Skýr skilaboð frá kjósendum í Rvk - suður

Ég get ekki beinlínis sagt að ég sé undrandi á útstrikunum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, einkum hvað varðar Guðlaug Þór Þórðarson. Augljóst var að mörgum sjálfstæðismönnum var nóg boðið af styrkjamálinu og vildi láta skoðun sína í ljós alveg milliliðalaust. Þessar útstrikanir eru afgerandi skilaboð frá flokksmönnum og kjósendum flokksins.

Mér líst mjög vel á að Ólöf Nordal taki við leiðtogahlutverkinu í Reykjavík suður, reynist þessi útstrikunarfrétt rétt. Hún er mikil kjarnakona og hiklaust einn af framtíðarleiðtogum Sjálfstæðisflokksins á landsvísu.

mbl.is Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að bjóða þjóðinni upp á stefnulausa stjórn?

Mér finnst það mjög hrokafullt hjá Steingrími J. Sigfússyni að gefa í skyn að vinstristjórnin ætli eða geti haldið áfram störfum án stjórnarsáttmála - ætli sér að vera stefnulaus við stjórn landsins og hafa stefnumótun eftir hentileika en ekki fyrirfram ákveðnum sáttmála með vinnuplan og afgerandi markmiðum.

Almenningur og atvinnulífið geta ekki beðið endalaust eftir röggsömum ákvörðunum stjórnvalda til lausnar hinum mikla vanda í samfélaginu. Þar dugar ekkert hik og ekki trúverðugt að tala við þjóðina eins og hún geti beðið endalaust meðan Jóhanna og Steingrímur dúllast við að leysa öll mál.

Ætlar vinstristjórnin kannski að láta allt samfélagið fuðra upp á meðan þau eru að snattast í að ná samstöðu um öll mál og bíða með að taka á málum?

mbl.is Ekkert liggur á stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá af Sigga Kára af Alþingi

Ég mun sjá eftir Sigga Kára úr þinginu, enda tel ég að hann hafi staðið sig vel í sínum verkum og verið öflugur og samviskusamur þingmaður. Vissulega eru skiptar skoðanir um hann eins og aðra þingmenn í samfélaginu, en ég tel að enginn geti bent á neitt annað en Siggi hafi verið traustur í sínum verkum, staðið vörð um hugsjónir sínar og staðið sig vel í rökræðu um lykilmálin.

Sumir hafa fundið það helst að Sigga Kára að hann hafi einmitt staðið vörð um hugsjónir sínar og verið baráttumaður í traustum hægrimálum. Slíkt er aðeins styrkleiki. Ég tel engan vafa leika á að hann muni eiga fljótt afturkvæmt á Alþingi.

mbl.is Sigurður Kári í sömu sporum og Mörður Árnason var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband