Kosningabragur á atvinnutillögum vinstrimanna

Eftir 40 daga valdasetu vinstriflokkanna í skjóli Framsóknarflokksins sjást loksins einhverjar tillögur í atvinnumálum. Talað er um störf í byggingariðnaði, framkvæmdir við snjóflóðavarnir, gróðursetningu, grisjun og stígagerð, orkuviðhald og orkusparnað, minni útflutning óunnins fiskjar, hækkun endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar, þróunarverkefni í ferðaþjónustu, frumkvöðlasetur í Reykjavík, sérfræðinga af atvinnuleysisskrá til nýsköpunarfyrirtækja, bætta samkeppnisstöðu nýsköpunarfyrirtækja og fjölgun þeirra sem njóta listamannalauna.

Mikla athygli mína vakti að sérstaklega er talað um að þeim eigi að fjölga sem hljóti listamannalaun og ekki er það undrunarefni að þetta er talið upp síðast í þessari upptalningu. Eins og við er að búast er talað gegn því að skapa störf í orkufrekum iðnaði beint með álveri í Helguvík og á Bakka en gælt við það á öðrum sviðum. Enda er greinilegt að vinstri grænir leggjast gegn beinni slíkri atvinnusköpun en hafa það fram að færa að fjölga beri fólki á listamannalaunum og gróðursetningu. Þetta er svolítið vinstri græn áhersla.

En hvað með það. Held að það sé visst ánægjuefni að Eyjólfur, eða ætti maður kannski frekar að segja Steingrímur, hressist og ætli að gera eitthvað fyrir kosningar annað en telja ráðherralyklana sína og lækka röddina í takt við valdasessinn. En það er mikil kosningalykt af þessu, vægast sagt. En hvernig er það, er ekki óábyrgt að hækka listamannalaunin?

mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri Grænir eru að beita þjóðina harðræði í atvinnumálum. Þessar tillögur eru ekki sprottnar frá þeim en þeir munu eigna sér þær. Þarna eru tegundir starfa sem þeir samþykkja ekki að öllu jöfnu. Annars vilja menn meina að þetta sé brella hjá þeim. Raunstörf séu ekki þetta mörg, of mikið um ef og kannski. En þessu ber samt að fagna og mig grunar að Samfylkingin sé að skora gott mark fyrir kosningarnar. Sé bara ekki þátt Vg í þessu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Enn erdjúpt á brýnustu málunum; fjármálum heimilanna, öryrkjanna og aldraðara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2009 kl. 15:04

3 identicon

Loksins segir þú?

Ég man ekki eftir því að ríkisstjórnin á undan þessari hafi gert neitt að ráði í þessum málaflokki þó að hún hafi haft til þess talsvert lengri tíma en 40 daga, nefninlega 4 mánuði.

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband