Engar brunavarnir í Sjallanum

Maður er eiginlega alveg orðlaus að heyra fregnir af lélegu ástandi brunavarna í Sjallanum, sem virðist vera algjör eldgildra. Algjör lágmarkskrafa er að skemmtistaður sem er stappaður af fólki um hverja helgi hafi almennilegar brunavarnir og tryggi öryggi gesta sinna. Sérstaklega þegar haft er í huga að innan við þrír áratugir eru síðan Sjallinn brann illa, en þá bjargaði málum auðvitað að húsið var mannlaust.

Tvenn atriði vekja sérstaka athygli... hvað er eigandinn að hugsa þegar hann rekur stað þar sem búið er að slá bæði út brunaviðvörunarkerfi og skrúfa aftur neyðarútgangana? Getur þetta virkilega verið að menn hafi vísvitandi rekið staðinn og vitað af þessum atriðum? Þetta er þessu fólki til algjörrar skammar og á að taka á því.

Mér finnst alveg lágmark að nú reyni á viðurlög í þessu tilfelli, það á að fylgja ábyrgð því að láta fólk borga sig inn á skemmtistað sem hefur engar brunavarnir og slekkur á kerfinu og skrúfar aftur neyðarútganga. Til háborinnar skammar fyrir hlutaðeigandi!


mbl.is Alvarleg brot á brunavörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband