Eiga leikskólastarfsmenn að geta slegið börn?

Lágmarks krafa sem hægt er að gera til þeirra sem treyst er fyrir að passa börn eða sjá um þau í leik- eða grunnskóla er að hugsa vel um þau og beita þau ekki ofbeldi eða ráðast að þeim. Mál starfsmannsins sem sló tæplega fimm ára gamalt barn hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um að ekki eigi undir nokkrum kringumstæðum að hafa slíkt fólk í þessu verki. Því á að segja upp störfum án hiks og ekki á að gefa þeim neitt tækifæri til að halda áfram störfum eins og ekkert hafi í skorist.

Þetta er grundvallaratriði. En lögin vernda vissulega starfsmenn frá uppsögn og það virðist þurfa langt ferli til að þeir víki úr starfi. Í þessum efnum þarf að geta tekið á málum fljótt og vel. Enginn vill að einstaklingur sem hefur misst stjórn á skapi sínu af slíkum ofsa að slá smábarn passi sín börn eftir það.

Þetta mál opnar vissulega aðra umræðu og það er hvenær er virkilega hægt að treysta öðrum fyrir að passa börn. Hún á að vera óþörf en hlýtur að verða opinber þegar slíkt gerist hjá stofnun sem treyst er fyrir miklu verkefni. Þessi vafi á ekki að þurfa að vera til staðar.

mbl.is Hefur verið sagt upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það var nokkuð sérkennilegt að sjá það dögum saman, að ekki væri hægt að segja viðkomandi starfsmanni upp  -fyrir þær sakir að hafa slegið smábarn a.m.k. í þrígang.

Barnið kann að hafa verið erfitt, en fólk sem getur ekki brugðist við slíku án barssmíða á ekki að starfa á barnaheimilum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 02:35

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Er ekki komin tími til að gera foreldrum kleyft að sjá sjálf um uppeldi barna sinna en ekki neyða þau til að koma börnum sínum fyrir á uppeldisstofnunum?

Elías Theódórsson, 17.3.2009 kl. 09:57

3 Smámynd: Bryndís Haraldsdóttir

Vekur enn og aftur upp spurningar um lög um opinbera starfsemnn sem eru hreint út sagt fáránleg.  Það að leiksskólastjórinn hafi í þessu tilfelli ekki haft heimild til að segja starfsmanninum upp eftir fyrsta brot er algjörlega ólíðandi.  Að opinberir starfsenn þurfi að fá skriflega áminningu og að vera áminntir þrisvar sinnum fyrir sama brot áður en megi segja þeim upp er algjörlega óásættanlegt. 

Bryndís Haraldsdóttir, 17.3.2009 kl. 10:14

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Fólk á ekki að þurfa að treysta "hverjum sem er" fyrir að passa börnin og eftirlit ætti að vera virkt og stöðugt. Hvernig því væri háttað þyrfti að taka fyrir, en ljóst má vera að fylgjast þarf með því að líkamlegum refsingum og þaðan af verra sé alls ekki liðið. Börnin okkar eru það eina sem virkilega skiptir máli í veröldinni - Stuðningskerfið þarf að vera virkt við þau.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.3.2009 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband