Munu "hugsjónamennirnir" í VG ekki taka afstöðu?

Lítið virðist fara fyrir hugsjónum í VG ef þingmenn flokksins ætla ekki að taka afstöðu til Evrópusambandsins og sitja hjá í kosningunni. Erfitt er reyndar að lesa í afstöðu vinstri grænna. Þeir seldu hugsjónir sínar fyrir ráðherrastóla og völd - eru að reyna að telja öðrum trú um að þeir hafi enn einhverja stefnu og skoðanir. Slíkt blaður fellur um sjálft sig ef þingmenn VG, hugsjónamennirnir miklu að eigin sögn, ætla bara að sitja hjá og taka ekki afstöðu.

Frá stofnun VG hafa forystumennirnir hreykt sér af því að vera með hugsjón í öllum málum og tjá sannfæringu sína. Væntanlega reynir þessi kosning á, einkum þegar flokksformaðurinn hefur gefið í skyn að hjáseta í svo mikilvægu máli sé eðlileg, hvort sem er út frá hugsjónum eða flokksstefnunni sem virðist kristalskýr. Samviska flokksins birtist reyndar í tali nýrra þingmanna, Guðfríðar Lilju og Ásmundar Einars, sem létu Jóhönnu Sigurðardóttur heyra það eftir ESB-skotna stefnuræðu.

Skiljanlegt er að óbreyttir flokksmenn vinstri grænna hafi áhyggjur af því að völdin hafi verið dýru verði keypt. Einhverjir muni láta hugsjónirnar gossa í þinglegri meðferð ESB-tillögunnar og ætli sér að verða skoðana- og hugsjónalausir vindhanar með því annað hvort að svíkja eigin sannfæringu eða sitja hjá eins og lyddur.

mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður byltingarástand á Íslandi í sumar?

Ég er ekki undrandi á því að fólk sé að fá nóg af aðgerðar- og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar. Vel gert hjá Hagsmunasamtökum heimilanna að boða til fundahalda og vekja athygli á því að vinstristjórnin er með risastórt gap í ríkisfjármálum í stefnuskrá sinni - ætlar ekkert að gera fyrir heimilin í landinu og atvinnulífið enn sem komið er. Skjaldborg virðist fyrst og fremst hafa verið slegin um fjármagnseigendur og tengda aðila.

Ekki er ósennilegt að byltingarástand verði hér á Íslandi í sumar. Að óbreyttu má búast við að fólk fái endanlega nóg og fari í sama gírinn og síðasta vetur. Því ekki? Staðan er mun verri nú en hún var t.d. í janúar. Allt stefnir á verri veg. Ekki verður betur séð en hjólin séu einfaldlega að stöðvast í samfélaginu.

Þetta gæti orðið hitasumar í tvennum skilningi; bæði veðursfarslega og í þjóðmálum. Ekki er óeðlilegt að þeir sem hafa beðið eftir aðgerðum hafi fengið nóg. Þeir sem veðjuðu á vinstriflokkana til að taka á málum hafa örugglega orðið fyrir miklum vonbrigðum.

mbl.is Samstöðufundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeypt áhætta Bretanna

Æ betur kemur í ljós að bresk sveitarfélög og aðilar sem fóru illa á viðskiptum við íslensku bankana tóku áhættuna þrátt fyrir ráðleggingar um annað verklag og aðvaranir. Áhættan varð þeim dýrkeypt. Ótrúlegt er að sveitarfélög, stofnanir og hagsmunasamtök af ýmsu tagi hafi tekið slaginn og sett peningana við þær aðstæður sem voru uppi. Skellurinn er líka mikill, ótrúlegustu aðilar sem lögðu mikið af fjármunum þar undir.

Bretarnir hafa ráðist að íslensku þjóðinni með mjög ómaklegum hætti, einkum forsætisráðherrann óvinsæli sem er rúinn trausti. Nær væri fyrir þessa aðila að líta í eigin barm.

mbl.is Sniðgengu ráðgjöf um Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband