Davíð Oddsson sest við skriftir

Ég er mjög ánægður með að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sé sestur við skriftir. Þar er hann bestur, enda mjög lipur penni sem á mjög auðvelt með að fanga huga landsmanna og þeir fylgjast með öllu sem hann segir eða gerir. Persónulega vildi ég helst af öllu að Davíð ritaði sögu efnahagshrunsins og tjáði sig um allar hliðar þess, enda tel ég að hann sé einn af örfáum sem geti ritað þá sögu og orðað hlutina réttum nöfnum og lýst stemmningunni í gegnum góðærið og þegar auðmennirnir sigldu þjóðinni upp í fjöru.

En auk þess vildi ég gjarnan lesa ævisögu Davíðs Oddssonar. Sigursælasti stjórnmálamaður íslenskrar stjórnmálasögu hefur frá mörgu að segja. Ferill Davíðs er litríkur og leiftrandi, enda hafa fáir hér verið umdeildari, vinsælli eða óvinsælli. En honum er gefin sú náðargáfa að skrifa svo eftir sé tekið og taka athygli landsmanna. Enginn maður getur sagt sögu þessa ferils annar en Davíð sjálfur. Mikil eftirspurn er að ég tel eftir því að hann fari yfir ferilinn og sýni okkur bakvið tjöldin - segi söguna alla.

Svo væri auðvitað ekki verra að Davíð kæmi með ljóðabók, spennusögu eða góðar smásögur. Smásagnasöfn hans voru vinsæl og seldust mjög vel. Ég vona að Davíð njóti kyrrðarinnar í sveitinni og skrifi góðar bækur. Full þörf er á því að svo góður penni skrifi um þessa líflegu tíma, geri upp við allt og alla og komi inn á milli með líflegar sögur án nafna, auk þess að klára samtímasöguna sem fyllir upp í heildarmynd þess veruleika sem við höfum lifað í síðustu mánuði.

mbl.is Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem Davíð Oddsson ætti að skrifa væri afsökunarbeiðni til þjóðarinnar fyrir sinn stóra þátt í bankahruninu.  Iðrunarskjal með útlistun á mistökunum sem gerðu það að verkum að líf okkar allra er orðið miklu verra en það var.

Til dæmis mætti hann biðjast afsökunar á að hafa valdið hruni krónunnar með því að neita Kaupþingi um uppgjör í evrum, að hafa valdið ofvexti bankakerfisins með því að afnema bindiskylduna, og að hafa leikið ærlega af sér þegar hann upp á sitt eindæmi lét ríkið yfirtaka Glitni. Þetta er bara brot af öllu því sem þessi mesti skaðvaldur Íslands fyrr og síðar hefur á samviskunni.

Ef Davíð hefði einhvern manndóm í sér væri hann núna í óða önn að semja slíkt afsökunarskjal.  En af þessum hrokagikk er þess varla að vænta.  Það er ennþá svo að iðrun er forsenda fyrirgefningar. 

Rex (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Væri ekki frekar við hæfi að Davíð gengi til skrifta og leitaði eftir fyrirgefningu synda sinna ?

hilmar jónsson, 27.4.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hann fær Nóbellinn næst.   Annars lætur hann bara leggja það batterí niður...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband