Turnarnir þrír - heldur VG fylgisaukningunni?

Ég er ekki hissa á því þó ríkisstjórnin njóti lítils fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn eigi erfitt um þessar mundir. Ekki er vinsælt að vera við völd í efnahagskreppunni og tekur á að vera við stýrið í þeim ólgusjó. Enn og aftur er staðfest að turnarnir eru þrír í íslenskri pólitík um þessar mundir. VG er eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem getur grætt á stöðunni, enda eini flokkurinn þar sem hefur stöðu til að geta verið trúverðug í umræðunni, er hreint af útrásinni og hafði margoft varað við stöðunni án þess að nokkur hlustaði á. Þau græða því tímabundið hið minnsta á þessu.

Gleymum því þó ekki að VG náði tæpum 30% í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra en tókst ekki að sækja sér það fylgi er á hólminn kom - tapaði því niður á örskömmum tíma og bætti óverulega við sig. Úrslitin voru mikil vonbrigði fyrir VG, þó vissulega bættu þeir við sig fjórum þingmönnum. Eftir fylgismælingar upp á 20-30% og forystustöðu hér í Norðausturkjördæmi um nokkuð skeið mistókst Steingrími J. að sækja sér þessa stöðu og fór á taugum á mikilvægasta tíma. Enn er því spurt hvort VG geti frekar sótt sér forsætisráðherrastólinn í þessari stöðu.

Steingrímur J. kom mjög illa út úr vantraustskosningunni í síðustu viku. Hann missti stjórn á sér í þingsal og var ekki í jafnvægi. Hann var mjög veikburða sem leiðtogi veikrar stjórnarandstöðu og mistókst að koma sem einhver táknrænn sigurvegari úr þessari kosningu, ekki einu sinni tókst að þjappa stjórnarandstöðunni saman um að styðja tillöguna. Þegar kom að því að tala um lausnir á efnahagskreppunni hafði Steingrímur J. margt við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar að athuga en gat ekki komið með neinar lausnir sjálfur og var hlægilega lélegur í tali.

En staða VG nú er samt sem áður stórmerkileg. VG er harður gegn ESB-aðild og hefur hvergi sparað sig í þeim efnum. Sem forystuafl gegn ESB-aðild verður könnunin túlkuð sem táknrænn sigur ESB-andstæðinganna, enda öllum ljóst að vinstri grænir fara varla á Evrópuvagninn með Steingrím J. sem formann flokksins. Ég velti samt fyrir mér hvað gerðist ef það færu fram kosningar og Steingrímur J. næði þessari stöðu. Myndi Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin gera hann að forsætisráðherra sem leiðtoga vinstriblokkarinnar?

Efnahagskrísan og vantraustskosningin hefur merkilegt nokk þjappað Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingu saman í erfiðum ákvörðunum. Veita þarf þjóðinni trausta forystu og koma með lausnir. Í báðu hefur VG mistekist algjörlega, sérstaklega í stjórnarandstöðunni. Þeir eru óábyrgt afl á örlagatímum og hafa aldrei komið með neinar töfralausnir á stöðunni eða sýnt að þeir séu traustsins verðir.

Þessi könnun ber þess merki að vera gerð í hita erfiðra ákvarðana og erfiðri stöðu. Vonlaust er að velta fyrir sér hver yrðu kosningaúrslit yrði kosið innan árs. Enn á margt eftir að gerast. Rykið í sandstorminum á eftir að setjast og þá kemur fyrst í ljós hverjir standa eftir sem leiðtogar, hverjir verða foringjar nýrra tíma eftir krepputímana. Þeir verða að hafa eitthvað fram að færa.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Hvernig færu næstu kosningar í mars-apríl?

 Fyrir tæpum mánuði gerði ég þessa spá. Hún er enn í fullu gildi.

Hvernig færu næstu þingkosningar í mars-apríl?

Margt breyttist á þingi ef boðað yrði til kosninga nú fljótlega.

Sjálfstæðisflokkurinn mun klofna og nýtt framboð evrópusinna innan sjálfstæðisflokksins biði fram sér lista.

 Þá yrði líklega hallarbylting í Framsóknarflokknum og evrópusinnar næðu þar völdum.

Spá um fylgi ef kosið yrði í mars.

Samfylkingin  35%

VG     20%

Sjálfstæðisflokkur  15%

Klofningurinn 15%

Framsókn 10%

Frjálslyndir 5%

Kjósandi, 1.12.2008 kl. 23:52

2 identicon

Ef ég væri spurður í könnun (ekki alvörukosningar) hvað ég mundi kjósa, fengi Steingrímur J eða VG aðkvæði mitt, en íalvöru kosningurm kýsi ég þá ekki og hef aldrei gert. eb

eb (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband