Gunnar víkur meðan rannsókn fer fram

Gunnar Birgisson gerir rétt með því að fara í leyfi frá störfum í bæjarstjórn meðan rannsókn fer fram á málefnum Lífeyrissjóðs Kópavogs. Ekki er hægt að bjóða bæjarbúum í Kópavogi upp á annað meðan unnið er úr málinu. Öll óvissa um hæfi þeirra sem sitja við völd er algjörlega ólíðandi og skaðar mest þá sem gegna trúnaðarstörfum.

Því er hinsvegar ekki að neita að pólitískir skandalar og erfið staða forystumanna sveitarfélagsins hafa lamað pólitíska forystu Kópavogsbæjar og vandséð hvernig menn geti náð aftur trausti kjósenda nema farið sé yfir alla þætti og skorið úr um í eitt skipti fyrir öll hvernig var að verki staðið.

Vafasöm atriði tengd lífeyrissjóðnum eru þó sérstaklega þess eðlis að vandséð er hvernig Gunnar Birgisson geti áfram gegnt störfum, sérstaklega hafi hann sagt ósatt opinberlega um stöðu mála og ekki greint stjórn sjóðsins og bæjarstjórn rétt frá.


mbl.is Gunnar fer í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stefán von Akureyri er hér sýnilega mun betur að sér um staðreyndir málsins en við hér í Kópavoginum. Fyrst koma stjórnarmenn úr lífeyrissjóðnum og viðurkenna að hafa vitað af því að hafa farið út fyrir lagaheimildir varðandi útlán til Kópavogsbæjar. Síðan koma menn fram og segjast hafa verið blekktir. Játa að það hljómar hér fyrir sunnan sem afar ótrúverðugt. Stjórn lífeyrissjóðsins finnst mér hins vegar haf allnokkrar málsbætur vegna ástandsins.

Stefán von Akureyri ætti að bjóða sig að taka að sér saksóknarastöðuna sem á að fara að auglýsa. Maður sem veit svo vel hvenær menn eru að segja satt eða ekki. Þó að skilji bæði fjöll og ár.

Sigurður Þorsteinsson, 21.6.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband