Hanna Birna fer ekki í landsmálin

Mér finnst ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að fara í hvorki formanns- né varaformannsframboð viss vonbrigði, því ég vil að hún fari í landsmálin fyrr en síðar. Tel hana einn besta forystumann Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir og hiklaust lykilmanneskju í uppbyggingunni í flokkskjarnanum á næstu árum. Held að það verði krafa flokksmanna fyrr en síðar að hún fái þar stórt hlutverk. Hún nýtur mikillar virðingar og stuðnings í flokknum.

En ég skil þessa ákvörðun. Hanna Birna ætlar að sinna borgarmálunum og fara í verkin þar. Heilsteypt og traust vissulega. Þó Sjálfstæðisflokknum hafi mistekist að verða stærsti flokkurinn í borgarmálunum á þessu kjörtímabili vann Hanna Birna nokkurn varnarsigur með því að vera aðeins 600 atkvæðum á eftir Besta flokknum og takast að lyfta flokknum talsvert upp í borginni eftir hrunið. Hún ætlar eflaust að sinna því verkefni vel.

Stóra spurningin nú er hvort Hanna Birna verði forseti borgarstjórnar þegar Besti Sam tekur við borginni. Mér finnst boðið til hennar koma frekar seint. Hefði Jóni Gnarr verið alvara með þverpólitísku samstarfi og þjóðstjórn allra flokka hefði hann stokkað pólitíkina upp og efnt til samstarfs við alla í stað þess að fara í makk með Samfylkingunni. Þar klúðraði hann stóra tækifærinu. Hann fór beint í sama makkið.

Ég ætla að styðja Ólöfu Nordal sem varaformann Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Þekki hana úr flokksstarfinu hér í Norðausturkjördæmi, en hún byrjaði stjórnmálaferil sinn hér fyrir tæpum fjórum árum og stimplaði sig til leiks. Verið mjög vaxandi í pólitískum verkum í þeim ólgusjó sem fylgdi hruninu og því að fara í stjórnarandstöðu. Hún er góður valkostur.

mbl.is Hanna Birna býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband