Mikilvægt að fá ráðleggingar frá Evu Joly

Viðtalið við Evu Joly í Silfri Egils í gær er með þeim betri í íslensku sjónvarpi mjög lengi. Hún hefur mikið fram að færa fyrir íslenska þjóð, við erum á krossgötum og þurfum alþjóðlega aðstoð til að komast úr þessum vanda. Við þurfum ráðleggingar fyrst og fremst.

Íslenskir embættismenn verða að standa undir sér í þeim verkefnum sem framundan eru, en við verðum að leita til fólks sem þekkir vandann og getur greint hann á örskotsstundu - hefur átt við svipuð mál og þekkir allar aðstæður í raun.

Við þurfum að leita til hennar og fá hana til aðstoðar, eða tryggja aðkomu sérfræðinga að málinu, fyrst og fremst til að veita því verkstjórn og fóstra það - fólk sem getur tekið á málinu fumlaust og af ábyrgð með þeim sem leiða málið nú.


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun hjá Tryggva Þór

Tryggvi Þór Herbertsson, prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi, gerir rétt með því að birta opinberlega fjárhagsleg tengsl sín við atvinnulífið. Þetta eiga allir frambjóðendur að gera á vefsíðum sínum eða í blaðaskrifum fyrir þessar alþingiskosningar. Ótækt er með öllu að vafi leiki á tengslum frambjóðenda og beinni þátttöku við atvinnulífið eða óljóst hvort þeir hafa hagsmuna að gæta.

Á þessum tímum þegar mikil óvissa og tortryggni ríkir þarf þetta að koma fram. Þetta eykur enn möguleika á því að Tryggvi Þór nái góðum árangri í prófkjörinu á laugardag. Fólk vill heiðarleika og traust vinnubrögð í þessum efnum.

mbl.is Tryggvi Þór: Greinir frá fjárhagslegum tengslum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið yfirtekur Straum

Yfirtakan á Straumi eru enn ein nöpru þáttaskilin í íslensku efnahagslífi. Á innan við þrem sólarhringum fóru allir þrír stærstu bankarnir, þar af gömlu ríkisbankarnir tveir sem voru einkavæddir árið 2002, undir vald Fjármálaeftirlitsins. Nú, fimm mánuðum síðar, fer Straumur sömu leið, þegar flestir töldu mestu hættuna liðna hjá.

Merkilegustu tíðindin eru þau að Straumur þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. Segir meira en mörg orð um stöðuna. 

Á meðan allt hrynur og breytist í ólgusjó sögulegra þáttaskila um allan heim, þar sem bankar falla og fjármálafyrirtæki hníga gerist ekkert í helstu loforðum íslensku ríkisstjórnarinnar, varðandi heimilin og fyrirtækin.

Spaugstofan lýsir Jóhönnu og Steingrími sem ráðalausum flugstjórum sem að lokum stökkva fyrir borð. Fáir hafa lýst vandræðagangi þeirra betur.


mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur hopar fyrir Jóhönnu - plottið endurnýjað

Mér finnst merkilegt að Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, sem talaði fyrr í dag um að meta þurfi stöðuna innan Samfylkingarinnar sé nú búinn að lýsa yfir stuðningi við Jóhönnu Sigurðardóttur sem eftirmann Ingibjargar Sólrúnar. Greinilegt er að þetta er nýja plottið hjá Samfylkinguna. Allt kapp verði lagt á til að fá Jóhönnu til að hætta við að hætta svo bjarga megi samstöðunni innan flokksins.

Eins og ég benti á fyrr í kvöld er engin samstaða um formennskuna gefi Jóhanna ekki kost á sér, þar sem hún er aldna kempan á forsætisráðherrastóli sem leiðir flokkinn fram að uppgjöri um forystuna á miðju kjörtímabili. Þetta er nýja plottið. Þá muni Jóhanna víkja og nýr formaður taka við forystunni, væntanlega fulltrúi nýrrar kynslóðar, væntanlega Dagur sem varaformaður.

Þannig muni plott Ingibjargar Sólrúnar halda velli - eina breytingin verði sú að Jóhanna taki sess ISG þar til Dagur taki við verði hann varaformaður eða hún láti landsfund eftir að velja formanninn. Væntanlega er plottið eftir sem áður að formennskan verði tekin frá fyrir Dag.

mbl.is Rökrétt að Jóhanna taki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband