17.3.2009 | 21:40
Andlit illskunnar afhjúpað án möppunnar

Josef Fritzl hefur verið nefndur andlit illskunnar í austurrískum fjölmiðlum, sem hafa ekki hikað við að niðurlægja hann, gera grín að honum og uppnefna, ekki að ástæðulausu. Fritzl hefur ekki þorað að sýna andlit sitt í réttarhöldunum og hefur falið það í blárri möppu, fullri af gögnum, til þess að fjölmiðlar geti ekki myndað svipbrigði hans. Fyrsta myndin af honum án möppunnar hefur farið á alla fréttavefi í heiminum í dag. Varð auðvitað fyrirsögn strax á fréttamiðlum að þeir hefðu náð bráðinni.
Pressan lýsir Fritzl sem aumingja, hann sé heigull að sýna ekki andlit sitt. Tek undir það. Dómurinn yfir honum verður þungur, bæði af hálfu dómstóla og almennings. Sálfræðilega er mikilvægt að skyggnast inn í svo sýktan huga; fá svör við spurningunum áleitnu og átta sig á því afli sem knúði hann í þennan blekkingarleik og misnotkun á eigin barni.
Og hvernig er hægt að færa afkomendur blóðskammarinnar lífið, sum eru um tvítugt fyrst að upplifa lífið. Áleitin viðfangsefni blasa við til að gefa þolendum tækifæri til að upplifa það líf sem við teljum sjálfsagðast af öllu í veröldinni. Og þessi hundingi fær þungan skell og á hann skilið.
![]() |
Fritzl sýnir andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2009 | 18:01
Ómálefnaleg viðbrögð við tillögum Tryggva Þórs
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sem hafa engar alvöru tillögur komið með til bjargar heimilum landsins og efnahag þjóðarinnar, slógu ómálefnalega og ómerkilega út af borðinu tillögur Tryggva Þórs Herbertssonar, hagfræðings, í dag. Eina sem fjármálaráðherrann, sem er jarðfræðingur eins og flestir muna, hafði fram að færa væri að banki undir stjórn Tryggva Þórs hefði ekki gengið vel í aðdraganda alþjóðlegs efnahagshruns.
Hvernig er það, hafa þessir forystumenn þjóðarinnar ekkert fram að færa í efnahagsmálum nema fimmaurabrandara? Ef þau ætla að gagnrýna tillögur Tryggva Þórs væri þá ekki nær að þau kæmu með einhverjar tillögur og sýndu að þau væru að gera eitthvað annað en búa til brandara þegar vantar leiðsögn í þessu landi, alvöru forystu.
Hvernig er það, hafa þessir forystumenn þjóðarinnar ekkert fram að færa í efnahagsmálum nema fimmaurabrandara? Ef þau ætla að gagnrýna tillögur Tryggva Þórs væri þá ekki nær að þau kæmu með einhverjar tillögur og sýndu að þau væru að gera eitthvað annað en búa til brandara þegar vantar leiðsögn í þessu landi, alvöru forystu.
Hvaða tillögur hafa stjórnvöld fram að færa til lausnar hinum aðsteðjandi og augljósa vanda sem blasir við heimilum landsins? Nú duga engir fimmaurabrandarar frá þeim sem ráða för!
![]() |
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 12:05
Heiðarleiki í vafa - tengsl Logos við Baug ljós

Tilraunir forsvarsmanna lögfræðistofunnar Logos að neita tengslum við Baug voru pínlega vandræðalegar. Heiðarleikinn var undir og þeir glötuðu honum sjálfir með því að reyna að ljúga sig frá augljósum staðreyndum. Myndin af Jóni Ásgeiri, að koma út úr húsakynnum Logos eftir krísufund vegna FL Group, er nóg ein og sér til að vekja efasemdir, ekki þarf að grafa dýpra. Mér finnst þetta afleitt.
Þeir sem eiga að taka að sér stærsta gjaldþrotamál í Íslandssögunni standa ekki undir lágmarks kröfum um heiðarleika, þeir misstu hann á fyrsta degi. Svo er ljóst nú að skiptastjórinn kom eigum sínum undan. Ekki glæsilegur upphafsreitur sem hann er á þessi maður.
Þetta verður að taka fyrir frá grunni og skipta um þann sem heldur utan um þetta risavaxna gjaldþrot. Trúverðugleikinn er undir, heiðarleikinn er þegar farinn.
![]() |
Víðtæk tengsl við Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2009 | 00:42
Eiga leikskólastarfsmenn að geta slegið börn?
Lágmarks krafa sem hægt er að gera til þeirra sem treyst er fyrir að passa börn eða sjá um þau í leik- eða grunnskóla er að hugsa vel um þau og beita þau ekki ofbeldi eða ráðast að þeim. Mál starfsmannsins sem sló tæplega fimm ára gamalt barn hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um að ekki eigi undir nokkrum kringumstæðum að hafa slíkt fólk í þessu verki. Því á að segja upp störfum án hiks og ekki á að gefa þeim neitt tækifæri til að halda áfram störfum eins og ekkert hafi í skorist.
Þetta er grundvallaratriði. En lögin vernda vissulega starfsmenn frá uppsögn og það virðist þurfa langt ferli til að þeir víki úr starfi. Í þessum efnum þarf að geta tekið á málum fljótt og vel. Enginn vill að einstaklingur sem hefur misst stjórn á skapi sínu af slíkum ofsa að slá smábarn passi sín börn eftir það.
Þetta mál opnar vissulega aðra umræðu og það er hvenær er virkilega hægt að treysta öðrum fyrir að passa börn. Hún á að vera óþörf en hlýtur að verða opinber þegar slíkt gerist hjá stofnun sem treyst er fyrir miklu verkefni. Þessi vafi á ekki að þurfa að vera til staðar.
Þetta er grundvallaratriði. En lögin vernda vissulega starfsmenn frá uppsögn og það virðist þurfa langt ferli til að þeir víki úr starfi. Í þessum efnum þarf að geta tekið á málum fljótt og vel. Enginn vill að einstaklingur sem hefur misst stjórn á skapi sínu af slíkum ofsa að slá smábarn passi sín börn eftir það.
Þetta mál opnar vissulega aðra umræðu og það er hvenær er virkilega hægt að treysta öðrum fyrir að passa börn. Hún á að vera óþörf en hlýtur að verða opinber þegar slíkt gerist hjá stofnun sem treyst er fyrir miklu verkefni. Þessi vafi á ekki að þurfa að vera til staðar.
![]() |
Hefur verið sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 00:22
Prófkjörshugleiðingar
Ég er mjög ánægður með hversu vel tókst til í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna um helgina. Allt skipulag og vinnuferlið gekk mjög vel og ég er sáttur með niðurstöðuna. Tel að þetta sé góður listi sem flokksmenn völdu og er sérstaklega sáttur við að við fengum Tryggva Þór Herbertsson í framboð. Hann hefur allavega ekki átt erfitt með að komast í umræðuna og hefur stimplað sig allhressilega inn í pólitíkina.
Á kjördegi var ég að vinna í Oddeyrarskóla, enda í kjörstjórn. Við áttum góðan dag saman, enda öflugt fólk að vinna þar saman og spjallið var skemmtilegt í kjördeildum eða kaffipásunum. Vil þakka Önnu Þóru, Bjössa, Mæju, Jóni Oddgeiri, Sigrúnu Björk, Bjarna, Gullu, Oktavíu, Gunni, Þóru, Jóni Viðari, Kolbrúnu, Sölva, Þórði, Benjamín, Önnu Jenný og öllum öðrum fyrir skemmtilega samvinnu í þessu ferli.
Sérstakar þakkir fær Helga Ingólfs fyrir frábærar veitingar og halda vel utan um kaffideildina á kjörstað. Þetta er frábært teymi. :)
Á kjördegi var ég að vinna í Oddeyrarskóla, enda í kjörstjórn. Við áttum góðan dag saman, enda öflugt fólk að vinna þar saman og spjallið var skemmtilegt í kjördeildum eða kaffipásunum. Vil þakka Önnu Þóru, Bjössa, Mæju, Jóni Oddgeiri, Sigrúnu Björk, Bjarna, Gullu, Oktavíu, Gunni, Þóru, Jóni Viðari, Kolbrúnu, Sölva, Þórði, Benjamín, Önnu Jenný og öllum öðrum fyrir skemmtilega samvinnu í þessu ferli.
Sérstakar þakkir fær Helga Ingólfs fyrir frábærar veitingar og halda vel utan um kaffideildina á kjörstað. Þetta er frábært teymi. :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)