Dæmigerðir útúrsnúningar hjá Ólafi í Samskip

Ólafur Ragnar á góðri stundu með Sheiknum
Yfirlýsing Ólafs í Samskipum er full af dæmigerðum útúrsnúningum, þeim sömu og einkenndu málatilbúnað og tjáningu Baugsmanna á sínum tíma. Á ekki von á að hann muni eiga jafn auðvelt með að snúa sér úr heimatilbúinni ógæfu. Landsmenn hafa lágmarks þolinmæði fyrir þeim vinnubrögðum sem einkenndu bixið hjá Ólafi með Sheiknum.

Skítalyktin af þeim vinnubrögðum leggur langar leiðir og fáir tilbúnir til að vorkenna þeim sem stóðu að þeim vinnubrögðum. Ólafur í Samskipum á ekki inni mikinn stuðning hjá þjóðinni. Flestum er einfaldlega nóg boðið af öllu ruglinu.

En mér finnst eðlilegt að taka undir með Agli Helgasyni: Af hverju var ekki gerð húsleit á Bessastöðum?

mbl.is Rannsókn leiði í ljós sakleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur er reyndar miklu miklu miklu mun betur gefinn en flestir þekktari útrásarvíkingarnir.  En skítalykt er eftir sem áður skítalykt og mun (vonandi) koma upp um þá sem henni ullu að lokum. 

AS (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband