Nauðsynlegt að stokka upp í ríkisstjórninni

Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkuð skeið að mikilvægt sé að einhverjir ráðherrar, allavega fjármála- og viðskiptaráðherra, axli ábyrgð á bankahruninu og víki. Ég fagna því að sjálfsögðu þeim tíðindum að uppstokkun í ríkisstjórninni sé í kortunum. Sú uppstokkun er mjög mikilvæg eigi þessi ríkisstjórn að sitja áfram og endurvinna sér traust almennings í verkefnum næstu mánaða. Mér líst mjög vel á að Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson séu nefndir sem nýjir ráðherrar af hálfu Sjálfstæðisflokksins.

Umfram allt er mikilvægt að þessari ríkisstjórn takist að eiga nýtt upphaf, traust og gott, eigi henni að takast að vera farsæl í verkum sínum. Þar þarf að vinna heiðarlega að málum og samhent, en ekki með hótunum og ómerkingshætti eins og fram kom í tali Ingibjargar Sólrúnar í gær. Hallast ég þó að því að það sé einn spuni í gegn.


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gerald fer í samkeppni við Bónusfeðga

Ég fagna því mjög að Jón Gerald Sullenberger ætli í samkeppni við Bónusfeðga á lágvöruverðsmarkaði. Góð samkeppni er alltaf mikilvæg og skiptir sérstaklega máli núna þegar sjá má merki þess, allavega hér á Akureyri, að Bónus er að færast nær öðrum verslunum í verði, er ekki langt frá Nettó í verði hér og minni munur sé á milli verslananna en áður var. Heilbrigð og góð samkeppni er eitthvað sem við ættum öll að vilja.

Ef Jón Gerald telur sig geta farið í þá samkeppni með alvöru verslun og lág verð er það hið besta mál.


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorleifi tekst að lægja öldur

Tölvupóstsmistök Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa, hafa verið mikið í fréttum og sitt sýnist hverjum um málið. Margir hafa krafist afsagnar hans í bloggfærslum og viðbrögðum við fréttaskrifin á netinu, þar á meðal ég. Mér finnst samt málið horfa öðruvísi við eftir yfirlýsingu foreldra stúlkunnar þar sem þau fyrirgefa honum bréfaskrifin.

Í gær mátti skilja málið sem svo að þau væru ósátt við póstinn og opinberun nafnsins. Þar urðu Þorleifi vissulega á mikil mistök, sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Mér finnst óþarfi að Þorleifur segi af sér, ef hann hefur náð að lægja öldur og leysa málið við stúlkuna og foreldrana. Með því hefur hann gert hið rétta.

En þessi mistök voru engu að síður mjög alvarleg og vekja umræðu um trúnaðarsamskipti kjörinna fulltrúa og þeirra sem leita með persónuleg trúnaðarmál sín þangað. Mikilvægt er að passað sé vel upp á þann trúnað.

Um leið var rætt um pólitíska ábyrgð á öðrum forsendum. Vinstrimenn sem kallað hafa eftir ábyrgð gleymdu því orði alveg í þessu máli og reyndu að verja það áður en ljóst var hver staða þeirra er. Merkilegt vissulega.

mbl.is Álasa ekki Þorleifi fyrir bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband