8.5.2009 | 19:34
Ógeðslegt níðingsverk á Húsavík
Þetta mál er til skammar fyrir yfirvöld í Norðurþingi sem hafa staðið fyrir því að ráða þennan mann til verksins og bera ábyrgð á því.
![]() |
Skaut heimiliskött á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 17:27
Stjórnarandstæðingurinn Ögmundur birtist aftur
Þó Ögmundur hrópi hátt í dag gegn IMF verður þeirri mikilvægu staðreynd ekki breytt að vinstri grænir beygðu af leið við myndun valdabandalagsins með Samfylkingunni í janúar og urðu gestgjafar "heimslögreglu kapítalismans" og kokgleyptu öll stóryrðin. Ætluðu ekki vinstri grænir með Steingrím og Ögmund að sparka IMF í burtu og leita til Norðmanna eftir aðstoð? Með þeim árangri að við fengum Norðmann í Seðlabankann sem hefur af fáu að státa.
Staðreyndin er auðvitað sú að ráðherrar vinstri grænna og þingmenn þeirra seldu sannfæringu sína fyrir völdin. Þeir sitja og standa eins og heimslögreglan segir þeim að gera. Þeir eru eins og sirkusdýr þeirra.
![]() |
Heimslögregla kapítalismans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 13:39
Á að slíta stjórnmálasambandi við Bretland?
Sumum fannst ég djarfur þegar ég sagði í bloggfærslu 9. október 2008, eftir viðtalið við durtinn Brown á Sky þar sem hann jós skít og skömmum yfir Ísland, að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Æ betur sést að það hefðum við átt að gera. Íslensk stjórnvöld áttu að svara fullum hálsi og taka málið föstum tökum frá fyrsta degi í stað þess að lympast niður.
Við höfum með þögn og aðgerðarleysi okkar í alþjóðasamfélaginu, t.d. með því að mótmæla ekki harðlega á leiðtogafundi NATÓ, vanið Bretana á að sparka í okkur án þess að svara í sömu mynt. Ég held að síðar meir verði þetta hik og aðgerðarleysi metið sem mikil og taktísk mistök.
Þegar ein þjóð í NATÓ-samstarfinu beitir annarri hryðjuverkalögum og reynir að sparka henni til helvítis með því að eyðileggja orðspor hennar með vísvitandi hætti á slíkt heima innan NATÓ til umræðu.
Myndbandið af Brown þar sem hann hótar íslensku þjóðinni með því að toga í spotta hjá IMF er grafalvarlegt mál. En það er líka fylgifiskur þess að samfylkingarráðherrarnir hafa ekki þorað að taka slaginn.
Brown veit að hann getur togað í spotta hjá IMF og innan ESB með því að manípúlera aðildarviðræðum við Ísland, þegar af þeim verður, ef hann verður annars enn við völd. Hótunin er augljós.
Nú eigum við að fara að taka til okkar ráða og sparka frá okkur - það sem við áttum að gera í haust. Þessi aumingjabragur stjórnvalda síðan í haust hefur verið okkur nógu fjári dýrkeyptur.
![]() |
Hafa fengið nóg af Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2009 | 13:24
Skítleg vinnubrögð hjá Gordon Brown
Enn einu hefur durturinn Gordon Brown afhjúpað sitt innra eðli. Hann gerir allt til að upphefja sjálfan sig á vandræðum íslensku þjóðarinnar og hikar ekki við að sparka í okkur þó flokksfélagar hans í Verkamannaflokknum séu í Samfylkingunni, en vel þekkt er að Össur, Björgvin G. og Ingibjörg Sólrún eru þar flokksbundin. Björgvin tók þátt í kosningabaráttum fyrir New Labour 1997 og 2001 og Össur skrifaði vinalega um Gordon Brown alveg þangað til í haust.
Hinsvegar hefur ekki borið á því að Össur hafi sem utanríkisráðherra látið Brown hafa það á alþjóðavettvangi, t.d. þegar gullna tækifærið gafst á leiðtogafundi NATÓ. Of mikið hefur borið á því að forysta Samfylkingarinnar hafi blótað Brown aðeins hérna heima en ekki þorað því á alþjóðavettvangi; hvort svo sem það er til að svíða ekki ESB-taugina eða valda óróa í jafnaðarmannasamfélagi heimsins.
Nú þarf að láta stór orð fjúka, mótmæla á alþjóðavettvangi durtslegum vinnubrögðum Browns og láta Bretana hafa það. Við höfum ekki efni á því að halda kjafti þegar við erum slegin utan undir æ ofan í æ.
![]() |
Boðar sendiherra á sinn fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 13:18
Hvert mun Eiður Smári fara?
Hlutirnir eru jafnan ekki mikið að breytast í þessum bransa. Ætli Eiður fari aftur til Bretlands? Forðum var orðrómur um að hann færi til Tottenham og Manchester United, auk West Ham þegar Björgólfur og Eggert voru við stjórnvölinn þar í upphafi.
Erfitt er að spá í hver gengur kaupum og sölum í þessum bransa. En það verður þó fróðlegt að sjá hvar Eiður Smári lendir þegar vist hans hjá Barcelona lýkur.
![]() |
Eiður vill fara frá Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)