Kona í mjúkum stól sendir karlforverum tóninn

Valgerður Sverrisdóttir Valgerður Sverrisdóttir, fyrsta konan á utanríkisráðherrastóli í íslenskri stjórnmálasögu, aflétti í dag leynd af viðaukum sem undirritaðir voru við varnarsamning okkar við Bandaríkin árið 1951 og sendi um leið karlforverum sínum tóninn um að svona ætti ekki að leyna. Þetta eru merkileg tímamót og að mörgu leyti gleðiefni að leynd sé létt af þessum gögnum, enda lítil þörf á því nú að þessi leynd sé til staðar. Meginhluti þessa er nú sögulegt umfangsefni og því rétt að þessi gögn fái þann blæ.

Ummæli Valgerðar um karlforverana vöktu allnokkra athygli mína. Svolítið athyglisvert. Ég man ekki betur en að Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra og pólitískur samstarfsmaður Valgerðar um árabil, hafi lengst allra í stjórnmálasögu landsins setið á utanríkisráðherrastóli. Hann var húsbóndi í ráðuneytinu í nærri áratug, frá apríl 1995 til september 2004 er hann varð eftirmaður Davíðs Oddssonar á forsætisráðherrastóli. Valgerður var einn nánasti pólitíski samstarfsmaður Halldórs á hans langa stjórnmálaferli. Er hann karlremban sem hún er að tala um? Þegar að stórt er spurt.....

Valgerður er með þessu eflaust að reyna að fá á sig annan blæ - verða meira töff og áberandi í ráðuneytinu. Flestum er kunnugt að svo til um leið og hún tók við embætti utanríkisráðherra af Geir H. Haarde um miðjan júnímánuð í fyrra var verkstjórn varnarmálaviðræðnanna teknar af henni sem utanríkisráðherra og þær voru áfram á verksviði Geirs sem forsætisráðherra er Halldór Ásgrímsson hvarf inn í pólitíska sólsetrið. Stjórnarandstæðingar kölluðu Valgerði pappírsutanríkisráðherra svo eftirminnilegt er. Enn er mörgum í fersku minni einnig þegar að Valgerður fór út til New York til að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Ræða hennar á ensku var sérlega eftirminnileg, en eflaust ekki með þeim hætti sem ráðherrann hefði væntanlega viljað.

Valgerður hefur lengi verið í stjórnmálum og er eflaust nokkuð hörkutól í þeim bransa. Um það verður ekki deilt að hún þorir að láta vaða og gerir hlutina eftir sínu höfði. Valgerður er langrækin og lætur enga, allra síst pólitíska andstæðinga, eiga eitthvað inni hjá sér. Hún hefur bæði átt góða og vonda daga í pólitík. Sennilega hafa fleiri dagar í utanríkisráðuneytinu verið vondir. Um það má þó eflaust deila. Þessi ákvörðun markar það að Valgerður vill verða þekkt fyrir annað en pólitískir andstæðingar hennar vilja.

Framundan er erfið pólitísk barátta fyrir Valgerði. Hún verður þó ekki á erlendum vettvangi, heldur hér heima í Norðausturkjördæmi. Þar verður Valgerður mætt í pólitíska baráttu enn einu sinni á þessu vori. Enn einu sinni þarf hún að berjast. Það verður fróðlegt hvort að vegtylla hennar sem fyrstu konunnar á utanríkisráðherrastóli verður henni kostur eða pólitísk bölvun hér á pólitískum heimavelli.

Viðaukar við varnarsamninginn

mbl.is Leynd létt af leynilegum viðaukum við varnarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband