Gamlar tuggur hjá Jóhönnu - engin framtíðarsýn

Afskaplega var það nú sorglegt að hlusta á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í þingumræðum síðdegis. Hún tafsaði þar á gömlum tuggum um stöðu efnahagslífsins. Gamlar fréttir sem við höfum heyrt margoft. Við vitum öll að staðan er grafalvarleg og það þarf að taka ákvarðanir og marka einhverja framtíðarsýn, koma með lausnir og keyra hlutina áfram. En það er engin framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Hún er algjörlega blankó.

Vorkenndi Jóhönnu í umræðunum. Held að Jóhanna viti ekkert hvað eigi að gera og sé alveg ráðalaus frammi fyrir vandanum. Þessi stjórn hefur setið í rúma hundrað daga og ekkert gert til að taka á stöðunni. Hún er enn í myrkrinu, situr á mikilvægum gögnum og skýrslum og vill ekki tala hreint út við þjóðina. Þetta er sorglegt lið, lið sem veit ekkert í sinn haus.

Þessi umræða var aðeins upplýsandi að einu leyti. Ríkisstjórn Íslands er alveg lost.

mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Jóhanna hafi verið svo upptekin af Samfylkingarleikritinu "Loks er hennar tími kominn" að hún hafi hreinlega ekki verið í takt við raunverulegt ástand þjóðfélagsins fyrr en (hugsanlega) núna.  Sennilega hefur ástandið verið svipað hjá hinum stjórnarflokknum.  Mér líst ákaflega illa á að þessi ríkisstjórn hafi getu til að takast á við verkefni næstu mánaða og hef reyndar ekki trú á því að hún haldi lengi um völdin.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 19:04

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég held að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur séu eina Ríkisstjórnarúrræðið í þessari stöðu.

Samfylkingin virðist komin í hlutverk þeirra sem drápu Snorra Sturluson á Sturlungaöld af því að hann vildi ekki selja Ísland í hendur Noregskonungs. Það er ekki hægt fyrir Íslenska fullveldissinna að vinna með slíkum flokk, sama hvar þú stendur á vinstri-hægri skalanum.

Vilhelmina af Ugglas, 25.5.2009 kl. 19:16

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Vissulega rétt gagnrýni hjá þér: "Held að Jóhanna viti ekkert hvað eigi að gera og sé alveg ráðalaus frammi fyrir vandanum. Þessi stjórn hefur setið í rúma hundrað daga og ekkert gert til að taka á stöðunni. Hún er enn í myrkrinu, situr á mikilvægum gögnum og skýrslum og vill ekki tala hreint út við þjóðina. Þetta er sorglegt lið.." - í mínum huga stendur Samspillingin bara fyrir LÝÐSKRUM, hafa aldrei komið fram með efnahagslausnir og ég EFA stórlega að sá dagur eigi eftir að koma - sorglegt lið...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 25.5.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband