NYT fjallar um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi

Hálslón Það eru aðeins nokkrar vikur þar til að Kárahnjúkavirkjun verður gangsett og þessi ein mesta framkvæmd Íslandssögunnar, og um leið sú umdeildasta, verður endanlega að veruleika. Innan árs verður svo álver Alcoa gangsett formlega austur í Reyðarfirði. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sérstök tilfinning að þessar framkvæmdir verði brátt að baki og Hálslón verði um leið fullmyndað.

Það er gott mál að erlendir fjölmiðlar sýni því áhuga að fjalla um íslenskan veruleika, þessar framkvæmdir og stöðu mála. Það er gleðiefni að svo virðist að blaðakonan, Sarah Lyall, birti í umfjöllun sinni báðar hliðar mála; enda öllum ljóst að þetta mál á sér bæði fylgismenn og andstæðinga. Þetta hefur verið hitamál og það er því algjört lágmark að báðum skoðunum sé gert hátt undir höfði. Sjálfur hef ég margoft sagt mína skoðanir á verkefninu en kvarta ekki yfir því að þeir sem hafa aðrar skoðanir fái sitt pláss með sína rödd.

Það eru vissulega skiptar skoðanir um þær framkvæmdir sem eiga sér stað á Austurlandi. Hinsvegar hefur það birst í skoðanakönnunum og í umræðu á lýðræðislega kjörnu Alþingi Íslendinga að meirihluti landsmanna styður þessar framkvæmdir og hefur lagt þeim lið. Baráttan fyrir því að tryggja þessar framkvæmdir á Austurlandi hefur verið í senn löng og tekið á. Í mörg ár biðu Austfirðingar eftir því að þessi framkvæmd yrði að veruleika og það hefur sannast að Austfirðingar hafa stutt framkvæmdina með mjög áberandi hætti.

Átök voru um þetta mál milli fylkinga í síðustu þingkosningum og reyndi þá á stjórnmálamennina sem leiddu málið á öllum stigum þess. Þeir höfðu sigur á meðan að andstæðingarnir fóru mjög sneyptir frá sinni baráttu. Auðvitað hefur þetta verið umdeild framkvæmd og mörgum sem hafa verið á móti henni hefur borið sú gæfa að mótmæla málefnalega, þó að þau hafi tapað baráttunni. Sumir náttúruvinir hafa mótmælt friðsamlega virkjun og álveri á Austurlandi. Þau hafa til þess sinn rétt að hafa sínar skoðanir og láta þær í ljósi. Sumir hafa þó gengið lengra.

Það verður fróðlegt hvort þetta hitamál verði rætt í aðdraganda alþingiskosninga eftir þrjá mánuði. Í raun má setja stóriðjumál í heilsteyptri mynd á borðið. Niðurstaða er enda fengin hvað varðar Kárahnjúkavirkjun og tengd verkefni. Það er ekki óeðlilegt að spurt sé um kúrsinn á næstu árum. Þar eru deildar meiningar uppi og ekkert að því að hafa hreinar línur í þeim efnum.

mbl.is New York Times fjallar um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sæll Ekki bein athugasemd við annars ágæta grein þína.

Hitti framsóknarmann í dag. Leitaði álits hjá honum hvers vegna Sif komist ekki inn samkvæmt skoðana könnun. Hann taldi áróðurbæklinginn sem hún gaf út væri megin ástæðan. Já það verður hörð kosningabarátta, allt verður grafið upp og notað smkvæmt bandarískri fyrirmynd. Ekki munu fjölmiðlar láta sitt efti liggja í áróðrinum, vonandi verður hann innan siðlegra marka.

Kveðja.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 4.2.2007 kl. 19:25

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Heil og sæl

Siv fer inn, er ekki í vafa um það. Það verður svakalegt fyrir flokkinn ef hún dettur út. Hún var ekki inni á vissum tímapunkti í ársbyrjun 2003 og væntanlega er þetta svipuð sveifla og sýndi Halldór Ásgrímsson úti þá líka. Ég tel öruggt að bæði hún og Jón fari inn. Meiri spurningamerki er held ég um hvað gerist með Herdísi Sæmundardóttur í Norðvestri og Höskuld Þórhallsson í Norðaustri heldur en Siv og Jón er á hólminn kemur. Þetta er ekki ósvipað og var í fyrra með Björn Inga í borginni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.2.2007 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband