Jóhanna gerir einræðisvaldinu í Kína til góðs

Á fimmtudag eru tveir áratugir liðnir frá því einræðisstjórnin í Peking valtaði með skriðdrekum yfir námsmenn á torgi hins himneska friðar, kæfði mótmæli þeirra og baráttu fyrir mannréttindum. Forsætisráðherra Íslands þorir ekki á þeim tímamótum að hitta Dalai Lama og með fylgja utanríkisráðherrann, forsetinn og fjármálaráðherrann. Einræðisvaldið í Peking hlýtur að vera mjög ánægt með Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, og Steingrím J. Sigfússon. Eru einhverjir aðrir ánægðir með dugleysi þeirra?

Öll þora þau ekki að hitta Dalai Lama og reyna með því að þóknast einræðisvaldinu í Kína, gera kommunum í Peking til góða. Ekki hægt annað en hafa hreina skömm á þessum aumingjaskap þeirra sem fara með völd hér á Íslandi. Össur flúði úr landi í einhverja Evrópureisu til Möltu þar sem hann er að reyna að læra eitthvað af inngöngu þeirra í Evrópusambandið. Lítur þar út eins og Eiríkur Fjalar. Þvílíkur ræfilskapur í þessum manni.

Ólafur Ragnar sýndi svo smáborgarlegt eðli sitt með því að fara á Smáþjóðaleikana og snakka við forseta Kýpur. Og Jóhanna og Steingrímur segja auðvitað ekki múkk. Hvað hefði formaður VG sagt ef sá flokkur væri í stjórnarandstöðu núna? Mikið var víst reynt að koma á fundi Jóhönnu og Dalai Lama en í forsætisráðuneytinu er ekki þorað að taka skrefið. Hún þorir ekki að feta í fótspor Lars Løkke Rasmussen.

Katrín Júlíusdóttir og Ögmundur Jónasson reyna að bjarga því sem bjargað verður hjá þessari sambandslausu ríkisstjórn og hitta Dalai Lama. En það dugar skammt. Fjarvera þeirra ráðherra sem mestu skipta og útrásarforsetans er hróplega áberandi og þeim til mikillar minnkunar. Þar er enn og aftur verið að hugsa um hag Kínverja, ekki megi styggja einræðisvaldið í Peking.

mbl.is Mótmæla fundum íslenskra ráðamanna með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munu svörtu kassarnir finnast?

Mjög góð tíðindi eru að tekist hafi að finna brak úr flugvélinni sem fórst á flugi yfir Atlantshafið um helgina. Mikilvægt er að fá að vita meira um örlög vélarinnar og þeirra sem voru um borð. Mikilvægast af öllu er að finna svörtu kassana, flugritana, sem rekja sögu þess sem gerðist. Þeir þurfa að finnast innan 30 daga til að hægt verði að komast að því hvað gerðist.

mbl.is Brak finnst á Atlantshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Váleg tíðindi

Mjög váleg tíðindi eru að Íslendingur sé meðal þeirra sem saknað er í flugvélinni sem talið er að hafi farist í flugi milli Brasilíu og Frakklands. Hugur minn er hjá aðstandendum allra þeirra sem voru um borð.

Þetta er væntanlega mannskæðasta flugslysið síðan í nóvember 2001 þegar Airbus-flugvél fórst í New York. Þá létust 265.

mbl.is Farþegarnir voru frá 31 landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband