Nýtt upphaf í Icesave-málinu

Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave-lögunum staðfestingar hafa Íslendingar átt kost á nýju upphafi í þessu mikla hitamáli... ný samninganefnd hefur tæklað hlutina betur en hin fyrri undir forystu Svavars Gestssonar sem gerði mikil og alvarleg mistök og pólitískt samráð stjórnar og stjórnarandstöðu er loksins orðin staðreynd.

Í sjónmáli er mun betri niðurstaða en var í fyrri samningi, sem var þröngvað í gegnum þingið með hótunum og yfirgangi. Enginn ver þann samning lengur af áhuga. Enda blasir við að þjóðin felli þungan dóm yfir samningnum og þeim sem vörðu hann og fóru með í gegnum þingið sem einhverja góða niðurstöðu eða lokaboð. Með því að ljá máls á breytingum hafa viðsemjendur staðfest að fyrri samningurinn var afglöp íslenskra stjórnvalda.

Í sjónmáli er söguleg þjóðaratkvæðagreiðsla í næstu viku um samninginn sem Svavar Gestsson kom með heim og vinstri grænir vörðu í gegnum þingferlið og beygðu öll sín viðmið um heiðarleg vinnubrögð fyrir með litlum sóma.

Þjóðin á nú að fara á kjörstað, fella samninginn og senda skýr skilaboð bæði til Breta og Hollendinga og eins þeirrar ríkisstjórnar sem var tilbúin til að gefa eftir íslenska hagsmuni, brást þjóðinni þegar á reyndi.

Nýtt upphaf í Icesave-málinu felur í sér að íslenska þjóðin tali afdráttarlaust um vinnubrögðin í fyrri samningaviðræðum og geri upp við þau. Það tækifæri þarf að nota.

mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband