Er Herbalife hættulegt?

Herbalife Það eru sláandi fréttir sem berast af afleiðingum neyslu á Herbalife-fæðubótarefninu. Þetta er stóralvarlegt mál. Margir hafa leitað á náðir Herbalife með að grenna sig og telja það einhverja töfralausn á vanda sínum. Það er eiginlega með ólíkindum, enda er eina töfralausnin í þeim efnum að fara einfaldlega út og hreyfa sig, taka góða göngutúra og skipta um matarræði heilt yfir; t.d. hætta að borða sykur.

Frænka mín ein hefur sérhæft sig í að selja Herbalife og hefur eflaust haft eitthvað út úr því, þó ég hafi ekki og vilji ekki kynna mér það. Í þessu hefur verið einhver svakalegur bissness eflaust. Þetta er eitthvað sem er allt með ólíkindum, enda eru ótrúlega margir sem taka þetta sem eitthvað fullkomið töfradæmi að lausn á sínum málum. Finnst það vera fjarri lagi. Fyrir nokkru tók ég mitt líf í gegn; minnkaði að borða sykur og fór að hugsa um hvað ég borðaði, og ég fór einfaldlega að hreyfa mig. Mér finnst það grunnatriði að labba helst tíu kílómetra á viku.

Leið vel með það og taldi það töfralausn. Þetta Herbalife er eitthvað jukk sem enginn veit hvað samanstendur af í raun og hvað felst í því að hrúga því í sig. Þessar fréttir fá vonandi einhverja til að hugsa sitt ráð um þetta.

mbl.is Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Ég kannast nokkuð við þetta Herbalife dæmi, þar sem fyrrum mágkona mín er heilaþvegin í þessu. Málið er að þetta er í raun snilldar markaðssetning, þar sem seljendur og notendur eru gjörsamlega heilaþvegnir af þessu. Sölukerfið er píramíðakerfi, þú safnar undir þig sölufólki, sem aftur safnar undir sig og svona koll af kolli og þeorían gengur útá það að láta sölukerfið gefa manni tekjur án þess að vera að selja sjálfur. Þetta týpíska "Money for nothing" ameríska draumkjaftæði. Þeir seljendur sem gera það gott, fara reglulega á Herbalife Halelúja samkomur víðsvegar um heiminn, þar sem boðskapurinn er ennfrekar barinn innfyrir þunnar hauskúpur. Mér sýnist sem svo að í þessu máli sé það ekki endilega ágæti vörunnar í reynd sem skiptir máli, heldur sölukerfið. Ef þessar vörur væru nú svo ofboðslega góðar, væru þær komnar í hillur stórmarkaða. 

Sigurpáll Björnsson, 14.1.2007 kl. 20:02

2 identicon

Góða kvöldið bloggarar.

Ég er sjálfstæður söluaðili Herbalife og ég nota þessar vörur.

 Þið talið um heilaþvott og töfralausnir en mér finnst af tali ykkar að þið hafið einfaldlega ekki hugmynd um hvað þið eruð að tala, hafið þið eihvern tímann sest niður og lesið ykkur til um innihaldslýsingu Herbalife? Í þessum vörum er algerlega leitast við uppfylla allar þarfir líkamans af öllum bætiefnum sem nánast völ er á!  Auðvitað má alltaf ofgera allri svona neyslu en tölurnar sýna mjög góða virkni og staðreyndin er einnig að fólk þarf oft einhvern töframátt til að trúa á til að geta komið sér í betra form og til að grenna sig.  Herbalife er þar að auki ekki eingöngu selt sem vara til að grennast af heldur einnig til að efla hreysti og uppfylla næringarþarfir líkamans í hröðu samfélagi, færri sentimetrar eru svo bónus.  Svo má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að þessar svokölluðu eitruðu jurtir eru jafnvel bara í 0.eitthvað prósent varanna.  Svona frétt sem í raun segir ekkert um vörurnar í heild sinni geta verið mjög eyðileggjandi þar sem þetta eru jafnvel og vonandi auðvitað mjög einangruð tilfelli.

Með von um að fólk skelli sér sjálft inn á heimasíðu herbalife og kynni sér sjálft innihald og virkni þeirra efna sem þarna eru og komist í raun um að þetta sé kostur er henti þeim.

Með kveðju.  Ásta

Ásta pinni (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Jú vissulega hef ég kynnt mér innihald Herbalife varanna, og sé þeirra neytt eins og hvers annars vítamíns, þ.e. hóflega, ættu nú fáir að fá drullu af þessu. Hins vegar eru aðrar aðferðir til, svo sem rétt ballanserað mataræði og góð og reglubundin hreyfing áhrifaríkari og töluvert ódýrari en þessar blessuðu vörur. Það er bara þessi heilaþvottur að svona vörur, hvort sem við erum að tala um Herbalife eða fótanuddtæki, sé töfralausnin. Við erum alltaf í endalausri leit að töfrapillunni, en ég tel að "töfrapillan" sé staðsett í heilanum í okkur. 

Sigurpáll Björnsson, 14.1.2007 kl. 22:09

4 identicon

Þetta eru ágætis vörur.  Ég dæmi þær af eigin reynslu.  Ég vinn erfiða vinnu og þetta kemur mér að gagni þar.  Ég sel þetta ekki, aðrir sjá um það.  Bendi á að menn drepast nú frekar af áfengis, tóbaks eða sykurneyslu.  Það væri nær að flytja fréttir um það sem drepur fólk í hundraða og þúsundatali, en að hneykslast á einvherjum gersamlega órannsökuðum og ósönnuðum fullyrðingum um ákveðna vörutegund.   Þetta upphlaup er fáránlegt !    Það er auðséð á skrifum þeirra, sem eru að lepja þessa vitleysu upp, í einhverri móðursýkis heilagri vandlætingu, að þeir hafa ekki hundsvit á því sem þeir eru að skrifa um.

Njörður (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Já, upphlaupið var viðbúið. Mistúlkanir á orðum læknana líka. :) Það var afar fyrirsjáanlegt.

Guðmundur D. Haraldsson, 14.1.2007 kl. 22:37

6 identicon

Guð minn góður elsku kallinn minn, af hverju í ósköpunum ertu að skrifa um þetta mál ef þú neitar að kynna þér málið? Það er vitað upp á hár hvað er í þessum vörum og fara þær í gegnum lyfjaeftirlitið bæði í Bandaríkjunum þar sem vörurnar eru framleiddar sem og Íslandi og öllum örðum löndum sem þær eru seldar í. Þetta eru í raun mjög góðar vörur og fyrirtækið mjög virt úti í heinum stóra heimi. Það eru bara svo ótrúlega margir þverhausar eins og þú hér á Íslandi sem þykjast vita allt án þess að kynna sér neitt en vita þó ótrúlega lítið. Ef frænka þín er að selja þessa vöru og gengur vel, því spyrðu hana þá ekki aðeins um þetta? Af hverju skoðaru ekki vefsíðu fyrirtækisins, herbalife.com? eða googlar nafnið og sérð það sem fólk hefur að segja um þetta, jákvætt og neikvætt? Það er auðvelt að sitja og dæma og láta mata sig af upplýsingum en þá er maður ekki gjaldgengur til að taka þátt í umræðunni því maður hefur bara heyrt eina hlið á málinu.

Ég er ekki dreifingaraðili og er ekki að nota vörurnar eins og er en hef gert það og hlotið mjög gott af en ég tapaði miklum peningum á að reyna að græða á þessu en það var mér sjálfum að kenna og ekki markaðskerfinu sem er eitt það snjallasta sem fyrir finnst, bæði fyrir fyrirtækið sjálft sem og dreifingaraðilana. Þetta veit ég bara eftir að hafa kynnt mér málið. Þú ættir kanski að gera það sama.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 00:18

7 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Það er kannski ekki úr vegi að benda á grein Eyjólfs Þorkels læknanema sem birtist núna í morgunn um nákvæmlega þetta efni.

Hér er slóðin: http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/herba-death/

Greinin er góð, enda maðurinn fróður og góður penni.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 15.1.2007 kl. 09:36

8 identicon

HA ha ha.

Ég komst nú ekki hjá að lesa þessa grein hans Eyjólfs. Ég komst heldur ekki hjá að sjá hvaðan hann fékk sínar heimildir. Einnig tók ég eftir að þeir sem eru hvað mest á móti Herbalife tala um að hafa "rétt ballanserað mataræði". Frábært. Ég vissi ekki að það væru svona margir næringarfræðingar á landinu. Ef venjulegur maður getur stillt upp 5 til 6 máltíðum á dag sem eru "rétt ballanseraðar" þá er það hrein snilld og ástæðulaust að kenna næringarfræði. Svarið við þessu er: Lítið í kring um ykkur, hvernig líta 10 nánustu samstrafsmenn/konur ykkar út heilsulega? 10 nánustu vinir, ættingjar? Tölurnar herma að 60% þeirra séu of þung. Hvernig er það hægt með alla þessa næringarfræði kunnáttu? Hvað varðar þessa ransókn hjá þessum lyfjagaur, þá er hún frekar þunnur pappír. Þetta hefði alveg eins geta hljómað svona: Í 6 ár hef ég rannsakað neysluvenjur Íslendinga sem látist á þeim tíma. Talað var við ættingja viðkomandi um neysluvenjur. Í 95% tilfella höfðu viðkomandi smakkað kaffi einhventímann á lífsleiðinni og 80% þeirra drukku kaffi fram til dauðadags. Niðurstaða þessar ransóknar er að kaffi er banvænt.  Spurningin er: af hverju kemur þessi frétt allt í einu fram með svona hætti. Getur verið að læknar og lyfjaframleiðendur óttist þær forvarnir sem eiga sér stað með umræðu og notkun fæðubótar.......? Er verið flytja umræðuna frá nánast ólæknandi spítalavírusum og lyfjasukki...?  Hver veit......

Birgir Backmann (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 10:05

9 identicon

Já ég var að lesa grein Eyjólfs læknanema :)  vá hvað lyfjafyrirtækin geta stjórnað þessum læknum endalaust.  Eigum við að nota lyfin sem plástra (með engum aukaverkunum ha ha) eða næra líkamann rétt til að fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma.  Sjálfur hef ég notað fæðubótarvörur til að gera líkamanum mínum auðveldara fyrir í baráttu við sjúkdóma með góðum árangri. 

Sigurður (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband