27.4.2009 | 20:27
Davíð Oddsson sest við skriftir
En auk þess vildi ég gjarnan lesa ævisögu Davíðs Oddssonar. Sigursælasti stjórnmálamaður íslenskrar stjórnmálasögu hefur frá mörgu að segja. Ferill Davíðs er litríkur og leiftrandi, enda hafa fáir hér verið umdeildari, vinsælli eða óvinsælli. En honum er gefin sú náðargáfa að skrifa svo eftir sé tekið og taka athygli landsmanna. Enginn maður getur sagt sögu þessa ferils annar en Davíð sjálfur. Mikil eftirspurn er að ég tel eftir því að hann fari yfir ferilinn og sýni okkur bakvið tjöldin - segi söguna alla.
Svo væri auðvitað ekki verra að Davíð kæmi með ljóðabók, spennusögu eða góðar smásögur. Smásagnasöfn hans voru vinsæl og seldust mjög vel. Ég vona að Davíð njóti kyrrðarinnar í sveitinni og skrifi góðar bækur. Full þörf er á því að svo góður penni skrifi um þessa líflegu tíma, geri upp við allt og alla og komi inn á milli með líflegar sögur án nafna, auk þess að klára samtímasöguna sem fyllir upp í heildarmynd þess veruleika sem við höfum lifað í síðustu mánuði.
![]() |
Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2009 | 18:33
Er fólk ekki lengur óhult á heimilum sínum?
Árás á fólk á heimilum sínum er grafalvarlegt mál og ber að fara með málið í samræmi við alvarleika brotsins. Þeir sem standa að slíkri aðför að fólki og það sérstaklega eldri borgurum eiga sér engar málsbætur.
![]() |
Ræningjar handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 12:51
Kjósandi skítur upp á eigið bak á kjörstað
Víða um veröld hefur fólk ekki þessi sjálfsögðu réttindi okkar, er bundið í fjötra einræðis og kúgunar, og það er vanvirðing við lýðræðið og skoðanafrelsi að vanvirða það og algjörlega til skammar fyrir þann sem þetta gerði og þá sem vekja athygli á því með þessu myndbandi og auglýsa það.
Auk þess finnst mér það skjóta skökku við að þeir sem börðu potta og pönnur til að krefjast kosninga - landsmenn fengju að tjá sig og greiða atkvæði - geri lítið úr atkvæðisréttinum. Er þetta lið aldrei ánægt? Þarf alltaf að vera á móti, bara til að vera á móti? Aumt lið þetta.
![]() |
Skeindi sig með kjörseðli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.4.2009 | 02:30
Árni fellur um sæti vegna útstrikana
Fátt verður lagað í þeim efnum. Þessar útstrikanir eru gott dæmi um að heiðarlegir kjósendur láta ekki bjóða sér hvað sem er og láta skoðun sína óhikað í ljós. Ég skrifaði gegn endurkomu Árna í stjórnmál árið 2007 og fór í viðtal á Stöð 2 og lét mína skoðun í ljós.
Ekki var það af illsku í hans garð heldur vegna þess að ég taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti betra skilið en bjóða upp á þingmenn af þessu tagi. Ég er auðvitað enn sömu skoðunar.
![]() |
Árni Johnsen niður um þingsæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 00:35
Steingrímur J. dissar Evrópuvegferð Samfó
Enginn vafi leikur á því að Steingrímur J. Sigfússon dissaði Samfylkinguna og einhliða Evrópuvegferð hennar með því að tala um elítuumræðu um ESB í íslenskum fjölmiðlum í leiðtogaumræðunum í kvöld. Enda var Jóhanna Sigurðardóttir ekki glaðleg á svip þegar ferðafélagi hennar í óvissuferðinni til vinstri var farinn að efast um fararstjórn sína og hvort hún væri rétti aðilinn til að vera með landakortið í höndunum í leiðangrinum.
Enda lagði Jóhanna lykkju á leið sína í þættinum til að setja ofan í við Steingrím, þó undir kratarós væri. Þetta var svolítið kómískt hjónarifrildi fyrir framan gestina. Mikið innilega verður það nú áhugavert að sjá hversu heilsteypt hjónabandssælan verður. Hvort hún þolir umræðuna um hvort kaupa eigi farmiða til Brussel eða fara hringinn í kringum landið til að tala við þjóðina og bjarga henni frá öðru mögulegu efnahagshruni.
Ég tek reyndar undir þessar pælingar Steingríms. Umræðan hefur verið mjög einhliða um Evrópumálin. Einhliða dýrkun á vegferðinni til Brussel sem einu leiðinni til bjargar þjóðinni er orðin ansi þreytt og lánlaus.
Steingrímur má eiga það að hann er djarfur og þorir að sparka frá sér þegar hann telur sig vera í varnarstellingu gagnvart maddömmunni á heimilinu og liðinu hennar sem vill teyma hann í ferðalag gegn vilja sínum.
![]() |
Elítan vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |