100.000 gestir á bloggvefnum

Fyrir stundu kom 100.000 gesturinn hingað á bloggvefinn minn. Þetta eru vissulega nokkuð ánægjuleg og góð tímamót fyrir mig og vefinn, sem verið hefur hér á Moggablogginu í rúma fjóra mánuði. Ég byrjaði að skrifa hér þann 18. september sl. og hef haft mjög gaman af þessu. Það hefur allavega verið um nóg að skrifa þessa mánuði hérna.

Ég vil þakka ykkur sem hingað lítið kærlega fyrir að líta í heimsókn á vefinn þennan tíma og þakka fyrir góð samskipti og pælingar um málin. Það eru spennandi mánuðir framundan í pólitískum pælingum og nóg sem um verður að skrifa. Það verður því engin lognmolla á næstunni.

En enn og aftur kærar þakkir fyrir að lesa vefinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Haha, ég er bara með rúmlega 10 þús

Til hamingju með þetta - Rock on

Margrét Elín Arnarsdóttir, 29.1.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, glæsilegt Stefán. Hins vegar verð ég að geta þess, að mér finnst þú fá að jafnaði færri gesti en skrif þín eiga skilið. Þetta blogg er eitt þeirra sem ég les á hverjum morgni (ja, kíki líka m.a. á Þrym hér að ofan) og hef gagn og gaman af. Að öðrum ólöstuðum tel ég þetta blogg þitt vera eitt það allra vandaðasta hér á mbl.is. Til hamingju og vel gert.

Snorri Bergz, 29.1.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband