Til hamingju Baggalútur!

Baggalútur Fastur liður í byrjun vefrúntarins míns á hverjum degi, fyrir utan fréttavefi, er hinn óborganlegi vefur félaganna á Baggalút. Stórskemmtilegur og flottur vefur með góðu gríni. Allavega hentar hann vel mínum húmor. Finnst þeir félagar þar algjörir snillingar. Lög þeirra hafa létt mörgum lundina. Á hverju ári bíðum við svo eftir sykursætu aðventulagi vefsins og vel rokkuðu jólalaginu.

Finnst plöturnar þeirra virkilega góðar. Sú fyrsta: Pabbi þarf að vinna..., var með flottum lögum og góðum húmor, eins og þeirra er von og vísa. Sérlega eru flott þar titillagið og svo auðvitað Settu brennivín í mjólkurglasið vina.... Alveg eðall. Platan þeirra í sumar: Aparnir í Eden, er ekki síðri og t.d. er lagið Allt fyrir mig með Bo Hall rosalega gott og grípandi. Textinn stuðaði suma, en hann er nettur og hress að hætti Baggalútsmanna. Svo var jólaplatan algjört yndi - fastur liður á jólum hér eftir!

Í dag fékk Baggalútur íslensku vefverðlaunin fyrir besta afþreyingarvefinn. Svo sannarlega verðskuldað. Öll höfum við þörf fyrir húmor þeirra á Baggalút og metum hann mjög mikils. Húmorinn hjá þeim passar allavega vel við núna um háveturinn. Það jafnast enda einfaldlega ekkert á við að brosa. Eitt bros getur enda dimmu í dagsljós breytt, eins og skáldið sagði. :)

mbl.is Vefur Icelandair talinn sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband