Þjóðarsamstaða í baráttunni gegn Bretum

Þegar ég skrifaði um indefence.is og setti nafnið mitt í undirskriftasöfnunina í upphafi hennar óraði mér ekki fyrir því að svo margir myndu skrifa undir, þó ég gerði mér vissulega væntingar um eitthvað í þá átt. En þjóðin hefur svo sannarlega sameinast í andstöðunni gegn Bretum og tekið slaginn með því að setja inn myndir og láta í sér heyra. Enda er eðlilegt að Íslendingar séu reiðir í garð Breta en þó fyrst og fremst sárir yfir því að þeir gengu endanlega frá orðspori þjóðarinnar með verklagi sínu.

Íslendingar eru þannig að þeir láta ekki bjóða sér svona aftöku á orðspori sínu án þess að grípa til varna. Þetta er þjóðareðlið okkar. Við getum verið stolt af því. Enda eiga Bretar ekkert inni hjá okkur. Við fórum ekki í nokkur þorskastríð gegn þeim án þess að læra að þeir geta ekki ráðist að okkur án þess að við spörkum frá okkur á móti. Þetta er stóra lexían fyrir okkur. Við erum vissulega lítil þjóð en við látum ekki traðka á okkur.

Þetta eru því vel heppnuð mótmæli sem sýna þjóðarsamstöðuna og karakterstyrkleika okkar. Við getum verið stolt af þessu, enda hafa þessi mótmæli og samstaðan vakið athygli víða.

mbl.is Tæpur fjórðungur þjóðarinnar hefur undirritað ávarp til Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"and 10 other organisations or countries known for political unrest or oppressive dictatorships."

Mmmm...Political unrest in Iceland....Yes 

Oppressive Dictatorship.........David, Geir og Co....Yes

Mmmm.......................... ???????

Fair play (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 00:10

2 identicon

The Law that they used is called "The freezing of Assets Legislation". Your Government first called it the "Terrorist" law because this Law was also used to freeze assets of Terrorists. The Law has also been used in several Bankrupcy situations and fraud investigations, so it could be called the " fraud law" or the "bankrupcy law" !!. No one in the UK thinks that Icelanders are terrorists. The freezing of assets of Landsbanki was done for an entirely different reason.

Your Government used this to try and place and direct your anger and the blame on someone else other than themselves. You have to face the fact that your Government is acting very much like a "Bannana riki" rather than that of a civilzed western world Nation whose population is respected by the average British person. Your Government is guilty for allowing this to happen....Not the Icelandic population in general......... I repeat ..........the average British person bears no animosity whatsoever to the Icelandic People.

You should start a petition against your Government and the 20 or so financial wizards that have put you where you are....and as for your bank managers....They should be put in Jail.........................

With respect and kind wishes

Good luck

Fair Play (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:15

3 identicon

Mitt motto er: Við getum tapað orrustum, en ekki stríðinu. Einblínum á að sigra stríðið. Við erum Íslendingar og við erum stolt, þrjósk og þvermóðskufull. Erfiðleikar okkar í gegnum aldirnar hafa kennt okkur að taka með mildi og mannkærleika á þeim sem minna mega sín, þó það hafi ekki gerst lagalega fyrr en á 20. öldinni. Þá reynum við og framkvæmum. Og það er ekki svo lítið að berjast gegn viðhorfum fyrri kynslóða og framkvæma drauma hennar í nýjum.  Þannig hefur það verið og þannig er það. Margir brotsjóir í gegnum aldirnar hafa hrifið karlmenn í blóma lífsins á haf út. Gos og harðir vetur með tilheyrandi sulti og seyrindum hafa ekki murkað úr okkur líftóruna. Ekki heldur strangtúlkuð trúarbrögð með sínum aftökum. Við erum hér enn og höfum náð langt í að skapa velferðarþjóðfélag okkar. Látum engan taka frá okkur þjóðarstoltið, það að vera stoltur af sinni þjóð, uppruna sínum og sjálfum sér sem Íslendingi. Jafnvel þó Bretar, Hollendingar og nú síðast hvað, Belgíumenn séu að ybba gogg. Stöndum keik, upp með hökuna. Látum engan brjóta okkur niður. Við munum komast í gegnum þetta. Við munum læra af þessum kreppudansi. Hvernig hefðum við annars getað lifað af í þessu landi?

Nína S (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:17

4 Smámynd: Loopman

Ég hef ekki alltaf verið hrifinn af þér sem bloggara Stefán. Reyndar er ég á móti flestum bloggurum :) En núna gæti ég ekki verið þér meira sammála.

Þessi Indefence grúbba er snilld. Það sem þetta fólk hefur gert er miklu meira en það sem ríkið hefur gert. Það vantar bara að sýna þessu fólki enn meiri stuðning í verki. 

Bestu kveðjur

Loopman

Loopman, 8.11.2008 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband