Ásthildur Cesil biðst afsökunar á skrifum sínum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, vefstjóri og ábyrgðarmaður spjallvefsins málefnin.com, hefur beðið mig opinberlega afsökunar á því að hafa komið á spjallvefinn með kjaftasögu þess efnis að ég hefði átt að hafa gengið í Frjálslynda flokkinn til að styðja Margréti Sverrisdóttur í nýlegu varaformannskjöri flokksins. Það var með ólíkindum að Ásthildur Cesil skyldi birta þessi lágkúrulegu skrif. Þau gengisfelldu mjög þennan spjallvef, sem frekar lágreistur var orðinn fyrir. Nafnleysingjar segja eflaust eitt og annað en manneskja í þessari stöðu lækkar risið á vefnum með svona tiktúruskrifum.

Ásthildur Cesil segist í kommenti á málefnavefnum hafa talað sérstaklega við Magnús Reyni Guðmundsson, bæjarfulltrúa á Ísafirði og framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, í gær og kannað hvort að ég hefði nokkurntíma verið þar skráður innanborðs, fyrir landsþing og á meðan á því stóð. Svo var auðvitað ekki. Er mjög merkilegt að manneskja sem er komin til vits og ára og hlýtur að teljast vel sigld í lífinu hafi ekki fyrr kannað þetta mál, hafi hún talið þörf á því, áður en kjaftasagan var birt opinberlega með þessum hætti. Þetta verklag vekur vissulega fleiri nokkra athygli.

Ég gagnrýndi Ásthildi Cesil harkalega í skrifum hér og á sjálfum spjallvefnum í gær. Það var mjög eðlilegt. Mér finnst það ekki beint geðslegt að vera allt að því borinn þeim sökum að hafa gengið í stjórnmálaflokk til þess eins að upphefja einhverja manneskju, sem ég þekki ekki neitt, í leðjuslag. Svona orðrómur finnst mér ekki geðslegur og ég gat ekki annað en svarað fyrir mig og sýnt í leiðinni mitt skap. Ég er kominn af miklu skapfólki sem hefur sterka réttlætiskennd og bregst harkalega við sé að því vegið.

En þetta er svona bara, ég hef sagt það sem ég hef að segja og komið mínu vel til skila. Eftir stendur að þetta var sorglegt mál sem hefur því miður gengisfellt þennan vef stórlega. Auðvitað átti vefstjórinn fyrst að kanna sitt mál áður en þessi kjaftasaga var birt á opnum spjallvef. Þetta er ótrúleg framkoma af vefstjóra spjallvefs að vera. Ég fer ekki ofan af því og stend við gagnrýni mína. Hinsvegar fagna ég því að vefstjórinn hafi séð að sér og tel hana manneskju að meiri með þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það kemst enginn ósár frá viðskiptum sínum við malefnin.com.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.2.2007 kl. 10:20

2 identicon

Já, það þýðir ekki að pakka saman þegar tröll og forynjur eru annars vegar og ég verð að segja að heldur vildi ég vera skráður í Bara flokkinn en Frjálsblinda flokkinn. - Annars hef ég varla við að lesa þessa bloggsíðu þína og hef fengið til þess sérstakan styrk frá Evrópusambandinu.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband