumur á blaði.
![]() |
700 milljóna sparnaður hjá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 13:28
Svartur dagur hjá Ríkisútvarpinu
Auðvitað er ljóst að RÚV þarf að taka til hjá sér eins og aðrir. En umfang uppsagnanna er meiri en við höfum vanist áður á þeim bænum og hlýtur að vekja spurningar um hversu mikið þær komi niður á gæði dagskrár og þess góða efnis sem við höfum getað treyst á að komi frá RÚV. Og auðvitað er ömurlegt fyrir starfsmenn að heyra fréttir um að hinn eða þessi fái uppsagnarbréf áður en að uppsögnum kemur. Þetta er auðvitað óþægileg staða.
En það er auðvitað löngu vitað að erfiðir tímar eru framundan á fjölmiðlamarkaði hérna heima. Niðurskurður og hagræðing verður einkennisorð þar á næstunni, eins og víða annarsstaðar. Með því er auðvitað ljóst að gæði dagskrár minnkar og ekki er sjálfgefið að við fáum sömu góðu þjónustu hjá fjölmiðlum og áður var.
![]() |
Boðað til starfsmannafundar hjá RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 13:12
Hvar voru eftirlitsaðilarnir í málefnum Giftar?
![]() |
Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 00:50
Skiljanleg óánægja atvinnurekenda í nýju landslagi
Vilhjálmur Egilsson, sem var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í rúman áratug og lengi formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, veit alveg hvað hann segir. Varnaðarorð hans og atvinnurekenda almennt er skiljanlegur. Þetta er nýtt landslag. Reyndar er óvissuferðin algjör. Eitt er þó ljóst og það er að stjórnvöld eru tilbúin í mjög vandasamar aðgerðir til að reyna að reisa samfélagið við aftur. Kannski veitir ekki af því að stokka spilin upp og setja umgjörð sem eftir verður tekið.
En erfitt verður að vera í mikilli hugsjónapólitík fyrir suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins á meðan þeirri óvissuferð stendur. Svo mikið er víst.
![]() |
Mun stórskaða viðskiptalífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |