6.3.2009 | 23:18
The best way to rob a bank is to own one!
En við hverju mátti svosem búast. Íslenska hrunið og eftirmáli þess hefur opnað fyrir okkur sorglegustu hliðarnar í íslensku þjóðarsálinni, hliðar siðleysis og græðgi sem loksins varð okkur öllum að falli. Verst af öllu er að við hlustuðum ekki nógu vel á þá sem voru að vara við og þjóðin svaf að mestu á verðinum. Jónína Benediktsdóttir hafði t.d. varað við þessu í Kaupþingi og Baugi árum saman.
Til að lýsa þessum ósóma í Kaupþingi er best að líta til William Kurt Black. Árið 2005 ritaði hann bókina The best way to rob a bank is to own one. Þetta spakmæli virðist vera yfirskrift þess sem gekk á í Kaupþingi og væntanlega öllum bönkunum hérlendis.
![]() |
Lánuðu sjálfum sér milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 19:26
Ólga hjá VG í NA - frambjóðendum mismunað?
Greinilegt er að mikil ólga er innan VG með úrslit forvalsins hér í Norðausturkjördæmi, þar sem engin endurnýjun varð og ungu fólki var sérstaklega hafnað og þeim sem þorðu að fara fram gegn Steingrími J. Sú kjaftasaga hefur verið mjög hávær í umræðunni hér á Akureyri að frambjóðendum hafi verið mismunað í forvalinu hjá VG í kjördæminu. Þeim hafi ekki verið heimilaður aðgangur að kjörskrá, félagatali flokksins, og helstu gögnum sem teljast sjálfsögð frá flokksskrifstofu til frambjóðenda, og bannað að auglýsa.
Augljóst er að Steingrímur J. Sigfússon var mjög ósáttur við að Hlynur Hallsson skyldi nefna framboð í fyrsta sætið, gegn sér, og nefndi þrjú fyrstu sætin, enda augljóst samkvæmt flokksreglum að yrði Steingrímur efstur yrði kona í öðru sætinu óháð atkvæðafjölda. Mikið hefur verið talað um að Steingrímur J. hafi myndað blokk, valið fólk í lest og látið kjósa hann inn og ekki viljað neina nýliðun í efstu sætin.
Sú niðurstaða er augljós þegar litið er á úrslitin og hversu neðarlega Hlynur varð. Þessi niðurstaða vekur athygli hér á Akureyri, enda hefur Hlynur verið mjög áberandi við að tala máli VG en ekki gengið alltaf í takt með formanninum og lagði sérstaklega í metnaðarfullt framboð, ekkert síður gegn Steingrími en Þuríði Backman og Birni Val Gíslasyni. Þessi niðurstaða hefur líka vakið mikla athygli.
Ég heyri þær kjaftasögur, og þær eru staðfestar á netmiðlum í dag, að sama hafi gerst í Norðvesturkjördæmi þar sem Grímur Atlason skoraði Jón Bjarnason á hólm. Bannað að auglýsa og ekki aðgangur að flokksskrá. Varla er við því að búast að hægt sé að vinna prófkjör þegar svo ójafn aðgangur er að lykilgögnum. Myndaður er varnarveggur um Steingrím og Jón.
Þetta er lýðræðið í sinni merkilegustu mynd hjá vinstrimönnum, sem svo hátt tala um að lýðræðið eigi að vera virkt hjá öllum nema þeim sjálfum.
6.3.2009 | 17:49
Grátlegt að tapa á lokamínútunum
Ekki fer á milli mála að þetta landslið hefur verið að blómstra - þjálfari og leikmenn samstíga í góðum verkum. Þarna er gott starf til fjölda ára að skila sér svo sannarlega. Nýjir tímar þar.
Tapið er ömurlegt en það gengur betur næst!
![]() |
Bandarískt mark í blálokin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 16:41
Tryggja þarf endurnýjun í Suðurkjördæmi
Ég held að staða þeirra sé hinsvegar mjög veik og undrast framsetninguna, enda tel ég að flokkurinn þurfi sérstaklega á endurnýjun að halda. Ekki er mikið talað um nýja öfluga frambjóðendur í forystusætum í þessari upptalningu og frekar reynt að draga úr möguleikum þeirra. Undrast þessa framsetningu og velti fyrir mér hvað vaki eiginlega fyrir þeim sem skrifar þessa fréttaskýringu. Þetta er umhugsunarefni allavega.
Mér finnst mikilvægt að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi tryggi endurnýjun á framboðslista sínum þegar þeir fá tækifæri nú við brotthvarf Árna Mathiesen úr stjórnmálaforystu. Ég ætla að vona að Ragnheiður Elín Árnadóttir fái góða kosningu í leiðtogastólinn og Unnur Brá Konráðsdóttir nái öðru sætinu. Þær eru öflugar og traustar og eiga að vera í forystusveitinni í kjördæminu.
Hvet flokksmenn til að kjósa þær í prófkjörinu og tryggja endurnýjun í forystusveitinni.
![]() |
Fréttaskýring: Endurnýjun í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 14:47
Kosningabragur á atvinnutillögum vinstrimanna
Mikla athygli mína vakti að sérstaklega er talað um að þeim eigi að fjölga sem hljóti listamannalaun og ekki er það undrunarefni að þetta er talið upp síðast í þessari upptalningu. Eins og við er að búast er talað gegn því að skapa störf í orkufrekum iðnaði beint með álveri í Helguvík og á Bakka en gælt við það á öðrum sviðum. Enda er greinilegt að vinstri grænir leggjast gegn beinni slíkri atvinnusköpun en hafa það fram að færa að fjölga beri fólki á listamannalaunum og gróðursetningu. Þetta er svolítið vinstri græn áhersla.
En hvað með það. Held að það sé visst ánægjuefni að Eyjólfur, eða ætti maður kannski frekar að segja Steingrímur, hressist og ætli að gera eitthvað fyrir kosningar annað en telja ráðherralyklana sína og lækka röddina í takt við valdasessinn. En það er mikil kosningalykt af þessu, vægast sagt. En hvernig er það, er ekki óábyrgt að hækka listamannalaunin?
![]() |
Ætla að skapa 4000 ársverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2009 | 00:43
Unglingaátökin í Reykjavík
Þegar unglingar eru farnir að slást með hnífum er oft mjög stutt í skelfilegan harmleik. Öll munum við eftir sorglegum málum í London þar sem ungmenni hafa dáið eftir hnífaárásir í slagsmálum þar sem hópast er á einn stundum eða einhver saklaus áhorfandi verður fyrir stungu. Þetta er þróun sem við höfum heyrt af í fjölmiðlum en viljum ekki að verði íslenskur veruleiki.
Eðlilegt er að hugleiða hvert stefnir í slíkum ofbeldismálum, hvort þetta sé einangrað tilfelli eða almennur vandi sem er að koma í ljós.
![]() |
Átök milli ungmenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |