Þjóðverjar heimsmeistarar á heimavelli

Henning Fritz Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í handbolta fyrir stundu, er þeir lögðu Pólverja í úrslitaleiknum í Köln. Þeir vinna því mótið á heimavelli, sem hlýtur að teljast mjög sætt fyrir þá. Líst vel á þessa niðurstöðu, enda vildi ég frekar að Þjóðverjar fengju hnossið en Pólverjarnir. Danir hlutu bronsið svo fyrr í dag er þeir lögðu Frakka. Þetta eru fyrstu verðlaun Dana á HM í hvorki meira né minna en í 40 ár.

Stemmning Þjóðverja á heimavelli hefur skipt sköpum fyrir þennan árangur. Fyrir tólf árum var heimsmeistaramótið í handbolta haldið hér heima á Íslandi. Frammistaða okkar liðs þá var eitt af svörtu hliðum mótsins og stemmningin náði ekki að myndast með sama góða hættinum. Ég fór á nokkra leiki hér á Akureyri á sínum tíma, en riðlakeppnin var m.a. haldin hér. Stemmningin á mótinu varð aldrei góð og t.d. varð miðasalan langt undir öllum væntingum. Mótið varð ekki eins öflugt og eftirminnilegt allavega og að var stefnt.

En líst vel semsagt á Þjóðverjar hafi tekið þetta. Þó að við Íslendingar séum enn hundfúlir með að Danir hafi slegið okkur út í undanúrslitunum og við sitjum eftir er ekki annað hægt en að samfagna Dönum, þó seint verði sagt að ég hafi verið hryggur yfir því að þeir kæmust ekki í úrslitaleikinn.

mbl.is HM: Þjóðverjar heimsmeistarar í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband