1.12.2008 | 23:29
Turnarnir þrír - heldur VG fylgisaukningunni?
Ég er ekki hissa á því þó ríkisstjórnin njóti lítils fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt um þessar mundir. Ekki er vinsælt að vera við völd í efnahagskreppunni og tekur á að vera við stýrið í þeim ólgusjó. Enn og aftur er staðfest að turnarnir eru þrír í íslenskri pólitík um þessar mundir. VG er eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem getur grætt á stöðunni, enda eini flokkurinn þar sem hefur stöðu til að geta verið trúverðug í umræðunni, er hreint af útrásinni og hafði margoft varað við stöðunni án þess að nokkur hlustaði á. Þau græða því tímabundið hið minnsta á þessu.
Gleymum því þó ekki að VG náði tæpum 30% í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra en tókst ekki að sækja sér það fylgi er á hólminn kom - tapaði því niður á örskömmum tíma og bætti óverulega við sig. Úrslitin voru mikil vonbrigði fyrir VG, þó vissulega bættu þeir við sig fjórum þingmönnum. Eftir fylgismælingar upp á 20-30% og forystustöðu hér í Norðausturkjördæmi um nokkuð skeið mistókst Steingrími J. að sækja sér þessa stöðu og fór á taugum á mikilvægasta tíma. Enn er því spurt hvort VG geti frekar sótt sér forsætisráðherrastólinn í þessari stöðu.
Steingrímur J. kom mjög illa út úr vantraustskosningunni í síðustu viku. Hann missti stjórn á sér í þingsal og var ekki í jafnvægi. Hann var mjög veikburða sem leiðtogi veikrar stjórnarandstöðu og mistókst að koma sem einhver táknrænn sigurvegari úr þessari kosningu, ekki einu sinni tókst að þjappa stjórnarandstöðunni saman um að styðja tillöguna. Þegar kom að því að tala um lausnir á efnahagskreppunni hafði Steingrímur J. margt við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar að athuga en gat ekki komið með neinar lausnir sjálfur og var hlægilega lélegur í tali.
En staða VG nú er samt sem áður stórmerkileg. VG er harður gegn ESB-aðild og hefur hvergi sparað sig í þeim efnum. Sem forystuafl gegn ESB-aðild verður könnunin túlkuð sem táknrænn sigur ESB-andstæðinganna, enda öllum ljóst að vinstri grænir fara varla á Evrópuvagninn með Steingrím J. sem formann flokksins. Ég velti samt fyrir mér hvað gerðist ef það færu fram kosningar og Steingrímur J. næði þessari stöðu. Myndi Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin gera hann að forsætisráðherra sem leiðtoga vinstriblokkarinnar?
Efnahagskrísan og vantraustskosningin hefur merkilegt nokk þjappað Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingu saman í erfiðum ákvörðunum. Veita þarf þjóðinni trausta forystu og koma með lausnir. Í báðu hefur VG mistekist algjörlega, sérstaklega í stjórnarandstöðunni. Þeir eru óábyrgt afl á örlagatímum og hafa aldrei komið með neinar töfralausnir á stöðunni eða sýnt að þeir séu traustsins verðir.
Þessi könnun ber þess merki að vera gerð í hita erfiðra ákvarðana og erfiðri stöðu. Vonlaust er að velta fyrir sér hver yrðu kosningaúrslit yrði kosið innan árs. Enn á margt eftir að gerast. Rykið í sandstorminum á eftir að setjast og þá kemur fyrst í ljós hverjir standa eftir sem leiðtogar, hverjir verða foringjar nýrra tíma eftir krepputímana. Þeir verða að hafa eitthvað fram að færa.
![]() |
VG stærsti flokkurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2008 | 17:46
Friðsamlegur endir á skrílslátunum
Ég fagna því að skrílslátunum við Seðlabankann er lokið og lögreglan gat bundið enda á mótmælin með friðsamlegum hætti. Auðvitað hefði það orðið frekar sorglegt ef þetta hefði endað með ofbeldi á sjálfan fullveldisdaginn, á þeim degi þegar níutíu ár eru liðin frá því að landið fékk fullveldi. En ég tel að lögreglan hafi staðið sig vel, hún gaf mótmælendum mörg tækifæri til að fara og verður ekki sökuð um að hafa beitt ofbeldi, þó vissulega hefði það örugglega endað þannig hefði fólkið ekki farið.
Mér finnst samt þessi skrílslæti vanþroskuð afstaða til málanna. Ég held að það leysi engan vanda fyrir þjóðina að ráðast með látum inn í stofnanir í landinu og ætla að vera ofbeldisfull. Gott er að það tókst að koma í veg fyrir að þetta færi endanlega úr böndunum. Nóg var nú samt. Mun betra er að hugsa í lausnum og einbeita okkur virkilega fyrir því að koma landinu út úr þessum ógöngum. Ofbeldi og skemmdarverk leysa engan vanda.
![]() |
Mótmælendur farnir út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 17:09
Eru þetta bara krakkar sem eru að mótmæla?
Þeir sem eru ósáttir við stjórnvöld hljóta að geta mótmælt með málefnalegri hætti eða allavega komið með skilaboð sem eitthvað vit er í. Það sem nú gerist við Seðlabankann er frekar ómálefnalegt. Ofbeldi leysir engan vanda.
Annars hefur mér alltaf fundist eitthvað bogið við þá sem skreyta sig sem friðarsinna en beita ofbeldi þegar á reynir.
![]() |
Reynt að fá fólk út með góðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 16:37
Skrílslæti við Seðlabankann
Þeim er nú breytt í skrípaleik að vali nokkurra einstaklinga, stofna til skrílslæta að hætti umhverfismótmælenda sem hafa á sér miður gott orðspor. En eflaust var hægt að búast við þessu eftir lætin við lögreglustöðina um daginn. Þeir sem eru ákveðnir í að eyðileggja málefnaleg mótmæli hafa verið duglegir við að ganga lengra og fara fram á sínum forsendum.
Svo voru einhverjir svo auðtrúa að telja að laganeminn hafi verið að tala fyrir hugsunarlegri byltingu eða hvað hún annars sagði í Silfrinu í gær. Eitthvað blaður eins og lætin við Seðlabankann sýna. Þetta var það sem hún meinti á Austurvelli fyrir tæpri viku.
![]() |
Réðust inn í Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 12:26
Leitum lausna í stað þess að vera neikvæð
Glöggt er gests augað var forðum sagt. Datt þessi forni málsháttur í hug þegar ég las viðtalið við Claus Möller hjá TMI. Við eigum á þessum krísutímum mun frekar að reyna að leita lausna á vanda þjóðarinnar í stað þess að sökkva okkur í þunglyndi og hreina ömurð, þó vissulega sé það freistandi að gefast upp fyrir vandanum þegar að þrengir er það engin lausn á vandanum. Við þessa umhugsun er mér fyrst og fremst hugsað til stjórnmálamannanna sem hafa ekki náð að tala í lausnum við fólk.
Sérstaklega finnst mér stjórnarandstaðan hafa verið ábyrgðarlaus í einhliða neikvæðu tali og niðurdrepandi. Þar hefur aldrei verið talað í lausnum og með einhverja framtíðarsýn. Steingrímur J. Sigfússon talaði mjög oft um mikilvægi þess að gera eitthvað annað en stjórnvöld ákváðu en gat er á hólminn kom ekki komið með neina aðra lausn á vandanum eða talað stöðuna upp, aðeins talað hana niður og hjakka á neikvæðu atriðunum sem allir vissu.
Staðan er kannski ekki þannig að allir hafi framtíðarsýn til langs tíma. En það er mikilvægt að þeir stjórnmálamenn sem vilja vera ábyrgir og traustir tali í lausnum og skapi framtíðarsýn, ef það sé ósátt við stöðu þjóðarinnar komið með einhvern vegvísi til framtíðar.
![]() |
Íslendingar einblína á vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 10:13
Vinarhugur í raun - greiði með skilmálum
En auðvitað er vinargreiði mjög mikils virði. Þó það nú væri. Betra að fá einhvern greiða en engan. Við getum samt ekki sagt að norðurlandaþjóðirnar hafi stutt okkur hiklaust. Sá stuðningur fékkst ekki nema með uppgjöf á leiðinni. Þegar virkilega á reyndi var stuðningurinn háður skilmálum og viðurkenningu á umdeildri ábyrgð okkar allra á skuldum auðjöfranna hérna heima, þó vonandi takist að leysa þau mál án þess að framtíðarkynslóðir þurfi að axla þær byrðar.
En vissulega er það rétt hjá Geir að við munum hverjir eru vinir í raun og hverjir eru vinar á skilmálum.
![]() |
Íslendingar muna vinargreiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 00:04
Skiljanleg ólga á ríkisfréttastofunni
Ég er ekki hissa þó að ólgan blossi upp á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Niðurskurðurinn hjá RÚV hefur mikil áhrif á stöðu fréttastofunnar, sem skv. flestum mælingum, þykir jafnan hafa traustustu, vönduðustu og bestu fréttirnar sem völ er á hérlendis. Gæðin hljóta að minnka við þær aðstæður að álagið lendir á færri starfsmönnum, rétt eins og dagskrá Ríkisútvarpsins verður litlausari þegar svæðisstöðvarnar hætta dagskrárgerð og sinna aðeins því lágmarksverkefni að segja fréttir af útsendingarsvæði sínu.
En þetta eru erfiðir tímar fyrir fjölmiðla. Uppsagnir og niðurskurður verður væntanlega, því miður, eitt helsta fréttaefni fjölmiðlanna af sér sjálfum. Þó allir voni að þetta séu síðustu fréttirnar af umtalsverðum niðurskurði er óttast um hið versta. Dagblöðin eiga í vök að verjast og sjónvarpsstöðvarnar skera niður. Mitt í öllum niðurskurðinum þar sem hádegisfréttirnar voru slegnar af fannst mér samt svolítið sérstakt að sjá Stöð 2 auglýsa nýja Idol-þáttaröð eftir áramótin.
![]() |
Aðför að fréttastofunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |