10.3.2009 | 17:23
Stórbruni í Síðumúla
![]() |
Eldur í Síðumúla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 15:27
Mikilvægt að leggja meira í rannsóknina
Fyrirlestur Evu Joly í dag gefur til kynna að hún telur að menn hafi misnotað aðstöðu sína umtalsvert og farið yfir strikið. Ástæða er til að ætla að það sé rétt. Efasemdir hafa aðeins aukist um málið eftir að meira hefur komið í ljós. Þetta virðist vera mikið fen spillingar og óráðsíu. Vanda þarf öll verk í þeirri rannsókn og tryggja að allt sé gert eins fagmannlega og best verður á kosið.
![]() |
Gagnrýnir fámenna rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 14:37
Eva Joly veitir ráðgjöf - skynsamleg ákvörðun
Eva Joly er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar á spillingu og fjármálabrotum víða í Evrópu og hefur verið rannsóknardómari í Frakklandi. Aðkoma hennar er mikilvæg fyrir okkur, enda þurfum við ráðleggingar manneskju sem hefur átt við svona mál áður og kann til verka, með þeim íslensku aðilum sem hafa verið valdir í verkefnið.
![]() |
Eva Joly sérstakur ráðgjafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 13:07
Aumingja Baugur kveinkar sér enn einu sinni
Mikið ósköp og skelfing er orðið leiðinlegt og þreytandi að hlusta á þetta væl í forsvarsmönnum fyrirtækisins Baugs. Alltaf er það öðrum að kenna ef eitthvað aflaga fer og umræða um hreinar staðreyndir er auðvitað aðför vondra manna að fyrirtækinu. Þetta er orðið vægast sagt fyrirsjáanlegt og hundleiðinleg umræða. Held að flestir séu farnir að sjá í gegnum þessa vitleysu, sem hefur staðið alltof lengi. Lengi vel gátu þeir reddað sér með því að kenna vissum mönnum um einhverja herferð gegn sér. Nú er sú spilaborg fallin yfir þá sjálfa.
Steininn tók endanlega úr þegar Jón Ásgeir ætlaði að kenna Davíð Oddssyni um verklag bankanna gegn Baugi, þegar þeir gengu að þeim fyrir nokkrum vikum. Þá var ný ríkisstjórn komin til valda og þá fyrst fóru hinir staðföstu varnarjálkar Baugs að gefa eftir, enda trúði enginn maður að Davíð gæti sagt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir verkum, hvað þá gefið henni ordrur um verk og ákvarðanir. Þessi margfræga vitleysa féll kylliflöt og ekki var búst í að taka hringekjuna enn einn hringinn.
Sama gerist nú. Hver trúir þessu fjandans væli um að allir séu svo vondir við Baug og vilji gera þeim allt hið versta. Menn hafa kallað þetta yfir sig sjálfir. Þeir eiga nú að hætta þessum blekkingarleik og fara að standa fyrir máli sínu eins og menn en ekki væludúkkur.
![]() |
Baugur: Segja fullyrðingar rangar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 11:11
Þingið þarf að starfa í sumar - virðing þingsins
Funda verður í sumar að einhverju leyti á Alþingi. Mikilvægast af öllu er að Alþingi endurheimti virðingu sína og verði falin alvöru verkefni og verkstjórn í málum, í stað þess að ráðherraræðið verði algjört. Minnihlutastjórnin var ekki lengi að svíkja loforð sitt um lýðræðisleg vinnubrögð. Starfsaldursforsetarnir Jóhanna og Steingrímur voru ekki lengi að valta yfir þingræðið með ákvarðanir og vildu ráða hraðanum þar.
Þingræði á að vera staðreynd en ekki orð á blaði. Því þarf nýtt þing að vinna vel, bæði til að vera vandanum vaxinn, sjálfstæð stofnun þar sem verkin eru unnin, en ekki afgreiðslustofnun ráðherranna einvörðungu. Leita þarf að virðingu Alþingis í þeim rústum sem þessi minnihlutastjórn skilur eftir sig.
![]() |
Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |