Tryggja þarf endurnýjun í Suðurkjördæmi

Mér finnst fréttaskýringar Moggans um kjördæmamál í aðdraganda kosninga svolítið sérstakar, svo ekki sé meira sagt. Orðalagið er undarlegt oft á tíðum og athygli vekur hvernig sumum er hampað og öðrum ekki. Í greininni um Suðurkjördæmi er talað um endurnýjun í fyrirsögn. Þegar kemur að skrifum um Sjálfstæðisflokkinn þar sem leiðtoginn Árni Mathiesen gefur ekki kost á sér til endurkjörs eru sitjandi þingmenn mærðir mjög og sagt að staða þeirra sé sterk.

Ég held að staða þeirra sé hinsvegar mjög veik og undrast framsetninguna, enda tel ég að flokkurinn þurfi sérstaklega á endurnýjun að halda. Ekki er mikið talað um nýja öfluga frambjóðendur í forystusætum í þessari upptalningu og frekar reynt að draga úr möguleikum þeirra. Undrast þessa framsetningu og velti fyrir mér hvað vaki eiginlega fyrir þeim sem skrifar þessa fréttaskýringu. Þetta er umhugsunarefni allavega.

Mér finnst mikilvægt að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi tryggi endurnýjun á framboðslista sínum þegar þeir fá tækifæri nú við brotthvarf Árna Mathiesen úr stjórnmálaforystu. Ég ætla að vona að Ragnheiður Elín Árnadóttir fái góða kosningu í leiðtogastólinn og Unnur Brá Konráðsdóttir nái öðru sætinu. Þær eru öflugar og traustar og eiga að vera í forystusveitinni í kjördæminu.

Hvet flokksmenn til að kjósa þær í prófkjörinu og tryggja endurnýjun í forystusveitinni.

mbl.is Fréttaskýring: Endurnýjun í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband