Takk..... en nei takk við stjörnunum

Aðeins einu sinni hef ég efast um þá ákvörðun að færa mig hingað yfir á moggabloggið, já bara aðeins einu sinni lesendur góðir. Það var í gærkvöldi þegar að ég upplifði bloggvefinn minn sem vettvang einkunnagjafar með stjörnum af tagi Leonards Maltins. Ég vil ekki sjá þetta, hreint út sagt.

Ég veit ekki hverjum datt þetta í hug og hver ákvað að gera þetta. En ég vil ekki sjá þetta.... og ég var að aftengja þennan fítus.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta

Þú mátt endilega segja mér hvar þú gast aftengt þetta. Ég kvartaði um þetta og einhver hjá Moggabloggi var svo góður að aftengja þetta fyrir mig en það er fínt að vita hvar stillingin er ef þetta birtist aftur.
B

Birgitta, 19.1.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl

Ekkert mál.

Það er náttúrulega farið í stjórnborðið, svo er valið: Stillingar, og farið þar í "Blogg; stillingar tengdar virkni bloggsins". Þar má sjá flokkinn: "Hverjir mega gefa bloggfærslum einkunn?" og þar er valinn neðsti möguleikinn sem er: "Ekki birta einkunnagjöf".

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.1.2007 kl. 12:15

3 Smámynd: Birgitta

Kærar þakkir :).

Birgitta, 19.1.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband