Breytingar á RÚV - útvarpsráð heyrir sögunni til

RÚV Eftir einn og hálfan mánuð taka ný lög um Ríkisútvarpið formlega gildi og verður það þá hlutafélag í eigu ríkisins. Ýmsar breytingar fylgja þeirri uppstokkun. Útvarpsráð verður nú lagt niður með formlegum hætti og í stað þess mun stjórn RÚV ohf. taka sæti frá og með gildistöku laganna. Mikil uppstokkun verður á skipan stjórnar frá því sem var í síðasta útvarpsráði sem skipað var og einn útvarpsráðsmaður verður í nýrri stjórn.

Seinustu tvo áratugi, eða frá setningu útvarpslaga 1985 sem breyttu landslagi ljósvakamiðla, hefur útvarpsráð haft það hlutverk að fara yfir umsóknir í stöður hjá fyrirtækinu og hefur yfir dagskrármálum að segja. Sú skipan mála mun nú loks heyra sögunni til. Eins og öllum varð ljóst í deilunum um ráðningu fréttastjóra Ríkisútvarpsins fyrir tæpum tveim árum var útvarpsráð orðið barn síns tíma. Sú skipan mála sem það var byggt á og eðli þess við að fara yfir umsóknir og meta þær var fyrir margt löngu gengin sér til húðar. Það gat ekki gengið lengur að pólitískt skipað ráð með slíkt hlutverk væri þar til og færi yfir starfsumsóknir þar og meti þær beint.

Þetta vald fer nú með breytingum samhliða lögunum beint í hendur útvarpsstjórans, sem losnar við hið umdeilda millihlutverk hins fornfálega útvarpsráðs. Jafnframt mun útvarpsstjóri framvegis verða skipaður af stjórn Ríkisútvarpsins en ekki menntamálaráðherra. Það er því ljóst að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er síðasti menntamálaráðherrann sem skipar útvarpsstjóra, en hún skipaði Pál Magnússon í stöðuna síðsumars 2005, þegar að Markús Örn Antonsson hætti störfum. Það er auðvitað gleðiefni að útvarpsstjóri sé ráðinn af stjórn hlutafélagsins en það sé ekki verkefni ráðherrans. Svo er gott að útvarpsstjóri skipar undirmenn sína sjálfur.

Mikla athygli mína vekur að Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, verður ekki í stjórn Ríkisútvarpsins. Auk hans sitja í síðasta útvarpsráðinu: Anna K. Jónsdóttir, Andri Óttarsson (Sjálfstæðisflokki), Páll Magnússon (Framsóknarflokki), Svanfríður Jónasdóttir, Lára Stefánsdóttir (Samfylkingu) og Kjartan Eggertsson (Frjálslynda flokknum). Í nýrri stjórn verða Ómar Benediktsson, Kristín Edwald, Páll Magnússon, Jón Ásgeir Sigurðsson og Svanhildur Kaaber. Það er því greinilegt að Ómar á að verða formaður stjórnar RÚV. Ég veit ekki betur en að þetta sé Ómar sá sem var hjá Íslandsflugi. Þrír fyrstnefndu eru greinilega fulltrúar stjórnarflokkanna.

Finnst merkilegt að Jón Ásgeir Sigurðsson, sem var fréttamaður Ríkisútvarpsins um árabil og hefur séð að undanförnu um Heimspressuna á Morgunvakt Rásar 1, þar sem hann hefur farið yfir leiðara erlendra stórblaða, sé í stjórn RÚV. Virðist hann vera fulltrúi Samfylkingarinnar þarna inni. Það er allavega ljóst að flokkarnir skipa þarna fulltrúa þarna inn. Það er vissulega ekki undarlegt að á meðan að ríkið hefur puttana í þessum rekstri að það hafi flokkstengda fulltrúa í stjórn. Það er þó mest um vert að pólitísk skipuð stjórn hefur ekki lengur puttana í starfsmannaráðningum (utan ráðningar á útvarpsstjóra), enda löngu úrelt.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig að RÚV verður eftir þessar breytingar. Útvarpsstjóri verður mun valdameiri eftir þessar breytingar og þarf ekki lengur að láta pólitískt skipað ráð flokksfulltrúa fara yfir umsóknir um störf þarna. Er með ólíkindum að það hafi ekki verið afnumin fyrr. Svo er líka gleðiefni að stjórnin skipi yfirmann hlutafélagsins en ekki ráðherra beint. Þetta eru ánægjulegustu breytingarnar á þessu að mínu mati. Hvernig hitt gengur verður fróðlegt með að fylgjast.


mbl.is Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög fróðlegir pistlar hér að venju.

Já það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls þótt vissulega það verði ekki eins djúsí eins og Framsóknarráðning Auðuns Georgs varð um árið!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mer verður bara á að spurja hvaða hlutafelag þetta er bara leikur að orðum og ekkert annað/ Rikið á ekki að reka fjölmiðil alls ekki undir neinum kringumstæðum,það samrimist ekki okkar okkar timum i XD /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2007 kl. 12:19

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Svavar: Takk fyrir góð orð um skrifin. Alltaf um nóg að skrifa. Nei, vonandi verður það ekki eins djúsí og fíaskóið með fréttastjóranum sem var aldrei komst nema rétt inn fyrir þröskuldinn. Gleymi aldrei þegar að aumingja Markús Örn var að reyna að verja þessa vitleysu og hann var króaður af upp við lyftuna í Efstaleiti. Skelfilegt móment hehe.

Haraldur: Algjörlega sammála þér.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.2.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband