6.2.2009 | 18:15
Jóhanna treystir ekki bankaráðinu og Ásmundi
Ég túlka ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um bankastjóraráðningu Ásmundar Stefánssonar í Landsbankanum sem vantraust á hann og bankaráðið sem hann stýrði á síðustu mánuðum. Því er svolítið sérstakt að hún hafi ekki beitt sér fyrir auglýsingum á bankastjórum áður en til þessa útspils með Ásmund kom. Er þetta ekki forsætisráðherra þjóðarinnar og er ekki Ásmundur í bankaráðinu á kvóta Samfylkingarinnar? Er samskiptaleysið algjört á milli aðila? Var allt talið um auglýsingar á bankastjórum einn leikaraskapur?
Jóhanna verður reyndar að gera sér grein fyrir því að hún ber fulla ábyrgð eftir setu í síðustu ríkisstjórn á bankahruninu og ekki heyrðist mikið um varnaðarorð frá henni, eins og Kjartan Gunnarsson, lögfræðingur, bendir á í góðri grein í Mogganum í dag. Eigi allir sem voru á vaktinni í haust að fara hlýtur forsætisráðherrann Jóhanna að víkja af vettvangi. Ekki er bæði hægt að gagnrýna þá sem voru á vaktinni og lofsyngja þá um leið. Sama gildir um alla.
Ég velti fyrir mér hvort Jóhanna sé eingöngu að reyna að slá vinsældakeilur með tali sínu eða hvort það sé ekta. Sé það í raun ekta ætti að vera búið að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem ráða för í Landsbankanum. Vantraustið virðist allavega algjört á milli Stjórnarráðs og Landsbanka.
Jóhanna verður reyndar að gera sér grein fyrir því að hún ber fulla ábyrgð eftir setu í síðustu ríkisstjórn á bankahruninu og ekki heyrðist mikið um varnaðarorð frá henni, eins og Kjartan Gunnarsson, lögfræðingur, bendir á í góðri grein í Mogganum í dag. Eigi allir sem voru á vaktinni í haust að fara hlýtur forsætisráðherrann Jóhanna að víkja af vettvangi. Ekki er bæði hægt að gagnrýna þá sem voru á vaktinni og lofsyngja þá um leið. Sama gildir um alla.
Ég velti fyrir mér hvort Jóhanna sé eingöngu að reyna að slá vinsældakeilur með tali sínu eða hvort það sé ekta. Sé það í raun ekta ætti að vera búið að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem ráða för í Landsbankanum. Vantraustið virðist allavega algjört á milli Stjórnarráðs og Landsbanka.
![]() |
Óánægð með Landsbankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 17:46
Sigmundur Ernir heldur heim og fer í framboð
Ég held að það sé hið besta mál að Akureyringurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson ætli að fara út í pólitík og sækjast eftir metorðum. Pólitíkin hefur alltaf blundað í Simma, þó aldrei hafi hann verið flokkspólitískur og virkur á þeim vettvangi, enda verið hinumegin við borðið ef svo má segja sem fréttaskýrandi, þjóðmálaspekúlant og spyrill um pólitísk átakamál. Verður mjög áhugavert að sjá hann í þessu nýja hlutverki og hvernig honum muni ganga að lífga upp á staðnaðan framboðslista og þingmannahóp Samfylkingarinnar sem hefur verið eins síðan kjördæmið varð til árið 2003.
Lára Stefánsdóttir, vinkona mín, hefur nú ákveðið að hætta pólitískum afskiptum eftir að hafa tvisvar verið nálægt því að komast á þing en orðið undir fyrir mönnum í baráttusætum Framsóknar. Hún var hársbreidd frá kjördæmakjöri árið 2003 þegar Birkir Jón náði sætinu í lokatölum og var inni mestalla kosninganóttina 2007 sem jöfnunarmaður þar til Höskuldur Þórhallsson náði sætinu. Eftirsjá er af Láru í framboði en ég skil ákvörðun hennar sem svo að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með stuðning héðan frá Akureyri í síðasta prófkjöri þegar hún barðist við Einar Má um annað sætið.
Væntanlegt prófkjör Samfylkingarinnar virðist ætla að verða vettvangur stórra tíðinda, enda er Akureyrarsætið í forystu listans laust með ákvörðun Láru. Eðlilegt er að þeir sem héðan koma og hyggja á framboð ætli að breyta því í þingsæti, taka sætið af Austfirðingnum Einari Má enda verður varla hróflað við ráðherranum Kristjáni Möller. Ég hef heyrt talað um mörg ný nöfn. Væntanlega mun Helena Karlsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hér á Akureyri og ritari flokksins, sækjast eftir þingsæti og ég hef heyrt talað um Benedikt Sigurðarson og Loga Má Einarsson.
Svo verður fróðlegt að sjá hverjum Austfirðingar tefla fram. Varla mun verða stemmning fyrir því um allt kjördæmið að stilla upp þeim fóstbræðrum Kristjáni og Einari aftur upp efst á lista án teljanlegra breytinga. Innkoma Sigmundar Ernis hristir duglega upp í framboðspælingunum. Simmi er þekkt andlit en svo verður að ráðast hvort hann heillar flokksmenn í prófkjörinu og verði það nýja andlit sem getur rifið flokkinn upp, en hann missti þónokkuð fylgi í síðustu kosningum.
Lára Stefánsdóttir, vinkona mín, hefur nú ákveðið að hætta pólitískum afskiptum eftir að hafa tvisvar verið nálægt því að komast á þing en orðið undir fyrir mönnum í baráttusætum Framsóknar. Hún var hársbreidd frá kjördæmakjöri árið 2003 þegar Birkir Jón náði sætinu í lokatölum og var inni mestalla kosninganóttina 2007 sem jöfnunarmaður þar til Höskuldur Þórhallsson náði sætinu. Eftirsjá er af Láru í framboði en ég skil ákvörðun hennar sem svo að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með stuðning héðan frá Akureyri í síðasta prófkjöri þegar hún barðist við Einar Má um annað sætið.
Væntanlegt prófkjör Samfylkingarinnar virðist ætla að verða vettvangur stórra tíðinda, enda er Akureyrarsætið í forystu listans laust með ákvörðun Láru. Eðlilegt er að þeir sem héðan koma og hyggja á framboð ætli að breyta því í þingsæti, taka sætið af Austfirðingnum Einari Má enda verður varla hróflað við ráðherranum Kristjáni Möller. Ég hef heyrt talað um mörg ný nöfn. Væntanlega mun Helena Karlsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hér á Akureyri og ritari flokksins, sækjast eftir þingsæti og ég hef heyrt talað um Benedikt Sigurðarson og Loga Má Einarsson.
Svo verður fróðlegt að sjá hverjum Austfirðingar tefla fram. Varla mun verða stemmning fyrir því um allt kjördæmið að stilla upp þeim fóstbræðrum Kristjáni og Einari aftur upp efst á lista án teljanlegra breytinga. Innkoma Sigmundar Ernis hristir duglega upp í framboðspælingunum. Simmi er þekkt andlit en svo verður að ráðast hvort hann heillar flokksmenn í prófkjörinu og verði það nýja andlit sem getur rifið flokkinn upp, en hann missti þónokkuð fylgi í síðustu kosningum.
![]() |
Sigmundur Ernir í pólitíkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 16:56
Óeðlileg harka eða skynsamleg vörn lögreglunnar
Ég held að mikil oftúlkun sé að lögreglan hafi ætlað að beita óeðlilegri hörku gegn mótmælendum. Lögreglan sýndi mótmælendum mikið svigrúm allt þar til ráðist var gegn þinghúsinu og þegar reynt var að drepa lögreglumenn við Stjórnarráðið. Ekki er hægt að túlka grjótkastið gegn lögreglu síðla janúar annað en manndrápstilraun. Kannski hefur sú atburðarás aukið áhuga lögreglu að svara fyrir sig en greinilegt er að Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hefur þá staðið í vegi fyrir því. Túlkun Haraldar Johannessen gefur reyndar til kynna að þessar sögusagnir séu þvættingur.
Að undanförnu hefur mér fundist virðing fyrir lögreglunni minnka til muna. Aðförin að henni í mótmælunum í janúar var lágkúruleg og engum til sóma, enda var augljóst að samhugur með lögreglunni jókst í kjölfarið. Þeir sem þar starfa eru aðeins að sinna sinni vinnu og hafa ekkert af sér gert til að verðskulda slíka lágkúru. Ég vona að flestir sjái að lögreglan vinnur fyrir okkur öll og á að njóta virðingar landsmanna.
Að undanförnu hefur mér fundist virðing fyrir lögreglunni minnka til muna. Aðförin að henni í mótmælunum í janúar var lágkúruleg og engum til sóma, enda var augljóst að samhugur með lögreglunni jókst í kjölfarið. Þeir sem þar starfa eru aðeins að sinna sinni vinnu og hafa ekkert af sér gert til að verðskulda slíka lágkúru. Ég vona að flestir sjái að lögreglan vinnur fyrir okkur öll og á að njóta virðingar landsmanna.
![]() |
Vildi ekki beita meiri hörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 11:05
Glæsilegur sigur hjá Vöku
Ég má til með að óska hinu góða fólki í forystu Vöku til hamingju með glæsilegan sigur í háskólakosningunum. Sigur Vöku er mjög merkilegur einkum á þessum tímum þegar vinstristjórn tekur við völdum í landinu og þegar allt talið um vinstrisveiflu í samfélaginu hefur glumið í eyrunum á okkur síðustu vikurnar. Þetta er táknrænn og glæsilegur sigur. Innilegar hamingjuóskir til Vökuliða allra!
![]() |
Vaka sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |