22.5.2009 | 19:09
Húsleit hjá Ólafi - ábendingin kom frá Davíð
Ólykt var af þessum viðskiptaháttum - innkoma Sheiksins þótti aldrei trúverðug og ekki óeðlilegt að farið sé í alvöru rannsókn. Velta þarf við öllum steinum og klára þetta mál með sóma. Mér finnst saksóknarinn hafa staðið sig vel í dag og sýnt og sannað að hann er á vaktinni.
![]() |
Leitað á heimili Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2009 | 16:24
Mikið var að eitthvað almennilegt var gert
Ég fagna því að sérstakur saksóknari sé loksins farinn að gera eitthvað í rannsókn sinni sem tekið er eftir. Húsleitirnar marka þau þáttaskil að fólk fær á tilfinninguna að verið sé að taka á því sem þarf að gera. Slíkt er mikils virði.
Mér finnst Gunnar Andersen hafa byrjað vel hjá Fjármálaeftirlitinu. Loksins fær þjóðin það á tilfinninguna að þar sé fólk á vaktinni en ekki steinsofandi í sínum verkum.
Saksóknarinn hefur verið undir ámæli um að vera ekki nógu sýnilegur og nægilega öflugur í sínum verkum. Hann hefur sýnt það í dag að þar er unnið að málum.
![]() |
Húsleit gerð á 10 stöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2009 | 14:53
Ríkisstjórn í algjörri afneitun
Ríkisstjórnin er mun frekar í afneitun heldur en fólkið í landinu. Þessi ríkisstjórn var mynduð stóru gati þegar kom að ríkisfjármálum og hefur aldrei komið með neinar lausnir eða áætlun til að taka á stöðunni.
Reyndar finnst mér Steingrímur J. algjörlega orðinn ráðalaus og áttavilltur þessa dagana. Það er hans vandamál en ekki þjóðarinnar.
Þeir hljóta að vera verulega sárir og reiðir þeir kjósendur sem kusu þennan mann til að taka til hendinni.
![]() |
Framsóknarmenn í afneitun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2009 | 13:47
Vinstri grænir vilja ekki fara í gömlu Moggahöllina
Á maður virkilega að trúa því að kommarnir hafi enn fordóma í garð húss sem eitt sinn voru höfuðstöðvar Morgunblaðsins, í þá tíð þegar Matthías og Styrmir voru á sínu gullaldarskeiði?
Aumt er það þykir mér. Eru þetta kannski einu hugsjónirnar sem eftir eru hjá vinstri grænum eftir að þeir seldu ESB-afstöðuna fyrir völdin?
![]() |
14 sitja fundi þingflokks framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2009 | 11:46
Verkalýðsfélag greiðir niður Detoxið
Sumir deila reyndar um hvort það sé skottumeðferð eða lækning. Burtséð frá því á Jónína Ben á hrós skilið fyrir að hafa startað þessu verkefni og gert úr því bissness bæði fyrir hótelið þarna og aðra þætti, bætt heilsu og líðan fólksins sem hefur farið til hennar.
![]() |
Niðurgreiðir Detox meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2009 | 10:41
Dramatísk herbergjaást Framsóknar
Vonandi tekst þó að leysa þetta mál. Hinsvegar er augljóst að herbergið verður varla tekið af þeim úr þessu og gegn þeirra vilja. Ætli niðurstaðan verði ekki sú að ríkisstjórnarherbergið svokallaða í þinghúsinu verði gert að þingflokksherbergi VG og ríkisstjórnarfundir (það sjaldan að þeir séu á Alþingi) verði hér eftir í þinghúsinu í gamla þingflokksherbergi Alþýðuflokksins, sem framsóknarmenn vildu ekki vera í.
![]() |
Þeir sitja sem fastast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)