25.5.2009 | 17:46
Gamlar tuggur hjá Jóhönnu - engin framtíðarsýn
Afskaplega var það nú sorglegt að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í þingumræðum síðdegis. Hún tafsaði þar á gömlum tuggum um stöðu efnahagslífsins. Gamlar fréttir sem við höfum heyrt margoft. Við vitum öll að staðan er grafalvarleg og það þarf að taka ákvarðanir og marka einhverja framtíðarsýn, koma með lausnir og keyra hlutina áfram. En það er engin framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Hún er algjörlega blankó.
Vorkenndi Jóhönnu í umræðunum. Held að Jóhanna viti ekkert hvað eigi að gera og sé alveg ráðalaus frammi fyrir vandanum. Þessi stjórn hefur setið í rúma hundrað daga og ekkert gert til að taka á stöðunni. Hún er enn í myrkrinu, situr á mikilvægum gögnum og skýrslum og vill ekki tala hreint út við þjóðina. Þetta er sorglegt lið, lið sem veit ekkert í sinn haus.
Þessi umræða var aðeins upplýsandi að einu leyti. Ríkisstjórn Íslands er alveg lost.
Vorkenndi Jóhönnu í umræðunum. Held að Jóhanna viti ekkert hvað eigi að gera og sé alveg ráðalaus frammi fyrir vandanum. Þessi stjórn hefur setið í rúma hundrað daga og ekkert gert til að taka á stöðunni. Hún er enn í myrkrinu, situr á mikilvægum gögnum og skýrslum og vill ekki tala hreint út við þjóðina. Þetta er sorglegt lið, lið sem veit ekkert í sinn haus.
Þessi umræða var aðeins upplýsandi að einu leyti. Ríkisstjórn Íslands er alveg lost.
![]() |
Róttækar og erfiðar ákvarðanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 14:17
Er Borgarahreyfingin að springa á mettíma?
Aðeins mánuði eftir þingkosningarnar virðist allt komið upp í bál og brand innan Borgarahreyfingarinnar. Lýsingarnar af fundinum í gær gefur til kynna að þetta verði varla langlíf stjórnálasamtök. Enda voru þau stofnuð fyrst og fremst vegna óánægju í samfélaginu. Fulltrúar þeirra í forystunni eru ólíkt fólk með ólíkar lífshugsjónir og hefur fyrst og fremst orðið sammála um að tjá andstöðu við kerfið. Ekki verður mikið vart við ferska nálgun pólitískt og fyrstu áherslumálin gáfu til kynna mun frekar diss á hefðir en vel mótaða stjórnmálastefnu.
Held að það sé ofrausn að halda að þessi hreyfing haldi saman heilt kjörtímabil fyrst að svona er komið eftir fyrsta mánuðinn á Alþingi. Annars finnst mér merkilegt hvað er lítið talað um hversu sóló Þráinn Bertelsson er í þessum félagsskap. Hann var ekki sjáanlegur í bandalaginu með Birgittu, Þór og Margréti í að hunsa messuna, er ekki í stjórn þingflokksins og var ekki ræðumaður í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra, þó hann sé elstur og þekktastur þingmannanna. Enda heyrast ýmsar sögur um að hann sé frekar einn á báti.
Ætli það sé nokkuð óeðlilegt að búast við því að einn eða fleiri þingmenn Borgarahreyfingarinnar verði komnir í aðra flokka fyrir mitt tímabil, verði það annars svo langt. Fátt bendir til að við séum á heilsteyptu kjörtímabili, að nokkru leyti. Pólitískur stöðugleiki er lítill sem enginn.
Ekki er trúverðugt að Borgarahreyfingin hafi samið sig upp í hjónasængina hjá stjórnarflokkunum. Valdið og áhrifin sem þau fengu með því kompaníi var langt fram yfir kjörfylgi og í raun ekki þeim til sóma. Valdið heillar alltaf jafn mikið.
Ef Borgarahreyfingin ætlar að taka sér stöðu með ríkisstjórninni þegar líður á sumarið mun líftími þeirra verða styttri en margan grunaði fyrir nokkrum vikum. Auk þess virðast innan innanmeinin ansi mikil. Heilindin eru ekki til staðar.
Held að það sé ofrausn að halda að þessi hreyfing haldi saman heilt kjörtímabil fyrst að svona er komið eftir fyrsta mánuðinn á Alþingi. Annars finnst mér merkilegt hvað er lítið talað um hversu sóló Þráinn Bertelsson er í þessum félagsskap. Hann var ekki sjáanlegur í bandalaginu með Birgittu, Þór og Margréti í að hunsa messuna, er ekki í stjórn þingflokksins og var ekki ræðumaður í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra, þó hann sé elstur og þekktastur þingmannanna. Enda heyrast ýmsar sögur um að hann sé frekar einn á báti.
Ætli það sé nokkuð óeðlilegt að búast við því að einn eða fleiri þingmenn Borgarahreyfingarinnar verði komnir í aðra flokka fyrir mitt tímabil, verði það annars svo langt. Fátt bendir til að við séum á heilsteyptu kjörtímabili, að nokkru leyti. Pólitískur stöðugleiki er lítill sem enginn.
Ekki er trúverðugt að Borgarahreyfingin hafi samið sig upp í hjónasængina hjá stjórnarflokkunum. Valdið og áhrifin sem þau fengu með því kompaníi var langt fram yfir kjörfylgi og í raun ekki þeim til sóma. Valdið heillar alltaf jafn mikið.
Ef Borgarahreyfingin ætlar að taka sér stöðu með ríkisstjórninni þegar líður á sumarið mun líftími þeirra verða styttri en margan grunaði fyrir nokkrum vikum. Auk þess virðast innan innanmeinin ansi mikil. Heilindin eru ekki til staðar.
![]() |
Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 00:03
Dæmigerðir útúrsnúningar hjá Ólafi í Samskip
Yfirlýsing Ólafs í Samskipum er full af dæmigerðum útúrsnúningum, þeim sömu og einkenndu málatilbúnað og tjáningu Baugsmanna á sínum tíma. Á ekki von á að hann muni eiga jafn auðvelt með að snúa sér úr heimatilbúinni ógæfu. Landsmenn hafa lágmarks þolinmæði fyrir þeim vinnubrögðum sem einkenndu bixið hjá Ólafi með Sheiknum.
Skítalyktin af þeim vinnubrögðum leggur langar leiðir og fáir tilbúnir til að vorkenna þeim sem stóðu að þeim vinnubrögðum. Ólafur í Samskipum á ekki inni mikinn stuðning hjá þjóðinni. Flestum er einfaldlega nóg boðið af öllu ruglinu.
En mér finnst eðlilegt að taka undir með Agli Helgasyni: Af hverju var ekki gerð húsleit á Bessastöðum?
![]() |
Rannsókn leiði í ljós sakleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |