Sýnt á sér magann í þráðbeinni

Katie Couric Það eru ekki allir kvenkyns fréttaþulir jafn settlegir og hún Katie Couric. Þegar að ég sá þessa frétt um fréttaþulinn sem beraði sig í beinni átti ég hreinlega von á einhverju örlítið meira krassandi. Svo var þó ekki - aumingja konan beraði bara á sér mallakútinn. Lítið ögrandi og athyglisvert við það, eða hvað?

Það hlýtur þó að hafa verið stuðandi móment fyrir fréttaþulinn að átta sig á því að hún sýndi mallann á sér í beinni. Þar fór sennilega trúverðugleiki stöðvarinnar í niðurfallið. Bretar eru svo skemmtilega íhaldssamir. Það hlýtur einhverjum þó að hafa fundist þetta skemmtilegt. Vonandi verður Emma Baker ekki rekin þó hún hafi afhjúpað sig að hluta í beinni.

Katie Couric er eins og fyrr segir fagmannleg dama á CBS, hún tók við af Dan Rather þegar að hann fór með skottið á milli lappanna eftir frægt klúður sitt í frétt um Bush forseta skömmu fyrir forsetakosningarnar 2004. Henni varð þó einu sinni á að geifla varirnar og tala í bræðiskasti við tæknimann án þess að átta sig á að hún væri í beinni. Geðstirðargeiflan varð að colgate-tannkremsbrosi með det samme.

Oft fyndin þessi showbiz tilvera í beinni, ekki satt?

mbl.is Bresk fréttakona berar sig í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lítið púður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2007 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband