Gunnar víkur meðan rannsókn fer fram

Gunnar Birgisson gerir rétt með því að fara í leyfi frá störfum í bæjarstjórn meðan rannsókn fer fram á málefnum Lífeyrissjóðs Kópavogs. Ekki er hægt að bjóða bæjarbúum í Kópavogi upp á annað meðan unnið er úr málinu. Öll óvissa um hæfi þeirra sem sitja við völd er algjörlega ólíðandi og skaðar mest þá sem gegna trúnaðarstörfum.

Því er hinsvegar ekki að neita að pólitískir skandalar og erfið staða forystumanna sveitarfélagsins hafa lamað pólitíska forystu Kópavogsbæjar og vandséð hvernig menn geti náð aftur trausti kjósenda nema farið sé yfir alla þætti og skorið úr um í eitt skipti fyrir öll hvernig var að verki staðið.

Vafasöm atriði tengd lífeyrissjóðnum eru þó sérstaklega þess eðlis að vandséð er hvernig Gunnar Birgisson geti áfram gegnt störfum, sérstaklega hafi hann sagt ósatt opinberlega um stöðu mála og ekki greint stjórn sjóðsins og bæjarstjórn rétt frá.


mbl.is Gunnar fer í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegar ásakanir - pólitísk krísa í Kópavogi

Ásakanir Flosa Eiríkssonar um vinnubrögðin í Lífeyrissjóði Kópavogs eru grafalvarlegt mál og hljóta að vekja spurningar um hvernig staðið var að verki, ef þeir reynast sannar. Þetta eru fullyrðingar sem þarf að kanna nánar og rekja til enda.

Reyndar er pólitíska krísan í Kópavogi algjör eins og komið er málum. Fjórir bæjarfulltrúar af ellefu, þar af tveir flokksleiðtogar og fyrrum leiðtogi Samfylkingarinnar, eru tengdir málinu og deilt um ábyrgð þar um.

Vandséð er hvernig trúverðugleikinn verður endurheimtur fari málið alla leið í kæruferli fyrir dómi. Þetta hlýtur að vekja umræðu um trúverðugleika og stöðu kjörinna fulltrúa.

mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur skandall eða pólitískt bjargráð

Því verður ekki neitað að pólitísk staða þeirra stjórnmálamanna sem sátu í lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar hefur verið betri og vörnin er vandræðaleg um leið og hún virðist hafa verið pólitískt bjargráð bakvið tjöldin. Ekki verður þar talað bara um pólitískan skandal meirihlutans í Kópavogi, enda tveir minnihlutafulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs tengdir málinu og hefur annar þeirra farið í fjölmiðla til að verja ákvörðunina og um leið reyna að minnka skaðann fyrir sig og aðra sem sátu í stjórninni með þeim.

Pólitísk ábyrgð þeirra allra ræðst í meðferð málsins á næstu vikum, en óneitanlega er staðan undarleg. Enginn rís upp til að gagnrýna vinnubrögðin úr bæjarstjórninni sem staðfestir að ákvörðunin var augljós öllum stóru framboðunum í bæjarstjórn. Allir sitja þeir uppi með það og taka afleiðingunum síðar. Af því leiðir að sameiginleg ábyrgð er til staðar. Ekki verður vart við að nokkur hafi setið hjá leik og allir í stjórninni, minnihlutafulltrúar í bæjarstjórn tekið ákvörðunina jafnt og leiðtogar meirihlutans.

Mér finnst reyndar drastískt að stíga fram og taka þessa menn fyrir með þessum hætti. Öllum er augljóst hvaða hagsmunir voru undir og hverra hagsmunir voru hafðir að leiðarljósi. En pólitísk ábyrgð tilheyrir í þessu máli sem öðru.

Vandséð er þó að meiri myrkraverk hafi verið gerð í þessum sjóði en öðrum sjóðum. Ekki var farið með valdi inn í suma þá sjóði sem mest hefur verið deilt um og settir tilsjónarmenn yfir.

Eðlilegt er að rætt verði, eða í það minnsta hugleitt eitt augnablik, hvernig hafi verið unnið bakvið tjöldin í skugga hrunsins.

mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband