7.11.2008 | 21:57
Þjóðarsamstaða í baráttunni gegn Bretum
Íslendingar eru þannig að þeir láta ekki bjóða sér svona aftöku á orðspori sínu án þess að grípa til varna. Þetta er þjóðareðlið okkar. Við getum verið stolt af því. Enda eiga Bretar ekkert inni hjá okkur. Við fórum ekki í nokkur þorskastríð gegn þeim án þess að læra að þeir geta ekki ráðist að okkur án þess að við spörkum frá okkur á móti. Þetta er stóra lexían fyrir okkur. Við erum vissulega lítil þjóð en við látum ekki traðka á okkur.
Þetta eru því vel heppnuð mótmæli sem sýna þjóðarsamstöðuna og karakterstyrkleika okkar. Við getum verið stolt af þessu, enda hafa þessi mótmæli og samstaðan vakið athygli víða.
![]() |
Tæpur fjórðungur þjóðarinnar hefur undirritað ávarp til Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 19:53
Virðingarverð aðstoð Pólverja við Íslendinga
![]() |
Geir staðfestir pólska aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 17:20
Traust fólk skipað í bankaráðin
Ekki er hægt annað en vera mjög sáttur við skipan bankaráðanna í ríkisbönkunum þremur. Þarna er þungavigtarfólk skipað til verka, sérstaklega eru formenn bankaráðanna mjög vandaðir og traustir menn sem allir ættu að geta treyst. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá Val Valsson, fyrrum bankastjóra Íslandsbanka gamla, í forsvari fyrir Glitni en hann er mjög vel að sér. Skipan Ásmundar og Magnúsar er líka vægast sagt mjög traust, enda menn með traust umboð, menn sem allir vita að munu leggja sig alla fram og hafa þekkingu á málum.
Helst að maður sakni þess að ekki hafi konu verið treyst fyrir formennsku í neinum bankanna, en á móti kemur að enginn þarf að vera ósáttur við þetta. Þarna hefur öllum vafa verið eytt um pólitíska skipan, en ég óttaðist mjög þegar bankarnir urðu eign ríkisins á ný að þar myndi pólitíkin grassera algjörlega. Mikilvægt er að marka þá stefnu að á meðan ríkið leiðir mál innan bankanna þriggja verði skipað faglega til verka og fengið fólk í bankaráðin sem hefur þekkingu og vit á því sem þar er gert.
Pólitísku tímarnir í bankaráðunum eiga að vera liðnir, hluti af sögubókunum. Ég trúi því og treysti að ekkert okkar vilji virkilega fá aftur þá tíma þegar menn jafnvel á þingi voru settir í formennsku bankaráðanna, fólk sem hafði litla sem enga þekkingu á málunum en fengu þetta sem valdahnoss við myndun ríkisstjórnar.
![]() |
Ný bankaráð skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 15:15
Gunnari Páli er ekki sætt sem formanni VR

Ég get ekki séð hvernig Gunnari Páli Pálssyni sé sætt áfram í formennsku VR eftir bankahrunið og siðlausar og ólöglegar ákvarðanir stjórnar einkarekna Kaupþings. Hann á að segja af sér. Sitji hann áfram skaðar hann helstu lykilorð VR: Virðing og Réttlæti. Hvernig getur VR haldið í þessi lykilorð sín á þessum örlagatímum með verkalýðsleiðtoga sem er á bólakafi í spillingarfeninu? Alveg vonlaust.
Gunnar Páll á að taka hagsmuni félagsins síns og trúverðugleika þess fram yfir sína hagsmuni og segja af sér, sem fyrst.
![]() |
Vilja stjórn VR burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.11.2008 | 00:02
Íslenska þjóðin lætur ekki kúga sig af IMF
![]() |
Við hættum frekar við lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |