Kaldhæðnislega rétt skilinn brandari

Segolene Royal Talsmaður Segolene Royal var rekinn af henni er hann sagði það sem mörgum á vinstrivæng franskra stjórnmála hefur fundist en ekki fyrr þorað að segja; að François Hollande sé einn stærsti ókosturinn á forsetaframboði frú Royal. Hann hefur lengi verið umdeildur, eins og flestir vita gaf hann mjög seint upp á bátinn möguleikann á að fara í þetta forsetaframboð alveg sjálfur. Það var ekki fyrr en hann var viss um að hún væri örugg orðin um útnefningu flokksins sem að hann bakkaði fyrir hana. Þetta er því brandari beið eftir að vera sagður.

Frú Royal er í merkilegri stöðu. Hún er fyrsta konan sem á raunhæfa möguleika á því að verða forseti Frakklands. Skv. skoðanakönnunum nú er erfitt um að segja hvort að hún eða innanríkisráðherrann Nicolas Sarkozy verði kjörinn í Elysée-höll. Það rokkast til og frá. Jacques Chirac, núverandi forseti Frakklands, hefur enn ekki tekið formlega ákvörðun um hvort að hann gefi kost á sér til endurkjörs, en flestir telja að hann leggi ekki í að verða óháður frambjóðandi í þeirri stöðu sem uppi er nú. Kosningarnar fara fram 22. apríl og 6. maí nk. í tveim umferðum, ef þess þarf.

Segolene Royal er 53 ára og er í sambúð eins og fyrr segir með Hollande sem er leiðtogi franska Sósíalistaflokksins. Orðrómur var lengi uppi um forsetaframboð hans, en hann ákvað að styðja frekar Segolene heldur en að gera út af við möguleika hennar. Royal vann í tæpan áratug sem ráðgjafi Francois Mitterrand, forseta Frakklands, í Elysée-höll á sviði félagsmála. Árið 1988 var hún kjörin á franska þingið. Hún var til skamms tíma umhverfisráðherra Frakklands og ennfremur aðstoðarráðherra á sviði menntamála og málefna fjölskyldu og barna. Hún var kjörin forseti héraðsstjórnarinnar í Poitou-Charentes í vesturhluta Frakklands í vinstribylgjunni í apríl 2004.

Þessi brandari hefur verið aðalmál umræðunnar í Frakklandi síðustu dagana. Þetta mál er ekki gott fyrir konuna sem vill verða þekkt sem fyrsti kvenforseti Frakka í sögunni síðar meir. Það má búast við spennandi og líflegum átökum um forsetaembættið í þessum kosningum. Þessi brandari bætir ekki fyrir Segolene Royal og umræðuna um lífsförunautinn, sem er mjög umdeildur kostur með henni.

mbl.is Brandari sem klikkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband