Áfall fyrir landsliðið - mikil vonbrigði

Landsleikur Mikil voru vonbrigðin eftir landsleikinn í kvöld. Tap gegn Úkraínumönnum er afleitt, það er bara ekki flóknara en það í þeirri stöðu sem við okkur blasir. Nú verðum við að vinna Frakkana, það mun ganga svona og svona spái ég að landa sigri gegn þeim.

En það er með handboltann eins og annað; you win some - lose others. Verðum bara að vona það besta fyrir hönd liðsins. Sigur gegn Frökkum er grunnatriði vilji liðið komast í millriðilinn. Það vonandi tekst. En miðað við sögu Frakka í handbolta er ekkert gefið í þeim efnum. Þetta verður erfitt.

Leikurinn í kvöld var eins og hann er. Vonandi mun landsliðið geta horft fram fyrir hann eins og við segjum og til verkefnisins sem máli skiptir nú. Það verður spennuþrunginn leikur á morgun og allir landsmenn munu vona það besta.

mbl.is Ólafur Stefánsson: „Ég brást liðinu mínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ísland vinnur 23- 21 - Áfram ísland.

Júlíus Garðar Júlíusson, 22.1.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Júlli

Já, vonandi fer þetta vel. Ekki hægt annað en að vona það allra besta. Þetta verður hörkuleikur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband