Hanna Birna á að hafna boði Besta Sam

Mér finnst að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi að hafna boði Besta Sam um forsetastól borgarstjórnar ef í því felst bara stóll en engin áhrif umfram það. Eðlilegast hefði verið að mynduð hefði verið þjóðstjórn í Reykjavík og skipt niður í samræmi við kjörfylgi í nefndir og ráð - unnið saman heilsteypt og traust.

Þá hefðu vinnubrögð í stjórnmálum verið stokkuð upp. Jón Gnarr klúðraði fyrsta prófinu eftir kosningar. Hann fór beint í hefðbundið flokkamakk, var alveg eins og allir hinir. Ekki verður séð að mikið hafi breyst með meirihlutamakki Besta Sam.

Boðið um stóla og völd hefur lítið að segja fylgi því engin áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku. Hanna Birna á ekki að vera nein skrautfjöður fyrir meirihluta sem myndaður var á sandi.

mbl.is Hanna Birna hefur ekki tekið ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband